— GESTAPÓ —
Áramótaskaupið
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 23:48

Nöfnum var breytt til að vernda þá saklausu... prófaðu að leita að Skarpmon Skrumfjörð...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 2/1/05 23:51

Saklausu segir þú, þá erum við líklega fjarskyld.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/1/05 23:53

Ættmenni þín hljóta að þekkjast á eyrnasneplunum. Þeir eru einstakir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 23:54

Hét langalangalangaamma þín nokkuð Guðrún?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 2/1/05 23:55

Já og liturinn segir líka til sín. Annars er x-strím meikóver tískan að höggva skarð í okkar raðir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 2/1/05 23:56

Skabbi skrumari mælti:

Hét langalangalangaamma þín nokkuð Guðrún?

Það held ég geti vel verið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/1/05 11:09

.......aftur að skaupinu. Það voru svona tveir til fjórir sprettir sem vel mátti brosa af (þó það nú væri). Það er bara eitt sem ég skil ekki. Hvað var svona fyndið við það að Davíð birtist í loka senunni?

P.s. Fyrsta Skara-skaupið var það besta EVER!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 11:18

Það var reyndar frábært skaup einhvern tíman á níunda áratug síðusta aldar, man bara ómögulega hvenær það var... það var aðeins vitnað í það í þessu skaupi... Magnús og bróður hans... man einhver hvenær það var?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/1/05 11:25

Fannst skaupið bráðfyndið. Nokkur atriði voru óborganleg, eins og Davíð á borðinu hjá Saxa, Bjarni Fel að rappa, peningakast siðblindara ofl. Meðal helstu kosta var mikill fjöldi leikara og ágæt fjölbreytni. Skemmtileg hugmynd að vera með raunverulegar persónur.
Annars er svo margt sem spilar inn í skaupið, kvöldverðurinn og vínið. Eftirrétturinn og koníakið. Félagsskapurinn og áran. Þetta féll allt eins og flís við rass núna......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 3/1/05 11:30

Skabbi skrumari mælti:

Það var reyndar frábært skaup einhvern tíman á níunda áratug síðusta aldar, man bara ómögulega hvenær það var... það var aðeins vitnað í það í þessu skaupi... Magnús og bróður hans... man einhver hvenær það var?

Það var þegar skaupinu var stolið - sem ég tel besta skaup ever.
Þar voru menn lítið að æsa sig í þjóðarsmásálarlegri rýni og reyndu þess í stað að vera bara skemmtilegir. Gríðarlegur frasafjöldi og ógleimanlegir karakterar. Svo er gaman að minnast þess að þá var þá sem spaugstofan skaust upp á stjörnuhimininn sem apparat held ég.

nokkrir frasar úr því munu koma í sér þræði!

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 3/1/05 11:32

Skabbi skrumari mælti:

var... það var aðeins vitnað í það í þessu skaupi... Magnús og bróður hans... man einhver hvenær það var?

Þetta er held ég bara 2004,þegar síminn vara að koma með dreifikerfið til þeirra magnúsar og man ekki hvað hin hjet.

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 11:34

Gvendur Skrítni mælti:

Það var þegar skaupinu var stolið - sem ég tel besta skaup ever.
Þar voru menn lítið að æsa sig í þjóðarsmásálarlegri rýni og reyndu þess í stað að vera bara skemmtilegir. Gríðarlegur frasafjöldi og ógleimanlegir karakterar. Svo er gaman að minnast þess að þá var þá sem spaugstofan skaust upp á stjörnuhimininn sem apparat held ég.

nokkrir frasar úr því munu koma í sér þræði!

Lýst vel á það, gaman að rifja það upp... Skál félagi...

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Níðhöggur 3/1/05 11:45

Ég var mest hissa á að sjá gamla kærustu (frá því fyrir 24 árum) bregða fyrir í bakgrunni í atriðinu sem tekið var upp á Gauknum. Hún er enþá jafn sæt!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/1/05 12:36

Skabbi skrumari mælti:

Það var reyndar frábært skaup einhvern tíman á níunda áratug síðusta aldar, man bara ómögulega hvenær það var... það var aðeins vitnað í það í þessu skaupi... Magnús og bróður hans... man einhver hvenær það var?

Gvendur Skrítni mælti:

Það var þegar skaupinu var stolið - sem ég tel besta skaup ever.
Þar voru menn lítið að æsa sig í þjóðarsmásálarlegri rýni og reyndu þess í stað að vera bara skemmtilegir. Gríðarlegur frasafjöldi og ógleimanlegir karakterar. Svo er gaman að minnast þess að þá var þá sem spaugstofan skaust upp á stjörnuhimininn sem apparat held ég.

nokkrir frasar úr því munu koma í sér þræði!

Limbri mælti:

'84 var Rás84. Þemað snérist semsagt um Rás2 og var verið að gera grín að hressleika útvarpsfólksins. Þar voru einnig brandarar um verslunarmannahelgina í Viðey og fleiri skemmtilegir brandarar.

'85 var Skaupinu stolið.

'86 var Höfða fundurinn tekinn fyrir. Draugarnir í Höfða og margt annað sniðugt.

-

Fannst rétt að draga þetta saman í eina klessu.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 3/1/05 14:39

frasar úr skaupinu '85 "Skaupinu var stolið í nótt" eru nú komnir á sér þráð undir Dægurmál lágmenning og listir
http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3951&highlight=

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Læðan 5/1/05 15:29

Ég skemmti mér stórvel yfir þessi skaupi, mun betur en mörg fyrri árin. Atriðið með Davíð var best.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/1/05 16:27

Ég var að uppgötva mér og væntanlega ykkur hinum til mikillar blessunar að nú er hægt að kíkja á skaupið aftur inn á vefnum www.ruv.is

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 5/1/05 17:40

Takk Tinni, þú ert snillingur!

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: