— GESTAPÓ —
Bókmenntir og listir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 8/12/04 17:43

Höfuðóvinurinn var Guli Skugginn, afar vondur asískur kall... annars man ég ekki meir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 8/12/04 18:12

Moran er franskur, Henri Vernes skrifaði um hann og Bill Ballantine var skoskur. Höfuðóvinurinn var Guli Skugginn, eins og þegar er komið fram.

Hér er sígild lýsing á kappanum:

„...sat Bob Moran í djúpum hægindastól með svörtu leðuráklæði, sem var orðinn allslitinn heima í íbúð sinni í Voltairsgötu í París. Hann var klæddur gömlum röndóttum flauelsbrókum, sjómannapeysu upplitaðri og ólögulegum Indíánaskóm úr ósútuðu leðri. Á svipmiklu sólbrenndu andlitinu, vöxnu nokkurra daga skeggi, hvíldi alger ró, en augun hafði hann ekki af gamalli skruddu, bundinni í gljáandi kálfsskinn og var að stauta sig fram úr fornum rúnum.“

- Maðurinn með Gulltennurnar, þýðing Magnúsar Jochumssonar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 8/12/04 18:17

En hvað var Virgill litli vanur að fá sér í morgunmat?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/12/04 15:32

Enter minn, þetta var ekki fallega gert, ég hef bara ekki hugmynd um hver var uppistaðan í þessum morgunmat, vona þó að hann hafi verið hollur og góður, en þar sem ekkert svar hefur borist frá þér og allt útlit fyrir að bókmenntir og listir bara leggist af á lútnum, verður að grípa hér í taumana. Ný spurning

Hvaða málverk túlkar skelfingu betur en flest önnur, hver málaði það.

Það skemmtilega við þessa spurningu er að fleiri en eitt rétt svar getur verið um að ræða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 18/12/04 15:46

Ópið eftir Munch og svo eru sum verk Van Gogh allskelfileg, td krákur á kornakri, þar skín geðveikin í gegn.

Einnig er Guernica eftir Picasso magnað verk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/12/04 16:48

Mikið er ég sammála þér með ópið, fékk linnulaust martraðir yfir þeirri listsköpun, en gaman væri að heyra álit fleiri, og sjálfsagt er að Sverfill varpi fram spurningu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 18/12/04 18:40

Enter mælti:

En hvað var Virgill litli vanur að fá sér í morgunmat?

Heyrðu, fékk hann sér ekki barasta gos í morgenmad? Mig minnir allavega að í þeirri bók hafi verið drukknar mjög margar gosflöskur...

Varðandi tjáningu skelfingar o.þ.h. í myndlist, þá dettur mér í hug málverk sem heitir aðégheld Fórn Abrahams eftir manekkihvern. Held reyndar að fleiri en einn málari hafi spreytt sig á því myndefni.

Nú bíðum við bara rólegir eftir Sverflinum, já & Enter líka...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 19/12/04 18:45

Man ekki eftir að hafa barið þessa snilld augum hr.Natan. En herrar mínir og fögur fljóð við þetta má ekki sitja, hér verður að vera líf og fjör í tuskunum. Spurning um spurningar og svo meira af þeim.

Hvaða nútíma listamaður íslenskur málaði seríu sem að hann kallaði"Mæðrasynir" og var tileinkuð þeim sem hafa verðið aldir upp af móður sinni án föðurs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 29/12/04 23:36

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Heyrðu, fékk hann sér ekki barasta gos í morgenmad?

Jújú. Appelsín reyndar. Svo svaf hann alltaf í öllum fötunum, nema þegar rigndi - þá fór hann úr skónum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 29/12/04 23:45

O.K.
En ég er engu nær varðandi mæðrasynina mætu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/12/04 17:11

Höfundur og málari Mæðrasona er hann Ari Alexsander. ættaður af túndrum Síberíu, menntaði sig í Frakklandi París, hefur meðal annars staðið að heimildarmynd sem gerð var um ERRÓ.

Hvaða spænsk ættaða íslenska lista og atorkukona, er nú flutt til Frakkland og hefur stofnað þar kvikmyndafyrirtæki.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/12/04 19:46

Samper eitthvað systir hans Balta?

‹Samper fi›

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/12/04 20:31

Mireya Samper Voffinn má spyrja næst

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/12/04 21:13

‹öfundar Voff›

        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: