— GESTAPÓ —
Hvaða geisladisk keyptir þú síðast?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/11/04 01:10

Eftir umræðuna um ólöglegt niðurhal af netinu datt mér í hug að stofna þennan þráð. Held að hann hafi ekki verið til áður. OK.

Ég keypti mér geisladiskinn „Fyrri líf“ í dag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 24/11/04 01:13

Ég held að ég hafi bara eingöngu keypt mér tvo geisladiska á þessari öld.

Sá fyrri var "Svigi opnast, svigi lokast" með Sigur Rós.

Sá síðari var Medúlla með Björk.

Báðir diskarnir eru framúrskarandi og standast engan samanburð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 24/11/04 01:19

Síðast keypti ég mér Lifeblood með Manic Street Preachers. Við fyrstu hlustun fannst mér hann ekki nógu góður og í raun slappasti diskur þeirra hingað til en það gæti breyst með meiri hlustun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 24/11/04 02:07

Síðast keypti ég mér Franz Ferdinand diskinn, keypti hann í fríhöfninni á leiðinni heim af Hróarskeldu.
Þeir voru mjög góðir á tónleikunum og þetta er mikill stuðdiskur að mínu mati.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/11/04 04:14

Síðast keypti ég búnt af tómum diskum til að skrifa á allskonar hluti. Hvernig það efni er fengið skiptir ekki máli, enda er ég búinn að greiða stefgjöldin hvort sem er, bæði af diskum og brennara.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/11/04 04:55

Galdrameistarinn mælti:

Síðast keypti ég búnt af tómum diskum til að skrifa á allskonar hluti. Hvernig það efni er fengið skiptir ekki máli, enda er ég búinn að greiða stefgjöldin hvort sem er, bæði af diskum og brennara.

Góður! ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 24/11/04 13:34

Franz Ferdinand og Master of Puppets keypti ég í fríhöfninni í sumar. Báðir framúrskarandi.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/11/04 13:38

Galdrameistarinn mælti:

Síðast keypti ég búnt af tómum diskum til að skrifa á allskonar hluti. Hvernig það efni er fengið skiptir ekki máli, enda er ég búinn að greiða stefgjöldin hvort sem er, bæði af diskum og brennara.

Vér keyptum síðast nokkuð af tómum DVD-diskum til að skrifa á ýmiskonar efni. Hvernig það efni varð til skiptir máli, það er nefnilega nær allt búið til af oss en samt þurftum vér að greiða Stefgjöld af diskunum er vér keyptum þá. Fáránlegt kerfi ‹Býr sig undir að 'innheimta' Stefgjöldin til baka›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 24/11/04 13:40

STEF er einfaldlega mafía.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 24/11/04 13:59

Keypti síðast Beatles/ 1967-1970.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 24/11/04 21:38

Síðasti diskur, sem ég keypti var Harvest Moon með Neil Young, 12 árum eftir að hann kom út. Ótrúlegt!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 24/11/04 21:57

Kings of Leon: Aha shake Heartbreak
er bara búnað renna einu sinni í gegnum hann mun alveg nenna að hlusta á hann aftur, fyrri diskurinn er, eins og allir vita, algjör snilld

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 25/11/04 02:15

Ég niðurhlaðaði aha shake heartbreak um daginn og hef hlustað nokkrum sinnum á hann. Mikil snilld og bara alveg jafn góður og sá fyrri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Davey 25/11/04 18:13

Það var Reise reise með Rammstein

- frábær diskur, þó það sé ekkert til að kippa sér upp við fyrst að þetta er nú Rammstein sem gerði hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/11/04 18:59

Hmmm...það er orðið nokkuð langt síðan ég keypti disk af skiljanlegum ástæðum þar sem hin illu tónlistarsölufyrirtæki okra á tónlist.

Ég keypti Elvis in Memphis. Dúndrandi góður diskur með ólgandi spilaglöðum Elvis, eins og hann hefði sloppið úr fangelsi eftir áralanga vist í andleysi Hollívúdds, slíkur er krafturin og sálin sem lögð er í þetta verk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 26/11/04 16:13

Ég er af þessari allt of sjaldgæfu tegund sem kaupir diska , keypti síðast nýja Quarashi diskinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/11/04 17:33

Kaupir þú diska já.

Þú hlýtur að vera moldrík.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/11/04 17:40

Nei ... ekki eftir að hafa keypt alla þessa diska. ‹Flissar›

     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: