— GESTAPÓ —
Að gefnu tilefni og leiðbeiningar til nýliða
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/12/04 19:15

Allt slúður og umræður um það sem efst er á baugi hverju sinni á heima hér.
Ef ég hef lokað einhverjum þráðum sem ykkur finnst vert að opna aftur, þá sendið mér einkaskilaboð. Sumum þráðum hefur verið lokað og hótað að eyða, ef ykkur finnst það miður, sendið mér líka einkaskilaboð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/12/04 17:25

En mér er spurn, hver hefur hent þráðum hérna í dag, ef Enter hefur ekki verið hér, því ekki gerði ég það...

[Ég leit hér við með fægiskóflu um hádegisbilið. - ETR]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 4/12/04 18:38

‹Röltir um með moppinn› Þatta er nú ekki merkilegur þrifnaður hjá Enter.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/12/04 18:46

Ahhh, margar hendur vinna létt verk... ‹slakar á og sér hvað Vamban fer hamförum um þræðina›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 14/1/05 13:53

Það er oft erfitt fyrir nýliða að feta sig um á hálli braut Gestapó, flestir nýliðar taka sig þó til og lesa og læra áður en þeir mæta af fullum krafti...
Fyrir þá sem vantar upplýsingar um Gestapó í hvelli, þá getur verið gott að hafa í huga eftirfarandi:

1- Stafsetning og málfar skiptir miklu máli, vanda sig.
2- Passa sig á að hafa í heiðri almennar umgengisreglur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, orðlýti og níð ber að varast.
3- Gott er að kynna sig í upphafi, menn fá yfirleitt góðar móttökur hérna, sérstaklega ef menn hafa í heiðri ofangreind atriði.
4- Félagsrit skulu vera vönduð og vel hugsuð, léleg félagsrit fara illa með mannorðið, sjaldan skal nota orð annarra í félagsriti nema geta heimilda.
5- Gott er að nota skilaboðin ef nýliði er í vafa um eitthvað, flestir Heimavarnaliðar taka því vel ef leitað er til þeirra.
6- Gott er að spá aðeins í það hvar nýir þræðir eiga að birtast, kveðskapur á t.d. hvergi heima nema í kveðskapnum, frumsamið helst ekkert annað.
7- Fyrst ég er að tala um kveðskap, þá má benda á www.rimur.is í sambandi við reglur um kveðskap.
8- Aðalatriðið er þó að hafa gaman af því að vera hér, anda rólega ef einhver pirrar þig og sleppa þá bara að svara því, því hér er nóg af þráðum til að svara.
9- Já, ekki má gleyma að tvípunktar og svigi lokast og annað slíkt er illa séð hér, sem dæmi :)
Þá er það upptalið í bili.

Viðauki 1:

SlipknotFan13 mælti:

Það mætti bæta við nýliðaábendingarnar að halda skyldi greinarmerkjafjöld í lágmarki. ,,Fleiri upphrópunarmerki en eitt gera ekki neitt" sagði faðir minn alltaf.

Rétt hjá þér SlipknotFan13!!!!!

Hexia de Trix mælti:

Mér finnst alltaf vanta útskýringar fyrir nýliðana um hvernig þræðir eru merktir. Þá á ég við að rauði punkturinn þýðir ólesið, svarti þýðir lokað og svo framvegis - ég er t.d. enn ekki búin að leysa ráðgátuna um gulu punktana. ‹klórar sér í höfðinu›

Já, einmitt Hexia mín:
a) rauður punktur - ólesið
b) gulur punktur - vinsælt efni
c) blár punktur - tilkynning
d) grænn punktur - límdur þráður
e) svartur punktur - lokaður þráður

Viðauki 2:
Regla: Þegar verið er að vitna í skrif annarra, er bannað að breyta eða falsa þau skrif, þ.e. leggja mönnum orð í munn.
Leiðbeining: Einnig er ekki mælt með því að breyta eigin skrifum eftir á, sérstaklega ef mörg svör hafa komið á eftir sem krefjast þess að samhengið verði að haldast.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/3/05 21:24

Reglur Gestapó um hu**.is :
1) Alldrei, undir nokkrum kringumstæðum skal vitnað í vefrit sem byrjar á hu og endar á .is
2) Alldrei skal taka sér málfar þess vefrits sér til fyrirmyndar.
3) Alldrei og ég segi alldrei, skal víkja frá reglu 1 og 2.
4) Alldrei skal hugsandi maður/kona...manneskja... fara á ofarnefnt vefrit.
5) Alldrei nokkurntíman skal víkja frá reglu 4 eða 3
6) Alldrei skal efast um að þessar reglur gildi hér á Gestapó
7) Regla 7 segir: „Allar reglurnar hér að ofan eru rangar“
8) Regla 8 segir: „Regla 7 fer með fleipur“
9) Allar reglur hér að ofan segja sannleikann eins og Gestapó vill hafa það, nema regla 7.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 16:18

Þar sem ég er alltaf að predika um Gestapó og stundum í félagsritum þá datt mér í hug að benda á nokkur félagsrit sem ég hef skrifað og vísa í hvernig Gestapó virkar og hvernig við gömlu karlarnir sjáum það fyrir okkur, vil ég biðja þá sem hafa aðrar hugmyndir eða tengla yfir í góð félagsrit sem fjalla um svipuð málefni að senda mér Einkaskilaboð, þetta er jú allt gert til að nýjir Gestapóar fatti hvernig griðarstaður okkar virkar...

Um Friðargæsluliða, spjallsvæðin, þræði,
kveðskap, Draumur,
Áramótaheit,
Sagan I, Sagan II, Félagsrit 1,
Félagsrit 2 og lélegt félagsrit

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 5/4/05 16:23

Hvað ert þú að laumupúkast hér? Eins gott að maður hefur lyklavöld.

Ja...já og þú líka auðvitað. ‹Forðar sér›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 16:28

Allir sem koma hér fá í glas... ‹drífur sig að loka þræðinum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/05 16:33

Það þarf kannske ekki að minnast á það en þessi hegðun okkar að opna og loka þræði bara fyrir okkur er dæmalaust dónaleg... Skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/4/05 10:58

Hér má sjá hverjir eru/voru Friðargæsluliðar... ef einhverjum er misboðið vegna skrifa hér á Gestapóa þá má leita til þeirra... einnig til að fá upplýsingar um ýmislegt annað (brugg og skonsu-uppskriftir og annað sem skiptir máli)...

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: