— GESTAPÓ —
Heimsendir enn á ný
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/04 21:33

Nú er ég að farast úr heimsendahræðslu.

Væntanlegt er að hin ógnvænlega fuglaflensa fari að stökkbreytast og dreifast milli manna. Yrði það á við margar af heiftarlegustu pestum sem herjað hafa á mannkynið, svarti dauði og bólusótt.
Svo fer sjálfsagt að koma að því að berklarsýkillinn fari að stökkbreytast.
Misnotkun sýklalyfa er komin á það stig að margir sýklar hafa stökkbreyst og fundið vörn gegn fúkkalyfum og pensilíni og hræðslan eykst.
Sýkillinn miltisbrandur er að taka sig upp hér á landi, hefur reyndar verið lengi við líði en lítið orðið vart við hann...
Ofan á allar þessu bráðfeigu hættur bætast, hlýnandi veðurfar, sem gæti orðið að kólnandi veðurfari... hvort sem er yrði hörmung fyrir Ísland, hlýnun verður til þess að hættulegar lífverur berast hingað, eitraðir sniglar sem eyða gróðri, kolbrjálaðir kóngakrabbar sem skilja eftir sviðinn botn og svo mætti lengi telja... kólnandi veðurfar væri líklega enn verra, jöklar stækka, hafísár, uppskerubrestur, fiskileysi...

‹Fær sér Ákavíti til að róa taugarnar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/12/04 21:38

Aha..

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 12/12/04 21:38

Sumir fá sér líka sýklalyf þegar mapur er með hálsbólgú,ég meina það það er til C-vítamín.

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/12/04 21:38

Og síðan ísöld, segir Hjálmar Mjófirðingur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 12/12/04 21:39

‹Klappa á bakið á Skabba›
Þetta verður allt í lagi.
‹Hóstar á skabba›

John Dillinger. • Foringi Aftökusveitar Krumpu. • Fangelsisstjóri Baggalútíu. • Eigandi Sálar Nornarinnar. • Skriffinnur Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/12/04 21:43

Við erum að gera úta við plánetuna og fólk talar um að reyna að „nýta þau tækifæri sem í því felast.“

Sjúkt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/12/04 22:17

Skabbi skrumari mælti:

Svo fer sjálfsagt að koma að því að berklarsýkillinn fari að stökkbreytast.

Reyndar eru kominn upp afbrigði af berklasýklinum sem engin lyf eru til við. Þessi afbrigði hafa náð að þróast í rússneskum fangelsum þar sem hreinlæti er minna en ekki neitt og heilbrigði fanganna er hugtak sem hefur enga merkingu í eyrum fangavarðanna. Um þennan sýkil var fjallað á Discovery fyrir ekki svo löngu.

Ég verð að játa, að ég hef orðið örlítið meira smeykur um heilsu mína eftir að ég flutti til D-merkur.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 10:23

Já. Passaðu þig á þessum skítugu Dönum.

Ég hef vissar áhyggjur af þessu en hef bak við eyrað að þetta gæti allt eins verið enn ein hysterían sem fjölmiðlar reyna að magna upp í fréttaleysinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/12/04 12:12

Annars nær Stöð 2 alltaf að fanga athygli mína með sínum heimsendapælingum, það er kannske ástæðan fyrir að ég horfi á þá... svo er þetta farið að birtast á Rúv og Fréttablaðinu líka, svo ég minnist á þá falsmiðla sem maður kíkir á annað slagið...

Annars heyrði ég einhvern tíman sögu af því þegar halastjarnan Halley átti leið hér framhjá jörðinni í byrjun síðustu aldar að miklir heimsendaspádómar hafi komið fram, töldu menn að nú myndi Halley rekast á jörðina með gríðarlegum hamförum og heimsenda... þar sem fólk beið eftir heimsendinum tókst óprúttnum glaumgosum að sannfæra ungmeyjar um að hér væri síðasti sénsinn að prufa hið svokallaða samræði, því fæddust óvenjumörg óskilgetin börn, níu mánuðum síðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/12/04 12:13

Hún átti reyndar ekki að rekast á jörðina heldur átti jörðin að fara gegnum eiturský frá henni (halann kannski ?) er drepa átti flest kvikt. Sem er enn fáránlegri hugmynd en það sem Skabbi nefndi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/12/04 12:16

Vladimir Fuckov mælti:

Hún átti reyndar ekki að rekast á jörðina heldur átti jörðin að fara gegnum eiturský frá henni (halann kannski ?) er drepa átti flest kvikt. Sem er enn fáránlegri hugmynd en það sem Skabbi nefndi.

Rétt Vlad, man þetta núna, eins og það hefði gerst í gær ‹hugsar dreyminn aftur til ársins 1910›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/12/04 12:21

Og nú munum vér eftir enn fáránlegri heimsendakenningu, 'The Jupiter Effect' er orsaka átti heimsendi árið 1982 að oss minnir. Það var ótrúlega mikið um fréttir af þessu. Þá áttu nokkrar reikistjörnur að mynda beina línu út frá sólinni og aðdráttarkraftur þeirra að orsaka gífurlega jarðskjálfta um alla jörð. Vart þarf að taka fram að línan var eigi alveg bein, þetta hafði oft gerst áður og að sjálfsögðu gerðist ekkert.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 12:27

Já ég las einhvern tímann um Júpítersáhrifin, en þá áttu þau að gerast síðar eða í kringum 2000 (sem var í framtíðinni þegar ég las þetta sem unglingur).

Mannskepnan virðist hafa nokkuð ríka tilhneigingu til að spá fyrir tortímingu sinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 12:29

Ef eitthvað mun tortíma mannkyninu verður það mannkynið sjálft.

Við tígrisdýrin hinsvegar.. munum þá taka við jörðinni.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 13/12/04 13:12

Jeg hef nú aldrey hjer á Baggalúti minnst á einhverja trú. En það er einmitt trúarofstækið sem er að leggja allt mannlíf á jörðinni í eyði.

Jú og kanski ofnotkun olíu, kols og annara meingandi orkugjafa.
‹Starir þegjandi út í loftið›

... Annars hef jeg ekki hugmynd um það af hverju heimurinn ætti svo sem að farast. En tel það víst, að mannskepnan verður ekki til mikið lengur fyrr en við Bauvumst til að fara að gæta okkar. Gott hjá þjer Skabbi að minna okkur á!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/12/04 14:26

Vladimir Fuckov mælti:

Og nú munum vér eftir enn fáránlegri heimsendakenningu, 'The Jupiter Effect' er orsaka átti heimsendi árið 1982 að oss minnir. Það var ótrúlega mikið um fréttir af þessu. Þá áttu nokkrar reikistjörnur að mynda beina línu út frá sólinni og aðdráttarkraftur þeirra að orsaka gífurlega jarðskjálfta um alla jörð. Vart þarf að taka fram að línan var eigi alveg bein, þetta hafði oft gerst áður og að sjálfsögðu gerðist ekkert.

Ahh...gömlu góðu dagarnir! Man eftir þessari heimsendaspá; við kvöddumst með virktum í skólanum þennan daginn, í þeirri vissu að við dræpumst öll um kvöldið. Minnist þess samt ekki að þessi yfirvofandi dauði okkar hafi valdið okkur neinum ama eða hræðslu, maður tók þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/12/04 15:20

Tigra mælti:

Ef eitthvað mun tortíma mannkyninu verður það mannkynið sjálft.

Við tígrisdýrin hinsvegar.. munum þá taka við jörðinni.

Ekki rétt Tígra. Tígrisdýr eru í útrímingarhættu og ef það væri eitthvað kattardýr sem myndi ráða yfir jörðinni þá væri það húskötturinn. Hann er jú svo útbreiddur. Ef við ætlum að einskorða okkur við stóru kattardýrin að þá væri pardusdýrið sem myndi ríkja á plánetunni þar sem að það er útbreiddast.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 15:30

Fuss. Þetta er það sem þið haldið!
Annars standa öll stóru kattardýrin saman.. við, (annað en mannkynið) getum unnið saman.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: