— GESTAPÓ —
Er allt fólk undir 30 slæmt fólk ?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 11/1/05 18:35

Nú fyrir nokkru ákváðum ég og fleiri kunningjar mínir að taka okkur sumarbústað á leigu,eina helgi eða svo.Ég hringdi nokkur símtöl og var ekki að finna neinn lausan bústað,þangað til ég hringdi í litlu súmarbústaðabyggðina þarna við hveragerði.Ég tel mig vera með eindæmum kurteisan við mér heldra fólk,og koma nokkuð vel fyrir,hvort svo sem það sé í síma,eða í eigin persónu.Maðurinn sem svaraði í símann var með eindæmum þægilegur i viðræðum,og tjáði mér það að hann ætti 3 bústaði lausa þessa helgina.Svo þegar líður á samtalið spurði hann mig um aldur,og tjáði ég honum það að ég væri 25 vetra,þá varð hann alltí einu alveg hrikalega dónalegur og hranalegur,og sagði engann bústað vera lausann.Ég varð furðu lostinn,því fyrr i samtalinu,áður en hann vissi aldur minn,þá voru 3 bústaðir lausir.Ég spurði hann hvers vegna þessi hroki og dónaskapur væri í gangi af hans hálfu,svaraði hann mér þá að hann vildi enga brjálæðinga í bústaðina sína,sem drykkju alla helgina,og leggðu svo að lokum bústaðinn í rúst.Ég hreint og beint varð orðlaus,og vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við þessum óhróða.Jú jú að sjálfsögðu var planið hjá okkur vinunum að hafa bjór við hönd þessa helgi,enn að saka okkur um að ætla að leggja bústaðinn í rúst eins og einhver villidýr,kom mér algjörlega í opna skjöldu.Ég þakkaði bara pent fyrir,og tilkynnti honum það að hann mundi ekki eiga von á viðskiptum frá mér eða mínum vinum eftir þrítugsaldurinn,eða sem sagt,þegar við værum komnir með nógu mikinn þroska til að höndla þá ábyrgð,að vera með bústað á leigu...að hans sögn.Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem manneskja hreinlega sakar mig um að vera villimaður,fyrst ég er undir þrítugu.Hroki og þröngsýnisháttur þessa manns skemmdi helgi sem annars hefði sjálfsagt orðið hin besta skemmtun okkar vinanna.Þetta er mjög einfalt,svona fólk á að rassskella,á bert rassgatið,með naglaspýtu !!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/05 18:39

Sérdeilis ósvífin framkoma af manninum. Ég verð samt að segja að ég skil ótta hans nokkuð vel (samt ekki hroka og dónaskap hans). Það ætti hins vegar að vera auðvelt mál að múra fyrir slík vandkvæði með einhverjum samningum sem fela í sér ströng ákvæði um að skila bústaðnum í góðu ásigkomulagi að gefnum sektum eða reikningi með skaðabótaálagi ef staðnum er rústað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 11/1/05 18:41

Þetta er ljótt að heyra. Minnir mig á frásögn tveggja vinkvenna, sem hugðust gista á tjaldstæðinu á Húsafelli síðastliðið sumar. Önnur var ófrísk, komin vel á leið og sást vel á henni. Konurnar voru komnar vel yfir tvítugt, svona um þrítugt minnir mig að þær hafi verið.
Reglur tjaldsvæðisins á Húsafelli kveða á um að þar megi einungis fjölskyldufólk gista, svo þeim stöllum var vísað frá. Hversu mikið er líklegt að ófrísk kona drekki?? Bjuggust menn við að hún færi að brjóta allt sem brothætt var, rífa upp tré og hrella aðra gesti? Og hvað ef konurnar hefðu nú verið systur á ferð? Er það ekki fjölskyldutengsl?

Ég mun sniðganga báða gististaði, til að sýna samstöðu með fórnarlömbum heimskulegra reglna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 11/1/05 18:57

Já, svei mér þá, það er ekki eins og við séum að fara í orgíur í Borgarfirði. ‹bakkar í átt að dyrunum›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/1/05 19:27

Já, þetta er leiðinlegt að heyra... við sem erum yfir þrítugt erum ekkert ólíklegri til að rústa þessum sumarbústöðum...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/1/05 20:24

Ég hugsa að fólk í glasi sé ósköp svipað, sama á hvaða aldri það er.
Það væri þá nær að banna drykkju í þessum bústöðum... en það mundi vitanlega minnka ásóknina töluvert.
Ég og mínir vinir höfum leigt bústaði og skilað þeim bara ljómandi fínum. Þó svo að okkur hafi tekist að missa þvílíkan óþverra (á borð við hráan hamborgara og sígarettur) ofan í heitapottin, gerðum við okkur lítið fyrir og þrifum bara helvítis pottinn. Svo einfalt var nú það.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ólafur 11/1/05 21:07

Ég veit að þið eigið ekki eftir að "fíla" þetta, en eins og ég hef margoft varað við má ég aldei sjá vondan málstað liggja án þess að taka upp merkið....

Mig langar að nota þennan þráð til að benda á hve algengt er að fólk noti netheima undir tilefnislaust væl af ýmsu tagi. Fólki mistekst að dæla bensíni á bílinn sinn (fyrirgefið yðar hátign) og skrifar skammargrein um olíufélögin. Fólk fær ekki sumarbústað á leigu um helgina og stofnar þráð um fordóma í garð 25 ára og yngri.

Einu sinni var ég 16 og 1/2 árs og ákaflega vel til þess fallinn að aka bifreið en fékk samt ekki ökuréttindi allt út af einhverjum fasistareglum sem litu á mig sem þroskalausan ökufannt (snökkt, snökkt). Einu sinni sendi mamma mig út í búð með miða og sagði að ég mætti kaupa karamellu en af því það stóð ekki á miðanum vildi vonda konan sem afgreiddi ekki selja mér neina karamellu. Dæmdur saklaus. Ég ætti líklega að stofna þráð um málið.

Getur verið að netið bjóði okkur upp á of auðvelda leið til að væla undan vonsku heimsins? Að með sama hætti og maður flestir kannast við ákveðna tilhneigingu til að horfa meira á sjónvarp en þeir í raun vilja, þá búum við sum yfir tihneigingu til að gráta meira á netið en skynsamlegt má teljast?

Mér er a.m.k. til efs að nokkur hefði fórnað kálfskinni undir þennan þráð.

Maður sem á sumarbústaði og vill bara leigja þá rauðhærðum má bara alveg gera það. Það er ákveðin heimska á bak við það en hvað um það. Ekki myndi ég leigja ykkur bústaðinn minn án þess að hafa séð framan í ykkur. Sumir vilja eflaust bara leigja hvítum. Samtökin 78 eru e.t.v. með lesbíuhelgar þar sem ég gæti alls ekki fengið leigða bústaði samtakanna. Ekki væli ég undan því heldur.

það eina sem unnt er að segja er "skafl beyjattu skallti, þótt skúr á þig falli" eða í þessu tilviki, þótt enginn skúr á þig falli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 11/1/05 21:41

Ertu bara að skíta á pistilinn minn,með buxurnar enn hnepptar að þér ?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/05 21:45

Hann hlýtur að mega hafa sína skoðun á málinu, er það ekki?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 11/1/05 22:56

Þetta er skrýtin stefna á marga lund en dæmin sanna að ungt fólk innan þrítugu á það til að rústa sumarbústöðum niður í fokhelt ástand eða jafnvel verra en það, (samt eru til allskyns undantekningar).

Einhverjar reglur þurftu þessir bústaðaeigendur að setja til að minnka líkurnar á að verða fyrir tjóni. Þetta er bara ein af þeim.

þetta er álíka gáfulegt og að enginn getur fengið bílaleigubíl hjá ónefndri Hertz bílaleigu nema að eiga krítarkort, að börn megi ekki fara í sund nema með fullorðnum en í skólasundi þá eru þau ein á ferð hvort eð er (hvaða sundkennari kemur til að geta borið ábyrgð á 60 ærslafullum krökkum í einu allan daginn?) auk margs konar annarra undarlegra reglna.
Það myndi ekki nokkur maður taka við ávísun í dag en fyrir 10 árum var það sjálfsagt mál. Reynslan varð hinsvegar sú að þessi leið var notuð til sviksamlegrar starfsemi og lagðist þessvegna af ásamt því sem ný tækni tók við (já, Debetkort eru ekkert gömul lumma).

Svona verða skrýtnar reglur bara til. Fólk misnotar eitthvað og þá er leiðinni lokað fyrir öllum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 11/1/05 23:23

Þér hefur ekkert dottið í hug að fara bara og leggja þessa sumarbústaði í rúst ? Kallinn getur varla farið í fýlu ef hann hefur rétt fyrir sér.

Ef þú telur sannarlega hafa verið brotið á þér áttu að fara með málið fyrir dóm. Ef þú telur ekki hafi verið brotið á þér þá skaltu bara "gleyma þessu" eins og þeir segja. Ef þú telur hafa verið brotið á þér en þú nennir ekki að gera neitt í því þá vorkenni ég þér bara ekki neitt.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 11/1/05 23:27

Ég vorkenni Flaueli. Hann koma (að eigin sögn) kurteislea og vel fram við bústaðareigandann. Það er lágmark að gjalda líku líkt. Ef maðurinn vildi ekki leigja honum bústaðinn átti hann kurteislega að segja honum frá þeirri reglu að einstaklingum undir þrítugu væru ekki leigðir bústaðir.

Og svei, Ólafur, ég kann svo sannarlega að dæla bensíni á bíl (illu heilli). Dælan var biluð og ekki orð um það meir. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Afturhaldskommatittur 11/1/05 23:55

Nú er mér ekki kunnugt um hagi meðalunglings í dag hvað varðar neyslu áfengis, en í mína tíð var aldrei vandamál að finna drykkjuvettvang. Þá voru menn alvöru menn, og kunnu að fara með vín án þess að rústa öllu og bramla.

Þetta tiltekna vandamál virðist því vera fremur leitt. Ég hef því lagt til við félaga mína að eftir byltinguna verði sett á laggirnar nefnd sem athugar hvort ekki sé mögulegt að koma á sameiginlegum húsakynum pöplinum til handa, sem áhugasamir hópar geta sótt um drykkjuafnot af, GEGN ÞVÍ að þeir gangist við því að þrífa og laga rækilega til eftir sig að svalli loknu.

Hvernig leggst slík lausn í mannskapinn?

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/1/05 00:07

Ég vona að ég verði ekki gerður ábyrgur fyrir aukinni drykkju ungmenna með þessu innleggi en gamalt bragð sem ég kann er að fara á hótel í stað þess að fara sífellt í sumarbústaði. Á hótelinu er svo leigt eitt eða tvö herbergi (fer eftir fjölda ungmenna) og svo er bara djúsað og skemmt sér). Þar þarf maður ekki einu sinni að skúra. Gallinn er að sjálfsögðu sá að þar eru kannski ekki svefnaðstaða fyrir marga en þetta bragð hefur verið stundað í mörg ár af ungmennum sem eiga sér engin önnur athvörf fyrir einka-veisluhöld (e. party).
Viðurkenni ég það fúslega að þetta mynstur hentar mér ekki persónulega en eins og ég segi, þá er þetta möguleiki.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 12/1/05 01:35

En trufla svona hótelpartý ekki svefnfrið annarra hótelgesta, þannig að bellboyinn kemur bandbrjálaður upp og hendir öllum út?

Ég bjó reyndar svo vel að búa hjá svo-gott-sem-heyrnarlausum afa mínum þegar ég var 14-16 ára og gat þess vegna boðið fjölda fólks heim til mín í skrall á kvöldin ef mér sýndist, hann varð aldrei var við neitt... og hann átti líka alltaf nóg af vodka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 12/1/05 02:03

Afsakið,að sjálfsögðu má manngreyið hafa sína skoðun,ég bið forláts.Aðalvandamálið ef maður er að leigja hótelherbergi undir hvers kyns gleðskap og samkundu,er það að eftir klukkan 12 má enginn koma uppá herbergi til manns sem ekki er skráður í þessa forláta skræðu sem hótelklerkir skrá allan ósóma um mann í.Svo gildir að sjálfsögðu annar handleggur yfir sumartímann,þá er tjaldið staður til samverustunda!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 12/1/05 09:16

Ég er sjálfur 25 vetra og tel mig eiga sök að þessu máli....

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/1/05 11:50

Þú ert náttúrulega sekur um flest.

‹Freimar Frella fyrir morðið á Hoffa og Kennedy›

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: