— GESTAPÓ —
Gullkindin 2004
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Endilega kjósið í Gullkindinni 2004:
http://www.visir.is/?pageid=535
Ég er búinn, þetta var mjög erfitt val.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/11/04 13:46

Ég er nú bara ekki sáttur við að hafa ekki fleiri valkosti. Hvar er t.d. Jóhanna Vilhjálms í valinu um lélegasta sjónvarpsmanninn? Og Gísli Marteinn, sem er svo lélegur að þátturinn hans er lægsta eining á skalanum yfir sjónvarpsefni? Og í flokknum vondar sjónvarpsauglýsingar hvar er Brimborgar Öruggur staður til að vera á? Þessi akademía er úti að aka, ekki ósvipað og kvikmyndaakademían bandaríska.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 8/11/04 13:57

Það er rétt voff það vantar margt á þennan lista en sumt af því er reyndar það slæmt að það þarf nú ekkert að kjósa um það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 16:04

Ég fann Gísla Martein þarna og auðvitað kaus ég hann ræfilinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/11/04 16:17

Svo er atkvæðavægið almennum sjónvarpsglápara verulega í óhag, engin áhorfendaverðlaun af neinu tagi þar sem við glápararnir höfum valið (nokkurskonar óvinsældalisti).

Og hver er hugsunin á bakvið Heiðurskindina til dæmis? Á að heiðra fyrir að taka upp vonda þætti sem aðrir bjuggu til eða er bara um að ræða þætti sem Egill sjálfur sá um dagskrárgerð?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 16:35

Tannsi mælti:

Ég fann Gísla Martein þarna og auðvitað kaus ég hann ræfilinn.

Auðvitað hann er án efa langbesti sjónvarpsmaðurinn á skjánum nú um þessar mundir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 16:38

Hann þarf allavegana ekki að leggja mikla vinnu í þetta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 16:42

Hvað meinaru? Hann skrapp alla leiðna til Nýju Jórvíkur við undirbúning síðasta þáttar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 16:45

Og er ég að vorkenna honum vegna álags? Oooo nei, hann lifir lúxus út á peningana okkar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 8/11/04 16:57

Ég kaus auglýsingahléð með Simma og Jóa, enda verður gamla fólkið að hafa eitthvað að gera.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/11/04 11:41

Gullkindin! Fjölmiðlafólk að leggja hvort annað í einelti og úthúða hvort öðru án alls rökstuðnings. Ég segi "sveiattan!" og skora á alla Baggalýtinga að láta þessa samkomu sem vind um eyru þjóta...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/11/04 11:49

Ég fagna þessum leik. Auðvitað eiga að vera til and-verðlaun rétt eins og verðlaun fyrir það sem vel er gert. Að fjölmiðlar fái bara klapp á bakið fyrir hvaða rusl sem er gengur ekki. Sérstaklega miðað við einstaklega ömurleg gæði á efni í íslenskum fjölmiðlum.

Mér finnst sárlega vanta 'Spaug'stofuna í versta þáttar flokkinn og svo á Gísli Marteinn að vera í öllum kategóríum, sama hvort hann passi í þær eður ei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Hoiberg 9/11/04 13:27

Innilega sammála þér Hakuchi með Gísla Martein, hann er hreinasti horbjóður.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/11/04 14:08

Ég hef verið að velta fyrir hvort það geti verið að það "að-þola-ekki-Gísla Martein" sé einhverskonar tískufyrirbrigði líkt og að vera sífellt að hnýta í Spaugstofuna. Ég held að hér sé komið skólabókardæmi um séríslenska hópsefjun.

Ég hef, held ég, aldrei séð nein viðhlítandi rök fyrir því hversvegna Gísli Marteinn fer í taugarnar á einhverjum sjónvarpsáhorfendum. Ég get mér þess til að flestum finnist helstu gallar hans séu t.d. tilgerð, smjaður, snobb og eitthvað þess háttar, enö ég bara verð eitthvað svo lítið var við slíkt í fari hans.

Mér finnst bara allir slíkir, hugsanlegir, gallar hverfa á bak við helstu kosti Gísla sem er fyrst og fremst einlægni, áhugi á viðmælandanum, góður undirbúningur, vel hugsaðar og orðaðar spurningar, óþvinguð umræða og þægilegt andrúmsloft sem fellur flestum aldurshópum í geð.

Og síðan er það þetta með Spaugstofuna. Að sjálfsögðu er oft erfitt að halda fyndistandardinum alveg 100% viku eftir viku, en mér finnst þeir hafi staðið sig alveg þolanlega í vetur og hefur að mínu mati u.þ. b. helmingur hvers þáttar undanfarið staðist mínar fyndnikröfur. Framleiðsluhluti og tæknivinna þáttanna er líka mjög fínn og mun betri heldur en á niðurlægingartímabilinu frá því rétt áður en þeir héldu í langa frííð rétt fyrir aldamótin síðustu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/11/04 14:12

Tinni mælti:

Ég hef verið að velta fyrir hvort það geti verið að það "að-þola-ekki-Gísla Martein" sé einhverskonar tískufyrirbrigði líkt og að vera sífellt að hnýta í Spaugstofuna. Ég held að hér sé komið skólabókardæmi um séríslenska hópsefjun.

Svo er náttúrlega líka möguleiki að ástæðan fyrir því að Gísli Marteinn fer í taugarnar á svo mörgum sé sú að hann sé óþolandi í þeirra huga og það komi einhverri tísku ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það sama á við hina ófyndnu Spaugstofu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/11/04 14:15

Enö, hví ekki að bera rökin blóðug á borð fyrir okkur. Lýstu Gísla Marteini...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 9/11/04 14:21

Ég fordæmi það að sauðkindin sé bendluð við svona ruls. ‹Smalar saman hóp af fljúgandi sauðum sem eru tilbúnir til aðgerða ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/11/04 14:28

Gísli Marteinn er óþolandi kátur og smeðjulegur. Hann er gjörsneyddur öllu sem heitir metnaður eða frumleg hugsun. Gott dæmi um það er jólaþátturinn í fyrra (já, ég er langminnug). Þar dró hann fram Kristján Jóhannsson og Diddú, alveg eins og Hemmi Gunn og allir aðrir spjallþáttastjórnendur í íslensku sjónvarpi höfðu gert allan tíunda áratuginn og bróðurpartinn af þeim níunda líka. Gísli velur ævinlega 'þægilega' og fyrirsjáanlega gesti og tekur engar áhættur. Allar konurnar eru 'glæsilegar' og 'líta vel út' - af hverju þarf hann alltaf að endurtaka sömu tuggurnar aftur og aftur? Og af hverju þarf hann yfirleitt að vera að minnast sérstaklega á útlit kvengesta? Hann segir ekki við karlana' mikið ertu glæsilegur', jafnvel þó annáluð glæsimenni séu á ferð.
Gísli Marteinn hefur engan sérstakan áhuga á viðmælendunum, hann flaðrar upp um þá sem honum finnast merkilegir (sér í lagi þá sem hafa meikað það í útlöndum), en hann hefur ekkert gaman af að tala við 'venjulegt' fólk. Fyrrum stallsystir hans, Eva María er sjónvarpsmaður sem kann að tala við fólk af öllum gerðum og stéttum. Hún er frumleg þegar kemur að því að velja viðmælendur, hlustar á þá af athygli og leyfir þeim að njóta sín.
Gísli blessaður er svosem ósköp kurteis og kátur, en hann er litlaus og óspennandi sjónvarpsmaður, og hananú.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: