— GESTAPÓ —
Sundabraut
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/11/04 23:22

Hvernig er það, hver er skoðun ykkar á hinni nýju Sundabraut sem verið er að spá í?
Hábrúin - magnað mannvirki sem getur orðið prýði höfuðborgarinnar, líkt og San fransisco brúin
Botngöng - fyrir moldvörpur er þola ekki ljósið
Eyjalausn - fyrir þá sem vilja fylla upp í víkina

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 22/11/04 23:24

Hábrú - allt of lítið af reisulegum mannvirkjum á Íslandi, sérstaklega Reykjavík. Við höfum þessa áráttu að byggja ekki upp í loftið og þess vegna gæti þetta orðið flott.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/11/04 23:31

Hábrú. Setur stíl á svæðið.
Ég hefði meira að segja viljað fá brú yfir Hvalfjörðinn... líkar ekki við þessa gangnamaníu okkar. við erum farin að líkjast norðmönnum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/11/04 23:38

Var að heyra í útvarpsfréttum að þetta svæði er allt að brenna til kaldra kola. Gleymum Sundabrautinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 23/11/04 00:24

Já, uþþþ...vegna reyklyktar er maður búin að loka öllum gluggum og maður býr bara í vesturbænum og ég bara spyr: Hvernig er ástandið þarna norðurfrá?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 23/11/04 01:20

Sundabrautin á að vera svona teleport hlið... þar sem menn keyra að svona gjaldskála og segja „Scottie, beam me up“ og þá eru menn komnir yfir á svipstundu.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 23/11/04 03:30

Hábrú. Allt annað er tóm tjara að tala um, enda verður það nokkuð víst að uppfyllingarstarfsemin verður það sem á endanum verður fyrir valinu hjá ráðamönnum, enda treysta þeir því að þeir sem koma til með að hanna og smíða mannvirkið sjeu jafn svikulir og heimskir og þeir sjálfir. Ég hélt að það hefði ekki farið fram hjá neinum.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leðurhomminn 23/11/04 11:08

Ívar Sívertsen mælti:

Sundabrautin á að vera svona teleport hlið... þar sem menn keyra að svona gjaldskála og segja „Scottie, beam me up“ og þá eru menn komnir yfir á svipstundu.

Star Trek er ekki til!

Reyndu að taka mig og þér mun takast.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 23/11/04 11:16

Ég er voða hræddur um að séríslenskru molbúaháttur taki völdin og ódýrasta leiðin verði valin, sú sem rétt sneiðir Geirsnefið.

Auðvitað á að fara yfir sem næst Kleppi svo leiðin niður í miðbæ sé sem greiðust. Mér er nokkuð sama hvort það verður brú eða göng, svo lengi sem stysta leið verður farin.

Finnst reyndar umhugsunarefni með hábrúnna að talið er að hún verði lokuð 50 daga á ári vegna veðurs.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 23/11/04 11:46

hlewagastiR mælti:

Kristallur tekur feil á dögum og klukkutímum.

Sláfur mæli með kláfi, það er ódýr og þjóðleg lausn og a.m.k. fljótlegri en að synda.

Ég skal játa það að ég er ekki alveg viss á þessu. Fannst ég hafa lesið þetta í gær. Ef 50 klukkustundor er að ræða, þá horfir málið öðruvísi við mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/11/04 12:22

Hábrúin væri sannarlega bæjarprýði, þó ég óttist að ódýrari lausnin verði ofan á.

Hins finnst mér að yfirvöld (þ.e. helvítis borgin) ættu að smygla mislægum gatnamótum á Kringlumýrar/Miklabraut fram fyrir þessa framkvæmd. Það liggur einhvern meginn meira á henni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 16:15

Sammála. Alveg skelfilegt fyrir okkur dreifarana að beygja inn í höllina okkar þegar við komum í bæinn. Gleymi alltaf helvítis önderpassinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 23/11/04 20:44

Ég legg til að samgönguráðuneyti Baggalúts fjárfesti í nokkrum risa þyrlum í verkið. Hver þyrla gæti tekið um 4 bíla í spotta neðan úr sér og sex stykki inn í belginn.
Þetta er auðvitað feykilega dýrt og óhenntugt, en þetta er nú eini sinni Baggalútur. Við framkvæmum með glans og flottheitum.
Annað er bara meðalmennska og ekki verðugt athygli okkar.

Legg til að fjárfest verði í um 20 svona þyrlum

Annars er hérna hlekkur fyrir hernaðarráðherrann okkar http://www.fas.org/

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/11/04 22:40

Væri um framkvæmd að ræða í Baggalútíu segðum vér að sjálfsögðu því stærra og dýrara því betra en öðru máli gegnir á Fróni. Vér sjáum einfaldlega alls enga kosti er réttlæta að eyða um 5 milljörðum eða jafnvel meira aukalega í hábrú. Hinsvegar sjáum vér fjölda ókosta. Brúin yrði sannkallað veðravíti, umferð hjólandi og gangandi vegfarenda erfið eða ómöguleg og svo á tilgangurinn með svona mannvirki að vera að greiða leið sem flestra en eigi að beina öllum niður í miðbæ. Breiðholtsbúar, Kópavogsbúar, Garðbæingar, Hafnfirðingar o.fl. sem eru að koma í bæinn utan af landi fara ekkert frekar niður í miðbæ heldur en heim til sín verði þarna hábrú og ef vér munum rétt lengir hún leiðina aðeins fyrir þá. Og sé einn tilgangur hábrúar að beina umferð niður í miðbæ sýnir það bara eitt: Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru alltof mörg því þetta kemur fleirum en Reykvíkingum við. Og hana nú !

PS Vanti eitthvað stórt og áberandi sem kennileiti væri gáfulegra að byggja einhversstaðar eina flotta 30 hæða byggingu í stað 2-4 15 hæða bygginga. Vér efumst um að það kostaði 5 milljarða umfram 2-4 15 hæða byggingar.

PS2 Svo er miklu meiri þörf á að gera eitthvað af viti við gatnamót Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar en nú er væntanlega kraftaverk ef eitthvað af viti gerist þar á þessum áratug (ef nokkurntíma).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 23/11/04 23:31

Þessi hugmynd stendur best undir nafni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/11/04 14:22

Ég tek undir með Doktornum, enda er hann mikið menntaður

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/11/04 16:45

Leðurhomminn mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

Sundabrautin á að vera svona teleport hlið... þar sem menn keyra að svona gjaldskála og segja „Scottie, beam me up“ og þá eru menn komnir yfir á svipstundu.

Star Trek er ekki til!

Batman er ekki til heldur ‹Sækir Súpermanbúninginn›

Annars þá væri best að hafa hábrú. Göng eru einhvernvegin alltof mikið í tísku núna.

Nema að borgarstýran láti upp mislæg gatnamót yfir sundin ‹vonar að svo verði því þá fara verkfræðingar að svitna›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/11/04 22:54

Við skulum steypa hágöng og nefna alla aðreinaflækjuna Hágöngumiðlun

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: