— GESTAPÓ —
Jæja, hvað næst?
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 24/11/04 13:02

Þingeyingar vilja flytja út heitt vatn
Útflutningur á heitu vatni úr Norður-Þingeyjarsýslu gæti orðið að veruleika ef marka má hugmyndir starfshóps sem stofnaður hefur verið um fjölnýtingu á heitu vatni í Öxarfjarðar- og Kelduneshreppi.

Að starfshópnum standa, auk sveitarfélaganna í N-Þingeyjarsýslu, Háskólinn á Akureyri, verkfræðistofan Útrás, danskt fyrirtæki og Frumkvöðlasetur Norðurlands. Að sögn Elvars Árna Lund, sveitarstjóra Öxarfjarðarhrepps, er málið á skoðunarstigi en vonir standa til að hægt sé að flytja allt að 200.000 tonn á viku með risatankskipum til annarra Evrópulanda.

Þetta er að finna á vef RÚV. Verða skipin þá ekki einangruð með steinull frá Sauðárkróki og knúin vetni frá Hjálmari?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 24/11/04 13:06

Þetta er ljóta ruglið. Af hverju flytja þeir bara ekki út þrýstiloft, það er nóg af því í þingeyingum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/11/04 14:13

Eigum ekki bara að flytja út landsbygðina?

‹Leggst í varnarstellingu›

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/11/04 14:37

Er vatnsberinn laus úr fangelsi, hann hlýtur að geta hjálpað þeim í þessari nýsköpun.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/11/04 16:56

Örvæntingin knýr að dyrum hjá Þingeyingum og þetta er það sem þeim dettur í hug?

Almáttugur. Hvað ætli þessi gloría muni kosta skattborgara þessa lands marga milljarða þangað til fyrirtækið fer á hausinn?

Þeir gætu allt eins sótt um styrki frá byggðastofnun til að hefja þróun á geimferðaráætlun Norður Þingeyinga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 24/11/04 16:57

Ætla þeir að flytja þetta út í hitabrúsum eða?

‹Felur hitabrúsann sinn›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 24/11/04 16:59

Kristallur Von Strandir mælti:

Þetta er ljóta ruglið. Af hverju flytja þeir bara ekki út þrýstiloft, það er nóg af því í þingeyingum.

‹Skellihlær, hættir því svo snögglega þegar ætternið rifjast upp›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/11/04 17:04

Þetta er ógalið. Svo gætu Vestmannaeyjingar flutt út glóandi hraunkviku sem kemur upp þegar þeir grafa göngin til Íslands (því það kemur sko ekki til greina að fara að setja einhverja rándýra gangnabora þarna niður, þeir geta sko bara grafið þetta sjálfir ... og helst með handskóflum).

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/11/04 17:04

Svei oss (mér) þá, vér trúum því varla að þessi vitleysa sé sönn. Í hvaða falsmiðli birtist þetta eiginlega ? Það væri líklega gáfulegra að hefja útflutning á jöklaís til Grænlands en að reyna að framkvæma þessar hugmyndir...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 24/11/04 17:19

Það væri verðugt verkefni fyrir einhverja að hanna leiðslu á sjáfarbotninn til að flytja heita vatnið. Hún verður að geta flutt 200.000 tonn á viku og má vatnið ekki kólna nema um 10 gráður á leiðinni. Kanski væri hægt að vinna þetta í samvinnu við Norðmenn og leggja olíuleiðslu við hliðina, til að flytja olíu hingað, og vatnið til Noregs. Svo má líka hugsa sjer sjálfvirka olíu kyndiklefa og dælustöðvar á 100 km. millibili, til að viðhalda hitanum og þrístingnum. Dælustöðvarnar yrðu rafdrifnar, enda er ekkert vit í að gera þetta án þess að leggja rafmagnskapal í leiðinni.
Nú svo auðvitað þegar þetta er allt saman frágengið, væri þá ekki upplagt að byggja neðansjáfar borg. Með rafmagni og heitu vatni. Þar geta heimamenn framleitt Vetni fyrir fragtskipaflota heimsins, sem munu fljótlega nota norður siglinga leiðina fyrir austan land, sem stittir siglingar á milli Ameriku/Evrópu og Asíu um 2 til 3 vikur.
Það eina sem jeg sje sem eitthvert vandamál þarna eru samgöngur við neðansjávar samfjelagið. En lausnin á því er auðvitað að flytja Færeyinga þangað alla með tölu og einfaldlega sleppa samgöngumöguleikanum.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/11/04 17:34

Frábær hugmynd ! Byggjum nýja höfuðborg í Baggalútíu og höfum hana neðansjávar ‹Ljómar upp›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 24/11/04 19:12

Ég sá viðlíka frétt á einum falsmiðlinum nú í dag. Á sama miðli var fyrirsögnin "Ríkisstjórnin íhugar að banna glæpahópa". Ég held að þið ættuð ekki að leggja trúnað við svona bullukolla, við getum treyst Baggalút, förum ekki annað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 24/11/04 19:39

Herrar mínir, þetta er alls ekki svo galið.
Gerum ráð fyrir 90 gráðu vatni sem kólnar hverfandi á leiðinni, enda steinullin góð og vatnið í risatönkum með hlutfallslega litlu yfirborðsflatarmáli. Gerum enn fremur ráð fyrir húshitun sem þýðir að neðri hitamörk eru 20 gráður. DeltaTé upp á 70 gráður. Varmarýmd vatns, sem er með þvi mesta sem þekkist, er um 4100J/KKg. Fyrir 200.000 tonn er því um að ræða 5,7*10^13J. Steinkol gefa um 25GJ per tonn sé þeim brennt, og því samsvarar þetta um 2300 tonnum af kolum. fyrir 30$ per tonn er þetta um 70.000 dalir eða tæpar fimm miljónir króna. Þetta miðast við 100% nýtni kolanna. Sjálfsagt mætti selja farminn fyrir tíu.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 25/11/04 01:27

einhver nefndi geimferðaáætlun Norður-Þingeyinga. Mér líst betur á það, þa ðer eru alvöru stórhuga áætlanir í anda þess að selja norðurljósin og virkja gullfoss! Alvöru Íslenzkt!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 25/11/04 09:11

Geimferðaáætlun N-Þingeyjinga var hugmynd sem sett var fram á áttunda og fyrrihluta níunda áratugarins. Valinn hafði verið geimfari, Steingrímur Sigfússon frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, og undirbúningur að þjálfun hans hafinn. Eftir að hann var kosinn á þing töldu samsýslungar hans ekki sömu þörf og áður á að senda hann út í geim og var áætlunin því sett í salt.

‹Sýpur á kakó og les Tímann á netinu›

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: