— GESTAPÓ —
Hin nýju félagsrit - UMræðu lokað annan maí
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 14/12/04 13:49

Nú er hægt að skrifa athugasemdir við félagsritin. Því miður virðist þetta hafa orðið til þess að menn nota félagsritin sem umræðuborð. Menn leggja þar inn pistla beinlínis til að stofna til umræðu og hafa þá á áberandi stað á Gestapósíðunni, en eins og allir vita eru félagsritin hugsuð sem útrás fyrir andlega sköpunargáfu og gimsteina hugans.

Til að bæta úr þessu, og færa umræður þangað inn sem þær eiga heima, hef ég tvær tillögur fram að færa.

1) Einskorða ummæli um félagsrit við einhvern hámarksfjölda stafa, t.d. 40.
2) Breyta ummælum í einkunnargjöf. Félagsritið fær þá einkunn sem er meðaltal gefinna einkunna.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/12/04 23:58

Það eru gullkorn inn á milli, alltaf gaman að lesa hlewagastiR t.d. þó maður sé nú ekki alltaf sammála kauða... en það er sjaldnast sem félagsrit fá þá athygli að 40 svör komi... það væri kannske frekar að takmarka svörin við eitt frá hverjum, þannig fer ekki af stað umræða þar sem menn geta þá bara svarað einu sinni og verða þá annaðhvort að koma með alla þá speki sem þeir geta í einu svari, eða færa það yfir á spjallborðið...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 15/12/04 04:52

Já og einkunnargjöf ætti að vera skilyrði!

Mér finnst að baunir fyrir félagsrit ættu að einskorðast við meðaltal einkunna og að meðaltalið myndi aldrei fást nema með lágmarki 10 einkunnum. Þetta kæmi í veg fyrir að menn gætu mokað baunum úr félagsritunum og að það myndi auka gæði félagsritana.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/12/04 19:55

Skabbi skrumari mælti:

... en það er sjaldnast sem félagsrit fá þá athygli að 40 svör komi...

Vér erum nú alveg vissir um það að átt var við hámark 40 stafi í svari en eigi 40 svör.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Bægifótur 17/12/04 02:28

hlewagastiR mælti:

Við nánari athugun hef ég komizt að því að Lómagnúpur er hreint ekkert leiðinlegur. Bara soldið spes.

ÞARNA GÆTI ÉG VERIÐ SOLDIÐ SMMÁLA hlewagastiRi.

Bægifótur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/12/04 23:14

Einnig eru sumir sem leggja sig í lima við að leggja stein í götu annara hér. Og þá frekar sumra en annara. Það gæti haft í för með sér visst nafnlaust einelti... nema einkunagjöfin verði ekki nafnlaus og þá tekur við sleikjuskapur og klíkuskapur.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 18/12/04 23:31

hlewagastiR mælti:

Einkunnagjöf með félagsritum er góð, en ágætt að hægt sé að senda inn smá athugasemd í texta. 40 stafir full stutt. Baunir fyrir félagsrit mættu svo ráðast að einkunnum lesenda.

Þetta skapar nýtt vandamál. Sumir aðilar hér eru með mörg nöfn á sínum snærum. Þeir gætu þá farið að mæra eigin félagsrit í baunasöfnunarskyni.

Ég hnaut sérstaklega um setninguna, sem ég hef feitletrað í texta hlewagastiRs. Getur þetta virkilega verið? Hver nennir að skrifa fyrir hönd margra persóna? Getur þú nefnt dæmi þessu til sönnunar hlewagastiR?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 19/12/04 08:38

hlewagastiR mælti:

Þegar ég var ófriðargæzluliði hjá Ljótukallafélaginu fékk ég aðgang að IP-rakningarbúnaði ritstjórnar. Þar sést hvaða IP-tölu innlegg er sent frá, hvaða aðrar IP-tölur viðkomandi notar og hverir aðrir hafa sent frá sömu IP-tölu.

Þá kom í ljós að margur leikur mörgum skjöldum. Hér er annar hver fastagestur með þennan aðgang og þeir ættu hæglega að gera sannað þetta.

Hins vegar væri það trúnaðarbrot af minni hálfu að gefa upp hverjir þetta eru.

Ástæðan fyrir því að menn eru ekki ásakaðir um margklofin persónuleika oftar er sú að sumstaðar eru margir notendur að sömu ip tölu eða jafnvel að sömu tölvu. Allar ásakanir eru því sparaðar þangað til fleiri sönnunargögn fást.
Hingað til hefurðu nú ekki átt erfitt með að halda leyndarmálum óleyndum Hléfakastir, hví breytast núna?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/12/04 22:00

Hvern skaðar að umræður fari á stað um félagsrit, engan, það ætti að verðlauna þá sem koma að félagsritum og hafa eitthvað um þau að segja, jákvætt eða neikvætt, sting upp á að við hvert innlegg á félagsrit fái sá sem skrifar félagsritið, sálminn, pistilinn eða dagbókina eina baun og sá sem kemur með innlegg á félagsrit eina baun, þetta tel ég hvetja til menn til að skrifa, og hver er það hér sem dæmir hvað eru góð skrif og hvað eru vond skrif, það er klárlega best með beinu svari til viðkomandi, eitt af þeim svörum er að sleppa því að svara og þá fær viðkomandi enga baun.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 23/12/04 00:12

Er ekki munur á félagsriti og almennu spjalli? Félagsrit hafa sérstakan reit einmitt vegna sérstöðu sinnar, en mér sýnist margir af hégóma sínum nota hann til að starta almennu spjalli til þess eins að birtast á áberandi stað í Gestapó. En að sjálfsögðu er gaman ef menn geta kommenterað á skemmtileg félagsrit.

Æ, þetta er sosum ekkert stórvandamál.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 6/1/05 12:47

Einkunnagjöf held ég að sé óráð. Hins vegar væri vel mögulegt að takmarka lengd athugasemda - þó mér hafi raunar ekki þótt þau til vansa hingað til.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/1/05 21:07

Var eitthvað að spá í hvort það væri ekki betra að hafa mörg félagsrit á forsíðunni... nú þegar það er reyndin, virðist enginn vilja bæta við félagsritum og því horfir maður á sömu félagsritin daginn út og inn... ætli enginn eigi gullkorn til að bæta við í sarpinn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/05 13:37

Tja það er betra að fólk skrifi ekkert, ef það hefur ekkert að segja. Skrif, skrifanna vegna eru drepleiðinleg. Bloggsíður henta fullkomlega fyrir slíkt hálfvelgjuþvaður.

LOKAÐ
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: