— GESTAPÓ —
Lög á kennarana
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/11/04 00:22

Hvernig er það, hvað finnst ykkur um lögin sem búið er að setja á kennarana?
Þetta hefur nú örugglega verið rætt áður, en ég verð að henda þessu inn hérna, því ég er svo yfir mig hneikslaður á þessu. Í þessum töluðu orðum vorkenni ég kennurunum, að hugsa sér, sveitafélögin hafa dregið lappirnar að semja við þá, þeir neyðast hreinlega að fara í verkfall og síðan eftir nokkrar vikur í verkfalli, þá hafa þeir ekkert fengið fyrir sinn snúð... skil það vel að þeir séu ekki spenntir fyrir að mæta í vinnuna á morgun... þetta er mín skoðun... Skabbi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Luis Miguel Coruedo 15/11/04 01:14

ég verða að segja það að bananarnir sem kennarar komu með niður í alþingishús voru bara nokkuð góðir, ég tók með mér poka og týndi þá upp og ‹uummhh›
Annars er ég dæmi um hvað sveitafélögin bera littla viðingu fyrir góðri menntun, það verður annað verkfall eftir 4 ár og vítahringurinn heldur áfram.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 15/11/04 10:42

Þessi lög eru svartur blettur á þjóðfélaginu. Hengingaról um grunnskólann og hálsinn á öllu vinnandi fólki. Ekki þýðir að mótmæla kjörum sínum lengur. Þá stekkur viðrinið Dóri fram á sjónarsviðið og segir skamm skamm( forsetisráðherrann sem hefur alveg 10-12 kjósendur á bak við sig...) Setur svo lög og skipar fólki í nauðungarvinnu. Það eiga allir að mótmæla svona rugli í "lýðræðisþjóðfélagi" ekki bara kennarar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 15/11/04 10:52

Þetta þýðir í raun að það er búið að taka verkfallsréttinn af öllum starfstéttum í landinu. Ef verkfall skapar einhverja pressu í samfélaginu (eins og verkfall kennara) eða hefur áhrif á útfluttningstekjur og gjaldeyrisöflun (verkfall sjómanna) þá setja stjórnvöld lög á það.

Hvað þýðir þetta í raun? Vinnuveitendur munu draga lappirnar við samningagerð eins og þeir geta, því þeir vita að ef allt fer í óefni mun ríkisvaldið hjálpa þeim með lagasetningu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/11/04 12:17

Ég vinn einmitt í grunnskóla og hlakka mikið til að sjá hversu margir kennarar hafa mætt til vinnu. Það voru uppi háar raddir í mínum skóla um fjölda-veikindaleyfi t.d.
Það eru flestir kennarar sem ég þekki mjög ósáttir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 15/11/04 12:18

,,mínum skóla "í hvaða skóla.

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 15/11/04 12:52

Afhverju er foreldrum ekki endurgreiddur sá hluti skattsins sem fer í skólahald. Það kæmi í veg fyrir að sveitarfélögin græddu á þessu verkfalli.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/11/04 13:04

Ég vinn í grunnskóla í Breiðholti. Ég er núna mætt þangað sem er meira en kennarar hér gerðu!!! það komu 3 kennara til vinnu í morgun. Restin tilkynnti veikindi á sér eða börnum sínum. Skólinn er enn tómur!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/11/04 13:17

Frelsishetjan mælti:

Afhverju er foreldrum ekki endurgreiddur sá hluti skattsins sem fer í skólahald. Það kæmi í veg fyrir að sveitarfélögin græddu á þessu verkfalli.

Þetta er góð hugmynd. Veitir fjárhagslegan þrýsting á sveitafélög sem virka sem hvati til að semja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 15/11/04 13:23

Hakuchi mælti:

Frelsishetjan mælti:

Afhverju er foreldrum ekki endurgreiddur sá hluti skattsins sem fer í skólahald. Það kæmi í veg fyrir að sveitarfélögin græddu á þessu verkfalli.

Þetta er góð hugmynd. Veitir fjárhagslegan þrýsting á sveitafélög sem virka sem hvati til að semja.

JAMM!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 15/11/04 14:04

Hvað með lagalegan rétt barna til náms. Hvaða áhrif hefur þetta á 6 ára gömul börn að mæta í skólann í morgun til þess eins að þurfa að labba heim aftur. Ég hef meiri samúð með þeim heldur en kennurunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 15/11/04 14:05

Smá hreyfing kemur skapinu í lag.

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 15/11/04 14:30

Kristallur Von Strandir mælti:

Þetta þýðir í raun að það er búið að taka verkfallsréttinn af öllum starfstéttum í landinu. Ef verkfall skapar einhverja pressu í samfélaginu (eins og verkfall kennara) eða hefur áhrif á útfluttningstekjur og gjaldeyrisöflun (verkfall sjómanna) þá setja stjórnvöld lög á það.

Hvað þýðir þetta í raun? Vinnuveitendur munu draga lappirnar við samningagerð eins og þeir geta, því þeir vita að ef allt fer í óefni mun ríkisvaldið hjálpa þeim með lagasetningu.

Bærilega gekk sjómönnum og útvegsmönnum að semja á dögunum, og það í fyrsta sinn í mörg herrans ár.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 15/11/04 14:36

Mér finnst þetta farið að snúast um meira en rétt barna til náms. Þetta er farið að snúa að mannréttindum og rétti fólks til þess að fara í verkfall til að knýja fram kjarabætur. Nú er búið að skylda kennara til þess að fara í vinnuna á kjörum sem þeim finnast óásættanleg og gera 7 vikna verkfall þeirra að engu nema tapi.

Þetta snýr líka að öðrum stéttum í samfélaginu. Nú geta allir launamenn í verkfalli búist við því að ríkið setji á þá lög á einhverjum tímapunkti. Hvers vegna ættu atvinnurekendur að semja við launamenn þegar þeir vita að ríkið kemur og dregur þá upp úr skítnum. Þeir gætu jafnvel farið að taka upp á því að setja lög á eign vinnuafl. Þetta er hættuleg þróun og næsta fasísk lagasetning

það sem þarf að koma út úr þessum gerðardómi eru veglegar hækkanir til kennara svo að viðsemjendur þeirra séu viljugri til samninga næst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/11/04 14:50

Það er alltaf dísaster að hafa ríkið á hliðarlínunni þar sem það þykist ekki ætla að koma að málinu en kemur svo inn. Það eyðileggur allt hvatakerfið og spillir fyrir því að menn nái samningum. Jafnvel þó að ríkið segist ekki ætla að gera svona aftur þá myndi enginn trúa þeim.

Það var augljóst að allan tímann átti ríkið í vök að verjast. Fíflin í stjórnarandstöðunni heimtuðu að það kæmi inn með flóð af peningum, sveitafélögin voru langtum þrjóskari gagnvart kennurum því það var líka að horfa til ríkisins í von um fé og úrlausn og jafnvel kennarar voru að horfa til ríkisins í von um meiri pening (en kannski ekki lög).

Það er að vissu leyti virðingarvert hve lengi Dóri og co héldu út í veikri tilraun til að koma í veg fyrir inngrip en það hlaut að brotna niður fyrr eða síðar. Það bara gengur ekki. Hér á Íslandi hefur skapast sú hefð að ríkið sé sífellt að skipta sér að samningum á vinnumarkaði. Það er hreinlega ætlast til að það pungi einhverju á móti.

Varðandi hættu á lögum á allar vinnudeilur þá efast ég um að það fari svo yfirleitt þegar þetta gerist þá þarf að liggja verulegur almannahagur þar til grundvallar. Þó er þetta skelfilegt fordæmi.

Í stað þess að setja lög hefði ég viljað sjá að ríkið gæfi út yfirlýsingu að það myndi hjálpa smærri sveitafélögum, sem ráða illa við að hafa grunnskólan á sínum snærum en þau stóru geta bjargað sér sjálf takk og drullast til að semja við kennara. Það þyrfti líka að leitast eftir vissum 'skilningi' við ASÍ og BSRB á því að kennarar þurfi ansi mikið hopp upp launastigann án þess að allir aðrir elti þá upp. Fólk hlýtur að vera reiðubúið til að láta kennara flakka aðeins upp launastigan umfram aðrar stéttir, þó það væri nú ekki bara nema til þess að fá fleira fólk í stéttina og gera starfið eftirsóknarvert.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/11/04 15:35

Hvað er þetta með Alþingi og banana. Af hverju ekki appelsínur? Af hverju ekki epli? Af hverju ekki vínber, melónur eða perur? Af hverju ekki Dominós-pizzur, sviðakjamma eða Stormsveitarpylsur? Af hverju ekki pela af Korskenkorva? Af hverju ekki 3/4 gramm af spítti blönduðu þrúgusykri að einum þriðja? Skilur fólk ekki að þingmenn hafa mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Ég segi: "Gleðjum þingmenn, gefum þeim allar sortir".

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/11/04 15:40

Kannski var sérstakt tilboð á banönum í Baugsverslunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/11/04 17:00

Vegna þess að ísland er bananan lýðveldi

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: