— GESTAPÓ —
Mjög framandi líf/geimverur
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/11/04 00:29

Á flakki voru um tækniundur það er veraldarvefur nefnist rákumst vér nýlega á þetta:

http://www.spaceref.com/news/viewpr.html?pid=15568

Þetta er stórmerkilegt - í stuttu máli er þarna verið að halda því fram að líf geti hugsanlega þrifist við aðstæður sem eru gjörólíkar aðstæðum á jörðinni, þ.e. að eigi sé fljótandi vatn nauðsynlegt og að kuldi sé eigi fyrirstaða. Það hefur verið útbreidd skoðun að fljótandi vatn sé nauðsyn en það þýðir að hiti þarf að vera eigi mjög ósvipaður því sem vér eigum að venjast.

Því er þarna haldið fram að efni á borð við t.d. fljótandi metan eða etan geti komið í stað vatns en þessar lofttegundir verða fljótandi í miklum kulda (nálægt 200 stiga frosti). Þá sé líf einnig hugsanlegt við afar framandi aðstæður, t.d. í 'gasrisum' ('gasrisar' eru hnettir með ekkert fast yfirborð, dæmi: Júpíter og Satúrnus).

Þá geti kísill e.t.v. komið í stað kolefnis sem helsta 'byggingarefni' lífs.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 28/11/04 14:06

Þetta er áhugaverð pæling, í fróðleiksleit minni hef ég svosum rekist á greinar um lífverur sem ekki fylgja grunnskilyrðum sem við venjulega teljum rökrétt. Svokölluð "Silíkón based lifeform" eru mjög gjarnan nefnd í þessu samhengi, hugsanlega vegna hugmyndaskorts kenningasmiða. Í ljósi þess að í flestum tilfellum er rætt um fremur óáhugaverðar lífverur, vil ég endilega varpa fram kenningunni um "Ákavít based lifeforms" og biðja menn nú um að þróa kenninguna frekar. Ég vil meina að umræddar líverur búi í flöskum. ‹Ljómar upp›

Júlíus prófeti • Félagsmálaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 1/12/04 11:30

Það gæti eitt og sér útskýrt vafasöm áhrif ákavítis - enda er alkóhól eins og menn vita með öllu skaðlaust.

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/12/04 10:25

Það er orðið ansi langt síðan ég lærði líffræðina í menntó. En ef ég man rétt þá eiga öll dýr það sameiginlegt að framkvæma bruna með aðstoð súrefnis. Bruninn er ákveðið ferli þar sem efni og efnasambönd breytast þannig að inn fer andrúmsloft með súrefni en það sem út kemur með útöndun hefur hækkað magn koltvísýrings. Gróður er ekki eins háður súrefni, en þar er það koltvísýringur sem kemur að orkuferlinum og út kemur súrefni [leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér]. Brunaferlið hlýtur því alltaf að kalla á ákveðnar forsendur sem þurfa að vera til staðar. Bruni sem styddist ekki við súrefni er því ekki líklegur til að vera hjá dýri.

Svo er það spurning um vatnsuppbyggingu lífvera. Af hverju eru menn og skepnur að svona miklu leyti vatn? Gróður er einnig að þó nokkrum hluta vatn. Vatn er þægileg leið til að flytja efni í brennslu (dæmi: blóð flytur súrefni til vöðva og heila) og flytur jafnframt efni til uppbyggingar (dæmi: próteinsameindir til uppbyggingar vöðvaþráða). auðvitað væri hægt að hugsa sér annan flutningsmáta en það væri hvorki jafnhraðvirkt né afkastamikið.

Annars er þetta svo sem ekki á mínu fræðasvioði þótt þetta sé mjög áhugavert

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 8/12/04 17:39

Mér líst vel á kísillífverur, en mig rámar í að hafa heyrt um slíkt áður. Eru ekki þegar fundnar lífverur sem byggjast einvörðungu upp á kísli?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 8/12/04 17:50

SlipknotFan13 mælti:

Eru ekki þegar fundnar lífverur sem byggjast einvörðungu upp á kísli?

Kísli Marteinn?

‹Svelgist á af eigin fyndni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/12/04 00:28

SlipknotFan13 mælti:

Mér líst vel á kísillífverur, en mig rámar í að hafa heyrt um slíkt áður. Eru ekki þegar fundnar lífverur sem byggjast einvörðungu upp á kísli?

Nei. Allar þekktar lífverur hafa kolefnissambönd sem grunn.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/12/04 15:10

Mér finnst þetta mjög rökrétt.
Við sem lífverur höfum auðvitað aðlagað okkur að því sem við höfum hér á þessari plánetu. Súrefni er okkur t.d öllum lífsnauðsynlegt sem og vatn.
En ef það hefur kviknað líf einhverstaðar annarstaðar hefur það auðvitað þróast út frá þeim kjörum sem viðkomandi pláneta hefur.

Þar að auki finnst mér afar ólíklegt að jörðin sé eina plánetan af óendanlegum fjölda sem hefur þróað með sér líf.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Ásgeir Valur Sigurðsson 24/5/06 17:57

Halló,

Stutt orðsending

Á ég að segja ykkur hvað mér finnst orðið um allt þetta geimverumál? Ég held að geimverurnar viti ekki að þær séu kallaðar geimverur hérna á Jörðinni og að geimförin sem þær bjuggu til eða stálu eða whatever séu kölluð FFH. Ef geimverurnar vita ekki að þær séu kallaðar geimverur útskýrir það af hverju þær hafa ekki ennþá náð sambandi við okkur Jarðarbúa. Eflaust var ekki til neitt í tungumáli þeirra sem hét ´geimvera´eða ´framandi´eða jafnvel Baggalútur,
M.ö.o. þær eru í svipuðum sporum og Vinstri Grænir eru í dag - alltaf verið að gera of miklar kröfur til þeirra, og í jafn mikillri tilvistarkreppu.

kær kveðja,

Ásgeir,

matrixs@mi.is

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/5/06 23:01

Gæti verið að þær myndu vilja láta kalla sig gnúppa eða sæddingúa?

» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: