— GESTAPÓ —
Kjötfarsútsala
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 30/11/04 13:48

Mikið var ég glaður að sjá að nú er hægt að gera magninnkaup af kjötfarsi á 200 nýkr./kg. Því dettur mér í hug að spyrja, svona á jólaföstunni:
Hvað er gott og gómsætt hægt að búa til úr svona miklu og góðu kjötfarsi?

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 30/11/04 13:50

Sting upp á illa sviknum héra.....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 30/11/04 14:08

Hvað með afturhaldskommatittsstöppu?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/11/04 14:21

Eitt af því sem hún amma mín sáluga eldaði handa mér í barnæsku var einhverskonar kjötfarsbrauð, en eins og nafnið gefur til kynna þá er kjötfarsinu einfaldlega smurt á brauðsneiðarnar og þær smjörsteiktar líkt og hakkabollur.

Þetta bragðast betur en KEA Saxbauti úr dós og tilvalið að bera þetta fram með laukfeiti, rauðkáli og baunum ásamt brúnni sósu og nýuupteknum katöflum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 30/11/04 16:45

Jahá. Sjálfum dettur mér í hug einhverskonar seytt farsbrauð, t.d. mætti blanda það rúgi og grafa við hver.
Einnig hefur mig lengi langað til að fullkomna svokallaðan farsgraut, (fi: Lihapuuru) eða farssúpu. Meginvandamálið er að standa þannig að eldamennsku að farsið hlaupi ekki eins venja er, heldur myndi hæfilega þykkan jafning, e.t.v. með haframjöli og rúsínum.
Að lokum bendi ég á að fars rímar við mars, enda er þetta afar karlmannlegur matur.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/04 17:01

Yfir þetta Farsbrauð hef ég heyrt nafnið Rónabrauð, sérlega ljúft í kvöldmat á Sunnudögum...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/11/04 18:46

Éttu það bara hrátt.

Ertu annars ekki að gleyma kjötbollum?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Traustur 30/11/04 18:49

Kjötbollurnar klikka seint, ef þú reddar þér þeim og brúnni sósu og etv kartöflum, þá ertu í góðum málum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/11/04 19:03

Kjötfarsútsala? Það er skiljanlegt eftir rollubrunann fyrir nokkrum vikum. Verði ykkur að góðu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/11/04 19:30

Eitt kg. kjötfars, eitt hvítkáls höfuð, fullt jarðeplum, smjörvi, vatn

sjóða jarðeplin
setja 3/4 af hvítkáli í stóran pott, fullum af vatni, leyfa suðunni að koma upp og malla í nokkrar mínútur, stinga út úr kjötfarsinu bollur, stærð eftir smekk láta malla smá.

Svo er það stóra leyndarmálið, slatti af smjörva í skrattakollu (lítinn pott), skera hvítkálið sem er eftir í strima henda í skrattakolluna og láta brúnast við mikin hita,

Borið fram: Diskur, hvítkál í botninn, kjötbollur og jarðepli ofaná, og síðan brúnaða hvítkálið ofaná allt saman UMMMMMMMMMM nammi nammm þetta getur ekki klikkað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 16/12/04 13:31

Hér er uppskrift sem ég nota oft í þynnkunni.

Kjötfarsið er steikt uppúr mjög miklu smjörlíki. (Alls ekki olíu, það kemur algjörlega rangt bragð með þeirri aðferð.) Farsið skal steikt þannig að úr verði nokkurskonar hakk/kögglar. Bara smella öllu í einu á pönnuna og þjösnast á því með spaðanum þar til æskilegum klessum er náð.
Spagettí er soðið vel og lengi í pott, í þann pott er ráð að setja slatta af olíu.
Þessu tvennu er svo blandað saman í pott/skál og bombað heljarinnar helling af tómatssósu yfir og hrært. Ótrúlega einfallt, ótrúlega gott.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 16/12/04 13:32

Hljómar vel. Ekta þynnkubras. Hafðu þökk fyrir að deila þessu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: