— GESTAPÓ —
Vamm-umræða: Getur fólk ekki hugsað sjálfstætt?
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Arctan Artois 3/12/04 10:20

Er þetta ekki akkúrat sú athygli sem Freysi vill ‹klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/12/04 10:26

Það minnkar kannski gorgeirinn í Freysa þessum þegar hann þarf að hlaupa grenjandi í skjól inn í bókaverslun eins og Jón Gnarr þurfti að gera hér fyrr á tíð. Ill er að egna óbilgjarnan, en enn verr að grína í geðsjúkum.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 3/12/04 10:34

Voru þau ekki sjálf með viðtal við geðsjúkling daginn áður? ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/12/04 10:36

Kristallur Von Strandir mælti:

Voru þau ekki sjálf með viðtal við geðsjúkling daginn áður? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Góður punktur....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 3/12/04 22:34

Golíat mælti:

Muss S. Sein mælti:

Ég er að horfa á Andra AKA „Freysa“ standa fyrir máli sínu gagnvart einhverjum hafnfirskum æskulýðsfulltrúa. Kastljós endursýnt: http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2004-12-02&file=4154511

Get ekki sagt annað en að það sé hr. æskulýður sem lætur vitleysuna vella upp úr sér meðan að Andri stendur prýðilega fyrir máli sínu.

Viva la Shock Jock!

Hvaða endemis bull er þetta Muss, hvað ertu gamall? Ég sá kastljósþáttinn og vissi ekki hvort ég ætti að vorkenna strákbjálfanum eða ekki. En aumkunnarverður var hann. Hann játaði ma að hafa gert at í andlega vanheilum manni, en það var allt í lagi af því að viðkomandi hafði hringt í þáttinn til hans. Annars var eins og stráknum hefði aldrei dottið í hug að hann bæri einhverja ábyrgð á þættinum eða karakternum "Freysa".

Ég sé ekki hvaða máli aldur minn skiptir. Þessi félagsspíra úr Hafnarfirðinum sagði ekki heila setningu að viti allan þáttinn (þ.e. þar til þessi helvítis drasl vefútsending RÚV dó) á meðan Andri kom nokkuð vel fram. Reyndar þurfti hann ekki mikið að hafa fyrir þessu þar sem spíran var upptekin við að bulla.

Hvað á að gera í þessu máli? Setja amerísk útvarpslög? Hvað vakir fyrir æskuliðanum úr Hafnarfirði veit ég ekki, en ég sé ekki að það sé vandamál á ferð hér.

Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: