— GESTAPÓ —
Sannleikurinn um Ísland
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/11/04 22:00

Kíkti við í bókabúð í dag og rakst þar á bókmenntaverkið "Sannleikurinn um Ísland" og stuttu eftir að ég fór að glugga í bókina tók sig upp gamalt skítaglott sem fljótlega myndaðist í skært bros sem brátt breyttist í kæfandi fliss sem að lokum braust út óstöðvandi og djöfullegu hláturskasti og barasta varð að leggja skræðuna frá mér til þess að gerast ekki sekur um brot á lögreglusamþykkt sem varðar ósæmilegan hlátur á almannafæri.

Ég held að "Sannleikurinn um Ísland" sé barasta fyrsta bókin sem fær fólk til þess að deyja úr hlátri. Í orðsins fyllstu merkingu. Ég meina það...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/11/04 22:09

Já, þetta verður skyldulesning hjá oss um þessi jól en það er reyndar óvenju mikið um slíkt hjá oss í þetta sinn. Þetta er nefnilega eigi eina bókin er það á við um.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 16/11/04 22:13

En að sjálfsögðu hefur hún forgang, ekki satt, Vlad?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/11/04 22:18

Jú, enda vér minna kunnugir efni Sannleikans um Ísland (þó vér þekkjum trúlega efnistökin).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 16/11/04 22:22

Hummhummhumm, maður ætti kanski að útbúa einhvurskonar jólagjafaóskalista. Sannleikurinn um Ísland þar efst á blaði.

Sönnun lokið.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/11/04 22:43

Ég minni á að efnistökin eru allt öðruvísi heldur en hér inni á síðunni. Uppsetning bókarinnar minnir mann einhvernveginn á einhverja eldgamla námsbók sem maður hefur fundið upp á háalofti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 16/11/04 22:59

‹Hlakkar til að sjá loksins bókina. Hoppar um.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 23:13

Ég ætla að heimta hana í jólagjöf... eða ætti maður kannske að kaupa hana sem gjöf til allra sem maður vill kæta og kaupa hana síðan sjálfur eftir áramót ef maður fær hana ekki í gjöf... hvað kostar gripurinn, ætli það sé hægt að fá Gestapó-afslátt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 17/11/04 00:30

Skabbi skrumari mælti:

hvað kostar gripurinn, ætli það sé hægt að fá Gestapó-afslátt?

Prófaðu að arka inn í Eymundson og heimta Gestapóafslátt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/11/04 00:33

Einnig gætuð þér sýnt ógnandi tilburði og sagst vera stórlax frá Gestapó.

Í bókatíðindabæklingnum er bókin á tæpar 5000 kr.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 17/11/04 00:36

Vladimir Fuckov mælti:

Í bókatíðindabæklingnum er bókin á tæpar 5000 kr.

Hvað er það mikið í baggalútsmynt? ‹klórar sér í höfðinu›

Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/11/04 00:38

‹Ljómar upp› Til viðbótar því að vera með tvo baggalútíska gjaldmiðla er eigi tengjast línulega væri bráðsnjallt að hafa margfalda gengisskráningu, þ.e. mismunandi eftir vörutegundum. Þá væri hægt að stórhækka það gengi er tengist fagurbókmenntum meðan Bagglýtingar tæma allar bókaverslanir.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 17/11/04 08:16

Ekki svo galið. Reyndar skildi ég þig ekki til fulls en hugmyndin hlýtur að hafa verið góð engu að síður.
‹Starir þegjandi út í loftið›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 17/11/04 08:58

Það er forgangsmál að fá bókina í verslanir og kaffihús hér á lútnum þannig að hægt verði að greiða fyrir hana með böggum, blíðu eða öðrum viðurkendum gjaldmiðli hér á Baggalút, jafnvel láta skrifa hana hjá keisaranum.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/11/04 08:59

hey, já... ég ætla að fá 15 eintök... skrifa það hjá keisaranum takk...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 17/11/04 11:03

Mosa frænka mælti:

‹Hlakkar til að sjá loksins bókina. Hoppar um.›

‹Hoppar um með Mosu af einskærri gleði og spenningi›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísis 17/11/04 16:37

Mér finnst að allir nýjir notendur á Baggalúti eigi að fá frítt eintak af bókinni - sem svona "inngöngutilboð".
‹Glottir og reynir að nota sannfæringarkraftinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/11/04 16:42

‹sannfærist algjörlega fjær takmarki sínu›

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: