— GESTAPÓ —
Klisjukenndir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/12/04 23:38

Já, þá er komið að því að hleypa af stokkunum þræði sem maður hefur gengið með í maganum í smá tíma. Reifaði reyndar hugmyndina fyrir Enter í útgáfupartýinu á Victor og mig minnir að hann hafi hvatt mig til þess að gera hana að veruleika, en það getur svosum vel verið að hann hafi ekki gert það.

En hvað um það! Sko! Hafið þið aldrei lent í þannig aðstæðum að þið vitið nákvæmlega hvað gerist næst í framvindu lífs ykkar, gjörsamlega ekkert kemur á óvart og rútínan er alger.

Einmitt! Þið eigið kollgátuna! Velkomin í unaðsheim Klisjunnar þar sem allt kemur kunnuglega fyrir sjónir og heyrnir og þið hafið lent í þessum aðstæðum margisinnis áður...

Ég vil byrja á því að nefna eina elstu klisju sem ég man eftir og hún tengist því þegar tvær konur á miðjum aldri hittast í kjörbúðinni:

Önnur konan spyr: "Jæja, er alltaf verið að versla?"
Hin konan svarar: "já, já það má nú segja"

Hér ein klisja sem margisnnis hefur komið orðrétt í fyrstu fréttum á kosningadögum:

"Formenn stjórnmálaflokkanna tóku daginn snemma og voru mættir á kjörstað strax upp úr tíu"

Hér eru síðan nokkrar klisjur af djamminu:

"Nei, ég er að bíða eftir vinkonu minni"
"Heyrðu, var ég ekki vinna einhverntímann með þér....!
"Hvað segiði.... ?"

Hér geta örugglega ýmsir bætt fleiri klisjum í sarpinn og þá er bara að bíða og sjá...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 4/12/04 00:13

Hvað eru klisjukenndir? Kenndir þær sem við finnnum þegar við heyrum eða verðum vitni að klisjum? Eða eru þetta kenndir sem eru orðnar að klisjum, eins og t.d. ást við fyrstu sýn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/12/04 00:21

Nákvæmlega eða allt að því! Klisjur eru oftast þessar setningar sem við höfum heyrt milljón sinnum áður. Þessi þráður er einfaldlega ætlaður til þess að gefa klisjunum sjálfstætt líf og minna okkur enn frekar á hvað sumar setningar sem við segjum eru innantómar:

"Já, það má nú segja"
"Já, það held ég nú"
"Það er það"
"Já það er margt í mörgu"
"Að hugsa sér!"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Það var "Og"
-EN-
það er nú "Það"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 4/12/04 18:58

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Það var "Og"
-EN-
það er nú "Það"

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við. Fær heiftarlegt flashbakk úr stríðinu og kastar sér öskrandi bak við sófa.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 4/12/04 19:11

"bara fínt"

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/12/04 19:12

"Alltaf í boltanum?"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 4/12/04 19:12

Af djamminu:

"ég er reyndar að bíða eftir kærastanum mín"
og
"varst þú ekki að ljúka við að kyssa vinkonu mína?"

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/12/04 19:15

Af djamminu líka:

"Nei takk, ég er ekki gefin fyrir karlpeninginn."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 4/12/04 19:21

Af djamminu(enn of aftur):

"Ertu ein(n)"

"Áttu eld"

"Má bjóða þér í glas"

"Bleeeeeeeeeeessaður"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 4/12/04 19:30

Úr heimilislífinu:

"Ég drep þig!"

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lágkon hamstur 4/12/04 20:33

"Jæja"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 4/12/04 21:52

Úr skólanum
"Jæja krakkar heimavinnan á morgun er"

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/12/04 01:54

"Næst þegar ég sé þig þá drep ég þig"

"O 74, O 74, nú fer örugglega einhver að fara að fá bingó!"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 6/12/04 00:52

"Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda úti sem og Gabríel." Hver kannast ekki við þetta?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 01:09

Klisjur úr pólitík:

"Svona framkoma er gjörsamlega forkastanleg...!"

"Hvern á draga til ábyrgðar fyrir svona framkomu?"

"Nú, hæstvirtur þriðji þingmaður sunnlendinga fór mikinn hér í ræðustól áðan.."

"Sex milljarðar...sex milljarðar og í hvað fóru þeir?"

"Og verður gengið til atkvæða"

Úr áramótaræðum:

"Við erum fáir og smáir"

"Stöðugleikinn í efnahagslífinu hefur leitt til mikilla framfara á öllum sviðum...‹Yeah right!›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/12/04 01:10

Þú gleymdir aðalklisjunni:

"Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um þetta á þessu stigi málsins."

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 01:15

"Því miður þá er það ekki hægt að svo stöddu"

"Ég geri ráð fyrir því" ‹Vætir varirnar›

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: