— GESTAPÓ —
Opnunartími vínveitingastaða um jól
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 11/1/05 12:52

Hinir ölþyrstu geta flutt hingað yfir á meginlandið. Þar eru öldurhús opin alla daga og nætur. Hér á Niðurlöndum flykkjast menn á krána eftir að hafa snætt jólamatinn á gallabuxunum og tralla svo jólalögin rallhálfir á heimleið með stöku ælustoppum. Ósköp finnst mér það trist. Hinir örvæntingarfullu geta smalað í partí og uppvartað gesti sína sjálfir.

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/1/05 18:55

Íslensk þýðing á orðinu "trist" óskast. Á það eitthvað skylt við þrist? (í frönsku er, ef ég man rétt, orðið trés (mikið) dregið af trois (þremur)).

Reynir að rifja upp golfrönskuna, man bara "lubbitíkarson" og "voules vous"

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 14/1/05 12:58

Trist er frönskusletta dregin af orðinu triste sem merkir sorglegt. Þannig þýðir nafnið Tristan til dæmis "sorgarberi" eða Angursveinn eins og einhver þýddi listalega. Sletta þessi er líklega komin til Íslands um Danmörku enda segja Danir trist sé þeim ei hlátur í hug. Hún hefur svo lifað góðu lífi í íslensku um aldir, samanber drykkjuvísuna

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín
að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín.
Menn eigi að lifa þar ósköp trist
en öðlast í himninum sæluvist...

mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
að vera svolítið hífaður osfrv.

Vonandi svalaði þetta forvitni þinni.

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/1/05 15:19

Hvað segiði... bjór einhver?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 14/1/05 17:02

Já takk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/1/05 17:02

‹Sötrar bjór›

Er það óviðurkvæmilegt (hverskonar orð er þetta eiginlega) að starta þráð um uppáhaldsbjórinn, fer það undir dægurmál og menning?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 14/1/05 20:55

Og ég er einmitt að drekka bjór. ‹Fer á lygilega vinsælir leikir að segja frá›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 15/1/05 01:17

Og hefur það eitthvað með opnunartíma vínveitingastaða yfir jól með að gera ?

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/1/05 02:43

Var nokkuð opið um jólin?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: