— GESTAPÓ —
Í brennidepli
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/12/04 22:39

Ég var a horfa á þáttinn Í brennidepli á RÚV núna áðan og ég verð að viðurkenna að mér blöskraði, mér varð eiginlega hálf óglatt.
Hversu misskipt er gæðunum í þessu þjóðfélagi ef fólk hefur efni á að gefa jólagjafir upp á hálfu og heilu milljónirnar?
Lexusar á 4,5 millur, loðfeldir upp á milljón tæplega, úr á 200.000, demantshringir á 500.000?
Eitthvað er rotið í þessu fyrrverandi danaveldi og það er farið að lykta mjög illa.
Ég hef ekki orðið vör við þetta andskotans "góðæri" sem öllu virðist tröllríða.

Finnst ykkur ágætu félagar ekki eitthvað að þegar jólagjafir handa 4 manna fjölskyldu slaga hátt í árstekjur verkakonu?
Látum vera að keyptur sé Lexus eða feldur.
Ég myndi ekki einu sinni vilja eiga feld upp á 500.000 og ég myndi ekki þora að ganga með demantshring upp á milljón kall!

Er þetta ekki firring?

Ég er hneyksluð.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/12/04 22:51

Jú Norn, þetta er firring. Á meðan sumir eiga ekki fyrir gjöfum handa börnunum sínum, geta aðrir gefið svona gjafir. Og við erum ekki nema um 300.000 í þessu auðuga landi. Þjóðfélagið er orðið eins og pýramídasvindlið mikla - flestir tapa en nokkrir á toppnum auðgast. Oj bara.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/12/04 23:16

Ég er líka hneykslaður. Svo er það alltaf þannig að ríkasta fólkið er langnískast og eigingjarnast. Það ku vera staðreynd að það er öfug fylgni milli tekna fólks og framlaga þess til líknarmála.

Margur verður af aurum api, svo mikið er víst. Peningar eru nauðsynlegir og oft þægilegt að hafa þá, en öllu má ofgera.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/04 23:19

Já, maður getur ekki annað en hneikslast, svo er maður í öngum sínum að skrapa saman í jólagjafir í formi geisladiska og bóka, sem betur fer hitti ég á Sannleikann um Ísland á tilboði í Bónus...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 13/12/04 02:26

Fréttamaðurinn: "er ekki í tízku að gefa rosalega dýrir gjafir?"
Kaupmaðurinn "jú jú í ár gefa margir svakalega dýrar og fínar gjafir... eins og t.d. þessi úr sem ég er að selja, sko sjáðu hérna!".

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/12/04 09:08

Ég hef ekki efni á að gefa konunni minni Hummerinn sem mig langaði að kaupa handa henni. Ég hef ekki efni á því að kaupa hamstraloðfeldinn. Ég hef ekki efni á því að bjóða henni til útlanda. Ég hef ekki efni á því að kaupa handa henni úr með demöntum. Ég hef bara efni á því að sýna hug minn með því að kaupa eitthvað ódyrt en samt eitthvað sem minnir hana á mig. Og er það ekki mergurinn málsins? Við eigum að gefa okkar nánustu eitthvað persónulegt en ekki eitthvað dýrt. Þeir sem þurfa að vera að gefa Lexusa eða loðfelda eru mjög líklega óhamingjusamir!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/12/04 09:13

Peningar veita ekki hamingju en þeir eru mikið notaðir til að kosta leitina að henni. Leitin ber að vísu sjaldan árangur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 13/12/04 09:30

Sjálfur er jeg, að rembast kóf-sveittur við að geta leyft mjer að senda hangikjöt til vina minna. Ekki mikill afgangur hjerna megin. Helst vildi jeg gefa örlítið til þeirra sem alls ekkert hafa. En þetta nýríka innlitútlit skítapakk má nú bara rotna í sínum fílabeinsturnum fyrir mjer.

‹Hefði átt að vera löngu búinn að lesa þennan þráð›
Fyrirgefið mjer slóðaháttinn!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 10:20

‹Syngur Internasjónalinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/12/04 10:21

‹Tekur undir og flaggar hamrinum og sigðinni›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 13/12/04 10:27

Haraldur Austmann mælti:

Jú Norn, þetta er firring. Á meðan sumir eiga ekki fyrir gjöfum handa börnunum sínum, geta aðrir gefið svona gjafir. Og við erum ekki nema um 300.000 í þessu auðuga landi. Þjóðfélagið er orðið eins og pýramídasvindlið mikla - flestir tapa en nokkrir á toppnum auðgast. Oj bara.

Flestir tapa? Hvaða vinstri þvæla er þetta! Við höfum það bara alveg ágætt hérna á klakanum. Þó að einhverjir hafi það betra en aðrir þá er ekkert athugavert við það. Það hafa allir jafna möguleika hér til menntunar og ef á sig er lagt í menntun eða starfi þá er hægt að hafa það bara helvíti gott hérna. Hefði haldið að komúnisminn væri þrautreyndur og hefði sýnt sig að væri ekki að virka en svo koma alltaf einhverjir afturhaldskommatittir reglulega fram á sjónarsviðið með einhverja nostalgíska tilburði og segja annað.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 10:28

‹Hættir að syngja Njallann, fer í teinótt jakkaföt og les upp úr ræðum Thatchers.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/12/04 10:31

Nykur mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Jú Norn, þetta er firring. Á meðan sumir eiga ekki fyrir gjöfum handa börnunum sínum, geta aðrir gefið svona gjafir. Og við erum ekki nema um 300.000 í þessu auðuga landi. Þjóðfélagið er orðið eins og pýramídasvindlið mikla - flestir tapa en nokkrir á toppnum auðgast. Oj bara.

Flestir tapa? Hvaða vinstri þvæla er þetta! Við höfum það bara alveg ágætt hérna á klakanum. Þó að einhverjir hafi það betra en aðrir þá er ekkert athugavert við það. Það hafa allir jafna möguleika hér til menntunar og ef á sig er lagt í menntun eða starfi þá er hægt að hafa það bara helvíti gott hérna. Hefði haldið að komúnisminn væri þrautreyndur og hefði sýnt sig að væri ekki að virka en svo koma alltaf einhverjir afturhaldskommatittir reglulega fram á sjónarsviðið með einhverja nostalgíska tilburði og segja annað.

Af hverju fara íhaldsmenn alltaf að þvæla um kommúnisma þegar einhver vogar sér að hafa aðra skoðun þeir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 10:34

‹Hendir ræðu Thatchers og fer að syngja Njallann aftur, en þó í teinóttum jakkafötum.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/12/04 10:48

Nykur mælti:

Flestir tapa? Hvaða vinstri þvæla er þetta! Við höfum það bara alveg ágætt hérna á klakanum. Þó að einhverjir hafi það betra en aðrir þá er ekkert athugavert við það. Það hafa allir jafna möguleika hér til menntunar og ef á sig er lagt í menntun eða starfi þá er hægt að hafa það bara helvíti gott hérna. Hefði haldið að komúnisminn væri þrautreyndur og hefði sýnt sig að væri ekki að virka en svo koma alltaf einhverjir afturhaldskommatittir reglulega fram á sjónarsviðið með einhverja nostalgíska tilburði og segja annað.

Fyrirgefðu en akkúrat þetta er kjaftæði!
Það hafa sko ekki allir jafnann rétt til menntunar hér á landi.
Ef þú kemur úr t.d. verkamannafjölskyldu úti á landi sem hefur ekki efni á að senda þig í nám með að borga húsaleigu hér í borginni eða á Akureyri þá ertu ekki með jafnann rétt á við krakka sem búa í fríu fæði og húsnæði heima hjá mömmu og pabba!

Það hafa kannski allir jafnann rétt eftir að stúdentsprófi lýkur en fyrir þann tíma er mun líklegra að krakkar af landsbyggðinni flosni úr námi.
Við þurfum að vinna mun meira en þeir sem búa í þéttbýliskjörnum sem hafa framhaldsskóla til að getað borgað leigu og lifað af.

Ég veit náttúrulega ekkert um þína hagi en ég þurfti sjálf að borga hverja einustu krónu í minni menntun sama hvort það var fæði og húsnæði eða annað og það varð oft til þess að ég var að vinna meira en ég réði við og datt nokkrum sinnum út úr skóla vegna þess að ég réði einfaldlega ekki við álagið sem fylgdi því að vera að vinna 6-8 tíma á dag, allar helgar og í fullu námi líka!

Svo var þetta ekki spurning um að vera kommi, þetta var spurning um hvort einhverjum finnst það EÐLILEGT að gefa bíl í jólagjöf?
Þátturinn var á þeim nótunum að það væri normið að geta gefið jólagjafir upp á tugi ef ekki hundruðir þúsunda!

Auðvitað finnst mér sanngjarnt að fólk sem er langskólagengið eigi að vera með laun sem samsvara þeirra menntun. Annað væri óeðlilegt.

En að firringingin í samfélaginu sé orðin það mikil að hálf milljón í jólagjafir sé ekki neitt tiltökumál, það er rugl!

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/12/04 10:50

Nykur mælti:

Þó að einhverjir hafi það betra en aðrir þá er ekkert athugavert við það.

Ég er fyllilega sammála því ... en það er til nokkuð sem heitir stigsmunur. Finnst þér virkilega eðlilegt að þeir tekjuhæstu hafi tekjur sem eru mörgum tugum sinnum hærri en tekjur þeirra tekjulægstu? Og að þessi munur fari sífellt vaxandi? Hvaða einn maður er svo mikilvægur og hæfur að hann eigi í rauninni skilið eina milljón á mánuði eða meira? Og það fyrir hefðbundna 40 tíma vinnu á mánuði.

Við getum tekið meðalbankastjóra sem dæmi. Af hverju er slíkur maður svona gríðarlega tekjuhár?

Er það af því að hann er svo gríðarlega vel menntaður? Það er til fólk sem er með meiri menntun en bankastjórar, en mun minni tekjur.

Er það af því að hann vinnur svona mikið? Nei, eins og fram hefur komið er um ósköp venjulegan vinnutíma að ræða. Í Ameríku er a.m.k. hefð fyrir því að hinir tekjumeiri vinni eins og berserkir, en hér virðist vera nokkurn veginn öfugt hlutfall milli tekna og mikillar yfirvinnu.

Er það þá af því að það er svo mikilvægt starf að vera bankastjóri? Það gæti vel verið, en það vekur mann óneitanlega til umhugsunar að sumir bankar eru jafnvel með þrjár bankastjórastöður, sem eru ekki einu sinni allar alltaf mannaðar. Jafnvel eru dæmi um að bankar hafi verið algjörlega bankastjóralausir svo mánuðum skiptir, án þess að hafa borið af því varanlegt tjón.

Er það þá af því að bankastjórar bera mikla ábyrgð? HAHAHAHAHA! Bara að grínast ... á Íslandi er ábyrgð svo sannarlega nokkuð sem er að mestu í öfugu hlutfalli við stöðu og tekjur.

Hver er svo niðurstaðan? Ég er ekki alveg viss um það, nema bara að ég held að það sé sitthvað rotið í okkar annars sæmilega þjóðfélagi ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/12/04 10:56

‹Leggur rotna rós að legsteini Nykurs.› ‹Les af legsteininum. Jarðaður af Norninni›

Blessaður kallinn, átti ekki vona á þessu...

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/12/04 11:01

‹Bætir við letrið á legsteininum.› Og Þarfagreini

Ég er alveg sammála þessu! Mér finnst að yfirvinna lágtekjumanns ætti að vera skattfrjáls og að skattheimta á lágtekjufólki ætti að lækka mikið.

Til að flokkast undir lágtekjufólk ætti árslaun að nema 3.5 milljónum eða undir.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: