— GESTAPÓ —
Síendurtekin atriði
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/12/04 21:47

Í heimi bíómynda virðist ekki vera nauðsynlegt fyrir ökumann að fylgjast með umferð þegar hann er að tala við einhvern í bílnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 12/12/04 10:12

Íslenskar myndir eru oftast bara algjört kjaftæði.

Kvæði:

Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/12/04 23:08

Hvar annars staðar en í bandarískum bíómyndum gengur söguhetjan inn á hálftóma krá í skuggalegu hverfi og þar inni situr glyðruleg kona einsömul með drykk og mælir söguhetjuna út með dreymnu og greddulegu augnaráði.

Í fjölmörgum eldri bíómyndum í sauðalitunum þá er svipað upp á teningnum nema hvað konan situr við píanó og syngur söguhetjunni ástarljóð í eyra og hún situr beint fyrir framan sviðið með djús í glasi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/04 23:33

Tinni mælti:

Hvar annars staðar en í bandarískum bíómyndum gengur söguhetjan inn á hálftóma krá í skuggalegu hverfi og þar inni situr glyðruleg kona einsömul með drykk og mælir söguhetjuna út með dreymnu og greddulegu augnaráði.

Í fjölmörgum eldri bíómyndum í sauðalitunum þá er svipað upp á teningnum nema hvað konan situr við píanó og syngur söguhetjunni ástarljóð í eyra og hún situr beint fyrir framan sviðið með djús í glasi.

‹Fer hjá sér› Þetta er víst ég. Nema að ég vil ekki meina að ég hafi verið glyðruleg eða með greddulegt augnaráð! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 12/12/04 23:58

Galdrameistarinn mælti:

Í bíómyndum vaknar konan alltaf ný máluð og hárið óaðfinnanlegt.

Afsakið? Í bíómyndum?
Við erum alltaf óaðfinnanlegar!!
‹Lítur í spegil›
Sko, það er alveg sama hvað klukkan er ég er alltaf nýgreidd og falleg!

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/12/04 00:40

Þurfa nornir nokkuð að sofa?‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 13/12/04 02:17

Í bíómyndum hafa menn stundum gerst dauðadrukknir í vonleysi sínu... en ef eitthvað verður til þess að þeir ákveða að taka sig á eða fá vonina aftur þá rennur af þeim á svipstundu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 13/12/04 02:40

Nornin mælti:

Galdrameistarinn mælti:

Í bíómyndum vaknar konan alltaf ný máluð og hárið óaðfinnanlegt.

Afsakið? Í bíómyndum?
Við erum alltaf óaðfinnanlegar!
‹Lítur í spegil›
Sko, það er alveg sama hvað klukkan er ég er alltaf nýgreidd og falleg!

‹Hóstar›
Já já þú um það.

John Dillinger. • Foringi Aftökusveitar Krumpu. • Fangelsisstjóri Baggalútíu. • Eigandi Sálar Nornarinnar. • Skriffinnur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 13/12/04 03:21

Ávallt þegar söguhetjan þarf nauðsynlega að flýja ljóta kallinn á bíl, stendur hann á sér og startar alls ekki.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 13/12/04 07:17

Þegar hetjan felur sig og vondi kallinn kemur með ræðu, oftar en ekki um hversu líkir þeir séu. Merkilega margar myndir enda svona.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 13/12/04 13:51

Þegar einhver þarf að hringja, er aldrei á tali!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 13:57

Jóakim Aðalönd mælti:

Þegar einhver þarf að hringja, er aldrei á tali!

Nema í hryllings/spennumyndum þegar einhver þarf nauðsynlega að hringja í neyðarlínuna eða e-ð.

Reyndar þá svarar yfirleitt bara ekki. Eða allt símasamband fer.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 13/12/04 14:03

Já, einmitt. Morðinginn hefur alltaf vit á að skera á símasnúruna.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 13/12/04 14:45

morðingi í húsinu, "best að hlaupa upp stigann bara - hann nær mér örugglega ekki þar!"

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/12/04 15:18

Hestia mælti:

Tinni mælti:

Hvar annars staðar en í bandarískum bíómyndum gengur söguhetjan inn á hálftóma krá í skuggalegu hverfi og þar inni situr glyðruleg kona einsömul með drykk og mælir söguhetjuna út með dreymnu og greddulegu augnaráði.

Í fjölmörgum eldri bíómyndum í sauðalitunum þá er svipað upp á teningnum nema hvað konan situr við píanó og syngur söguhetjunni ástarljóð í eyra og hún situr beint fyrir framan sviðið með djús í glasi.

‹Fer hjá sér› Þetta er víst ég. Nema að ég vil ekki meina að ég hafi verið glyðruleg eða með greddulegt augnaráð! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Þess má geta að hið glyðrulega og greddulega augnaráð er þess valdandi að kvenpersónan hefur karlpersónuna algjörlega á valdi sínu sem er ekki eins slæmt og það sýnist...

En hafið þið pælt í því að sérsveitir í kvikmyndum hlaðnar hátækniherbúnaði stökkva öllum óþokkum á flótta áður en yfir lýkur, en merkilegt hvað slíkur búnaður má sín lítils í raunverulegum hernaði eins og t.d. í Íraksstríðinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 16/12/04 21:17

Svo er það líka óhugnanlega oft sem vondi karlinn nær góða karlinum og kjaftar frá öllum áformum sínum af því að sá góði mun hvort eð er ekki sleppa. Svo sleppur alltaf hetjan. Af hverju hafa illmennin ekki vit á því að halda sér saman?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 16/12/04 22:09

Það er líka oft sem vondi kallinn skilur góða kallinn eftir einhvers staðar til að deyja, hægfara dauðdaga, í stað þess að skjóta viðkomandi á staðnum. Gott dæmi um þetta er Goldfinger.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
litlanorn 22/12/04 16:18

neinei. auðvitað ekki. svefn er lífsnautn, og þess vegna geri ég það stundum. í þeim tilgangi einum auðvitað að vakna aftur með hárið óðafinnanlegt og málninguna á sínum stað

        1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: