— GESTAPÓ —
Áramótaskaupið
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 1/1/05 02:24

Hvað fannst gestapóum um áramótaskaupið? Persónulega fannst mér það snilld, en venjulega hef ég verið gífurlega neikvæður á skaup almennt. Athyglisvert að sjá hvað ykkur finnst.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 1/1/05 02:37

Sum atriði gífurlega fyndin, önnur ekki. Eins og öll hin árin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 1/1/05 02:55

Mér fannst það mjög gott að mörgu leiti. Mér fannst skaupið í hittiðfyrra líka fyndið í miðað við öll önnur skaup sem ég man eftir þannig að þetta árið skorar frekar hátt.
Missti mig algjörlega úr hlátri þegar Dabbi kom!! ég hélt að maðurinn væri algjörlega búinn að glata öllu skopskyni sem hann hafði í gamla daga!! Finnst hann fífl en þetta var nokkuð sterkt hjá honum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 1/1/05 03:07

Sammála þessu, Dabbi skoraði hátt með þessu cameoi sínu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 1/1/05 03:08

Þetta skaup var magnað og kom vel út í samanburði við skaupið í fyrra sem saug feitan kana.

Góðar stundir

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 1/1/05 03:09

‹Sýgur feitan kana›
‹Frussar honum út úr sér›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/1/05 04:17

ÉG þurfti næstum því læknishjálp sökum hláturs þegar ég sá Bjarna Fel taka HipHop múvin... Jú og Ómar Ragnarsson í Gay Pride!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 1/1/05 04:19

Best voru föstu skotin á Alfreð, enda átti hann líka fyllilega fyrir þeim. Honum fynst þetta örugglega allt voða gamann en skilur ekkert í þessu þó. Siðferði er eitthvað sem hann hefur aldrei haft með að gera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/1/05 04:24

Og hver mælir fyrir hönd meyjanna ef ég má spyrja?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 1/1/05 05:26

Tjah? ‹klórar sér í höfðinu›Þetta var ágætt hjá þeim og sterkur leikur að fá nokkrar raunverulegar eftirhermur í þáttinn. Annars toppar ekkert skaupið fyrir tveim árum, enda lék undirritaður stórt í því sem barþjónn, lögga, mótorhjólaruddi, fullur Skoti og fleiri góða karaktera. ‹Ljómar upp›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/1/05 05:33

já........................þetta var lélegt skaup!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 1/1/05 14:53

Mér fannst skaupið bara nokkuð gott í ár.
Líka hægt að læra á því.. t.d. að Raggi Bjarna og Nylon ættu ekki framar að láta heyra í sér saman.

Snilld fannst mér þegar Ólafur Ragnar og Dorrit ákváðu að "gera þetta bara sjálf"
Leikonan sem lék Dorrit fór þar á kostum!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 1/1/05 14:54

Þetta var með betri skaupum í langan tíma.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 1/1/05 15:01

Helvíti gott skaup bara. Gott ef það fer ekki á topp 5? Tveir gallar þó:
1) Skaupið er heldur rýrt af góðum, tilvintanlegum frösum.
2) Ekki gert nógu mikið grín að Nylon.

Tigra mælti:

Mér fannst skaupið bara nokkuð gott í ár.
Líka hægt að læra á því.. t.d. að Raggi Bjarna og Nylon ættu ekki framar að láta heyra í sér saman.

Ég held að Nylon ætti bara ekki að láta heyra í sér framar...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 1/1/05 15:02

Hexia de Trix mælti:

Ég held að Nylon ætti bara ekki að láta heyra í sér framar...

Heyr heyr!

Og alveg sammála með að það hafi ekki verið gert nægilegt grín af Nylon.. hefði líka mátt taka Birgittu Haukdal.
Ætli þeir hafi ekki haft áhyggjur af að þær gætu ekki tekið gríninu.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Í heildina fannst mér skaupið frekar klént. Þó voru nokkur góð atriði í því og sérstaklega gaman að sjá þarna fólk leika sjálft sig sbr. Davíð á skurðarborðinu hjá Saxa lækni. Það fannst mér besta atriðið.
Einnig fannst mér Kristján Jóhannsson fá maklega á baukinn í Kastljósatriðinu þar sem Sigmar og Eyrún komu sjálf fram.
En ég hló ekki oft.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 1/1/05 15:21

Herbjörn Hafralóns mælti:

En ég hló ekki oft.

Ah, málið er að horfa á með viskíglas í hendi. Allt svo miklu skemmtilegra þannig.

Mér fannst skaupið nokkuð gott líka. Og hvað ég hló mikið þegar Davíð sjálfur kom fram. Bara ansi fyndið. En slíkt virkar bara einu sinni, að ég held, eða alla vega ekki oft. Mikið væri leiðinlegt ef áramótaskaupið 2005 yrði líka fullt af frægu fólki að leika sig sjálft.

Einnig hefði ég viljað sjá Nylon tekið í gegn ...og ekki bara fyrir það, að vera hallærislegt gervimenningarfyrirbæri almennt séð, en sérlega fyrir að hafa hreinlega ekki minnsta hugmynd hvernig á að syngja Lag unga fólsins.

‹Settur upp heyrnartól og spilar Æ með Unun ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Mosa frænka mælti:

Herbjörn Hafralóns mælti:

En ég hló ekki oft.

Ah, málið er að horfa á með viskíglas í hendi. Allt svo miklu skemmtilegra þannig.

Æi já, ég var náttúrulega bláedrú í þetta skipti. Sennilega hefði ég hlegið oftar og meira, hefði ég verið búinn að kíkja aðeins í glas.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: