— GESTAPÓ —
B-myndaleikarar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/12/04 00:49

Mig hefur alltaf dreymt um að finna hinn últímeit B-myndaleikara. Hverjir eru það sem leika sí og æ í lélegum kvikmyndum, hverjir skara fram úr í lélegum kvikmyndaleik?
Mér dettur einungis tveir í hug og vil ég biðja ykkur um að nefna þá sem ykkur finnst skara fram úr.
Mínir uppáhalds-B-myndaleikarar eru:
-Tom Berenger og
- Eric Roberts...

Þeir eru í öllum lélegum bíómyndum sem RÚV og Stöð 2 detturí hug að sýna... hverjir aðrir eru í þeim flokki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/12/04 01:02

Steven Seigal hefur nú aldrei þótt...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 4/12/04 05:37

Ég held að Chuck Norris hafi aldrei leikið í neinu sem kemst nálægt því að vera gæðamynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 4/12/04 10:37

Baldwin systkinin öll eru nú venjulega ekki stödd í miklum listamyndum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 4/12/04 18:01

Sbr. Stephen Baldwin í fallhlífastökksmyndinni á RÚV í gær.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 4/12/04 19:23

Ég held að það séu bara Baldwin bræður, ég veit amk ekki um neinar systur. Annars hefur mér alltaf fundist Alec frekar góður leikari og hann hefur leikið í mörgum gæðamyndum. Sama er ekki hægt að segja um bræður hans þrjá þótt Stephen hafi átt góða spretti í The Usual Suspects.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 4/12/04 19:23

Mark Dacascos er magnaður, þá sérstaklega í myndinni Drive...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/12/04 01:47

Svo maður tali nú ekki um Michael Keaton sem Batman, guð minn góður hvað hann eyðilagði einhverja goðsagnakenndustu hetju teiknimyndabókmenntanna. Ég hlakka reyndar til að sjá Christan Bale fara með hlutverkið með íslenska náttúru í baksýn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 5/12/04 05:10

Mikið er ég ósammala þér með Michael Keaton. Hreint út sagt frábær leikari sem því miður hefur fengið allt of lítið að gera undanfarin ár. Vonandi fer að koma comeback frá honum á næstunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 5/12/04 18:14

Eric Roberts er persónugervingur B-myndanna. Samt er hann ekkert slæmur leikari. Svona eru örlögin skrítin.

Annars ein alskemmtilegasti leikari sem ég hef séð Jonathan Drake, fullorðinsmyndaleikari. Snilld hans fer þó framhjá okkur Íslendingum, þökk sé forræðishyggju löggjafans.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 5/12/04 21:32

Á eigi Jean-Claude Van Damme heima á lista þessum ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gospabbi 6/12/04 11:19

Treat Williams hefur alltaf verið (ásamt meistara Eric Roberts) holdgerfingur B-myndanna. Hann er svo yndislega úrkynjaður leikari að þegar Tom Berenger neitaði að leika framhald af viðbjóðsmyndinni The Substitude greip Williams gæsina og lék, ekki í einni, ekki í tveimur heldur þremur framhaldsmyndum um forfallakennarann geðþekka. Ég mæli sérstaklega með The Substitude: Failure Is Not an Option.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/12/04 11:56

B-myndakóngarnir Bud Spencer og Terence Hill, ekki gleyma þeim.

Hinn ótrúlega misheppnaði David Caruso kemur líka upp í hugann, en eftir að hafa vakið athygli í einhverjum lögguþáttum fékk hann þá glóru í höfuðið að hann gæti orðið bíómyndastjarna. Síðan lék hann í hverju vídeómyndaruslinu á fætur öðru í ca. 10 ár þangað til hann loksins gafst upp og hoppaði í öryggi sjónvarpsþáttanna. Sá einhverja ömurlega b-mynd með honum um daginn. Hann átti að vera kúl glæpon en leit frekar út fyrir að vera lélegur leikari á botni ferilsins.

Ég vil líka minna á klassíska B-myndaleikara en það eru Michael Madsen og Tom Sizemore. Þeir hafa af og til hoppað upp í A-myndir, en aldrei í aðalhlutverki.

David Carradine hlýtur að vera með þeim afkastamestu og rosalegustu. Ruslahaugurinn sem hann hefur skilið eftir sig er stórglæsilegur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 7/12/04 13:38

Bruce Campbell Er sá besti... sá laaaangbesti!

http://www.imdb.com/name/nm0132257/

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/12/04 14:33

Hakuchi mælti:

Ég vil líka minna á klassíska B-myndaleikara en það eru Michael Madsen og Tom Sizemore. Þeir hafa af og til hoppað upp í A-myndir, en aldrei í aðalhlutverki.

Madsen og Sizemore eru einfaldlega geggjaðir skapgerðarleikarar (character actors) sem einhvernveginn þykja ekki ákjósanlegir sem aðaleikarar og ég blæs á þá staðreynd að þeir séu b-myndaleikarar.

Dæmi um skemmtilega skapgerðarleikara eru t.d. Emmet Walsh(pervert) , JT Walsh (redneck ilmenni), James Rebhorn(föðurímynd), Clifton James (slefandi redneck), Norman Fell (þreytulegur lögregluforingi) og Robert Morley (hástéttarmaður viktoríutímans)

Maður gæti haldið endalaust áfram...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 7/12/04 18:25

Bruce Campbell er holdgervingur B-myndanna. Þvílík B-stjarna!

Don "the dragon" Wilson, Patrick Swayze, Jane Seymor, Kurtwood Smith (Red Forman úr 70's show) og já hinn hræðilega leiðinlegi David Caruso sem taldi sig of stóran fyrir NYPD Blue, lék í nokkrum floppum og fékk síðan ekki aftur inn í NYPD. Þetta eru allt hinar ágætustu B-stjörnur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/12/04 19:21

Tinni mælti:

Hakuchi mælti:

Ég vil líka minna á klassíska B-myndaleikara en það eru Michael Madsen og Tom Sizemore. Þeir hafa af og til hoppað upp í A-myndir, en aldrei í aðalhlutverki.

Madsen og Sizemore eru einfaldlega geggjaðir skapgerðarleikarar (character actors) sem einhvernveginn þykja ekki ákjósanlegir sem aðaleikarar og ég blæs á þá staðreynd að þeir séu b-myndaleikarar.

Vissulega eru þeir góðir leikarar og blómstra þegar þeir fá kjötmikil hlutverk, sem er allt of sjaldan. En B-myndaleikarar eru þeir svo sannarlega. Þá sjaldan sem þeir komast í A-myndahlutverk þá er það jú vissulega sem skapgerðarleikarar.
Dæmi um Madsen:
http://www.imdb.com/title/tt0116977/
http://www.imdb.com/title/tt0126928/
http://www.imdb.com/title/tt0119088/
http://www.imdb.com/title/tt0120247/
http://www.imdb.com/title/tt0138089/
http://www.imdb.com/title/tt0119856/
http://www.imdb.com/title/tt0158609/
http://www.imdb.com/title/tt0153012/
http://www.imdb.com/title/tt0239066/
http://www.imdb.com/title/tt0203835/
http://www.imdb.com/title/tt0141120/
http://www.imdb.com/title/tt0268548/
http://www.imdb.com/title/tt0260261/
http://www.imdb.com/title/tt0250485/
http://www.imdb.com/title/tt0107417/
http://www.imdb.com/title/tt0116977/
http://www.imdb.com/title/tt0126928/
http://www.imdb.com/title/tt0119088/
http://www.imdb.com/title/tt0120247/
http://www.imdb.com/title/tt0138089/
http://www.imdb.com/title/tt0119856/
http://www.imdb.com/title/tt0158609/
http://www.imdb.com/title/tt0153012/
http://www.imdb.com/title/tt0239066/
http://www.imdb.com/title/tt0203835/
http://www.imdb.com/title/tt0141120/
http://www.imdb.com/title/tt0268548/
http://www.imdb.com/title/tt0260261/
http://www.imdb.com/title/tt0250485/
http://www.imdb.com/title/tt0318176/[/url]

...osfrv osfrv osfrv. Madsen hefur sjálfur hreinlega viðurkennt það í nýlegu viðtali við Empire að hafa sokkið niður í B-myndaleikarastatus bæði út af lélegum ákvörðunum (fældi frá sér Tarantino m.a.) og því að hann hefur hreinlega fyrir fjölskyldu að sjá. Þó lítur blessunarlega út fyrir að hann sé að þróast út úr þessu hlutverki þar sem hann og Tarantínó eru orðnir kumpánar að nýju.

Sömu sögu má segja um Tom Sizemore þó hann hafi ekki verið nærri því eins duglegur að leika í B-myndarusli (sem getur verið gott rusl) þar sem hann hefur verið upptekinn við að berja konur og sniffa kókaínfjöll. Synd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/12/04 19:22

Mikill Hákon mælti:

Bruce Campbell Er sá besti... sá laaaangbesti!

http://www.imdb.com/name/nm0132257/

Auðvitað! Hann er langbestur. Án efa vanmetnasti og vannýttasti leikari í Hollywood. Það er glæpur að sjá hvað hann fær lítið að gera. Glæpur segi ég!

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: