— GESTAPÓ —
Pólitík í barnabókmenntum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/1/05 17:15

Hefur einhver tekið eftir því að pólitík í barnabókmenntum gengur sjaldnast upp?

Nefni sem dæmi Dýrin í Hálsaskógi... öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...
Þetta virkar ekki í dýraríkinu, ekki viljum við sjá öll rándýrin veslast upp vegna þess að þau fá eingöngu gras og hnetur að borða...

...og herra Kitlir, ef þú kitlar mig aftur þá verðurðu laminn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/05 18:20

Er þetta ekki bara bölvaður kommúnismi? Ha?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/1/05 20:23

Þetta byggist allt saman á sjálfboðastarfi sko. Dýr má einungis borða annað dýr ef viðkomandi dýr fellst á að vera borðað. Þannig er aldrei gengið á rétt neins, og allir geta lifað saman í sátt og samlyndi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/1/05 21:01

Þarfagreinir mælti:

Þetta byggist allt saman á sjálfboðastarfi sko. Dýr má einungis borða annað dýr ef viðkomandi dýr fellst á að vera borðað. Þannig er aldrei gengið á rétt neins, og allir geta lifað saman í sátt og samlyndi.

Og allir deyja úr hungri eða í besta falli skyrbjúg.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/1/05 10:56

mmmm skyr og bjúga... öhh, afsakið, hugurinn reikaði aðeins...

Önnur barnabókmenntaverk, hvað segja þeir foreldrar sem eru hér... eru leynd/óleynd skilaboð í einhverjum af þessum barnabókmenntum, það er svo langt síðan ég las þessar bókmenntir að ég man það eitthvað lítið...

Misskilnings má finna víða... t.d. aumingja Nornin í Hans og Grétu... það koma börn og kroppa í húsið hennar og af því að hún setur þau í búr til að refsa þeim og stríðir þeim með því að þykjast ætla að ofnbaka þau (meðan hún er greinilega að bíða eftir að fógetinn komi og setji þau á unglingaheimili), þá sleppa þau úr prísundinni og fremja morð... frekar lúalegt og sleppa mjög svo billega út úr því...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/1/05 13:26

Haraldur Austmann mælti:

Þarfagreinir mælti:

Þetta byggist allt saman á sjálfboðastarfi sko. Dýr má einungis borða annað dýr ef viðkomandi dýr fellst á að vera borðað. Þannig er aldrei gengið á rétt neins, og allir geta lifað saman í sátt og samlyndi.

Og allir deyja úr hungri eða í besta falli skyrbjúg.

Bölvuð sjálfelska í þessum dýrum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/05 19:24

Það er svo sannarlega ekki nýtt að barnabækur innihaldi pólitík.

Það má ef til vill gróflega skipta pólitík í barnabókum í tvennt:

a) Bækur þar sem reynt er að koma inn einhverri rétthugsun hjá börnum, rétthugsun sem fullorðnir vilja að þau læri. Skýrasta og besta dæmið er sagan um vangefnu stúlkuna Selmu í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna.

b) Bækur þar sem skáld setur fram samfélagsgagnrýni undir rós þar sem hann/hún óttast afleiðingar af of opinskárri tjáningu. Lísa í Undralandi og Skytturnar þrjár geta t.d. fallið undir þetta.

Ástríksbækurnar eru hygg ég hugsaðar til að innræta frönskum börnum þjóðernisstolt. Ef við hugsum út í söguna þá voru það Germanir, en ekki Gallar sem stoppuðu Rómverska heimveldið í útþenslunni og gengu loks frá því. Samt eru Gallar hetjurnar í bókunum, ekki Germanir.

Margar af þeim bókum og sögum sem fjölluðu um kúreka og indjána gengu fyrst og fremst út á að gefa málstað hinna hvítu málsvara og andlit meðan indjáninn var andlitslaus og hættulegur andstæðingur.

Loks vil ég benda á að það er undarlegur andskoti að Tinni í Sovétríkjunum skuli ekki hafa verið þýddur á vort ylhýra tungumál.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
litlanorn 12/1/05 19:44

það er einkar áhugavert að lesa bækur enidar blyton aftur í þessu samhengi, þar er ótrúleg stéttapólitík og fordómar vaða uppi. mér brá þegar ég tók mig til fyrir nokkrum árum og las þær aftur.

áhríninorn með meiru - þjáist af lágstafasýki- ófrumleg fram úr hófi - umboðsmaður stjarnanna- eigandi antartíku og heimshafanna 7 - hirðdansmey og yfirsmakkari baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 15:41

Já og svo eru margar þessara bóka auðvitað barn síns tíma. Til dæmis eru stelpurnar í Blyton-bókunum hálfbjargarlausar nema þegar kemur að því að útdeila nestinu, þá eru það strákarnir sem eru bjargarlausir... ‹flissar að minningunni um að einusinni voru þetta uppáhaldsbækurnar›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/1/05 15:43

Akkúrat. Svoleiðis á það að vera.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/05 15:45

Og það sem þau gátu étið. Niðursoðna skinku og annað ómeti. Kæmi mér ekki á óvart að þau hefðu öll fengið kransæðastíflu um þrítugsaldurinn (hefðu þau lifað).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 15:47

Mér fannst nú alltaf merkilegt hvað þau átu mikið miðað við hvað þau höfðu lítinn farangur meðferðis. Mætti halda að þau hafi búið yfir tösku á borð við þá er Mary Poppins átti.
‹Grípur fastar um litlu handtöskuna sína›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/1/05 16:00

Litla Gula Hænan er náttúrulega alveg magnað hægri rit, og alveg frábær sem slík, þá er að sjálfsögðu Animal Farm hápólitísk, ádeila á einhvernisman ef að Riddarinn man rétt. Einhverntímann athugaði riddarin þetta nokkuð meðvitað og fannst skiptingin vera bara nokkuð jöfn á milli afla, þannig að vonandi velja börnin bara það besta úr öllum þessum boðskap hvort sem hann er hægri eða vinstri.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 16:23

Selurinn Snorri var víst upphaflega skrifuð sem ádeila á hersetu nasistanna í Noregi, og var víst bönnuð ef ég man rétt. Ef maður les bókina með þessu hugarfari, þá opnast alveg nýr heimur.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 13/1/05 17:28

Animal farm er uppgjör G. Orwell við kommúnismann eftir að hann hafði séð hann í réttu ljósi. Margt þar er svo beint úr sögu Sovétríkjanna og rússnesku byltingarinnar að hann hefði alveg eins getað skýrt svínið Stalin en ekki Napoleon.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 13/1/05 17:31

Svo má ekki gleyma friðar og umhverfisverndarboðskapnum í bókunum um Barbapabba. Eins og t.d. þegar þau þurftu að búa til örk fyrir dýrin því jörðin var orðin svo mikið menguð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/1/05 17:36

Það er ekkert pólitískara en bók að nafni: Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.
Lesi bara hver fyrir sig.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/1/05 17:52

‹Hlær hrossahlátri› Já þar komstu með það Tigra! Ég hafði lengi velt þessari sögu fyrir mér, en nú sé ég hana í nýju ljósi!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: