— GESTAPÓ —
Bond-leikur skrumarans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/04 22:39

Nú ætla ég að starta nýjum leik hérna...
Hér verða semsagt settar fram spurningar um allt sem viðkemur Bond, gildir einu hvort spurt sé um persónur, atriði eða frægar línur úr Bond. Einnig má spyrja um staðreyndir og staðreyndavillur, upptökustaði og í raun allt sem viðkemur Bond...

Þá byrjar leikurinn:
Hvað var Bond gamall þegar hann missti sveindóminn og í hvaða mynd ljóstruðust upp þær upplýsingar?

p.s. á þetta annars ekki heima á þessu svæði?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/11/04 22:45

Sveindómur Bonds? Getur ekki hugsast að þú hafir verið að glápa á myndina "James In Bondage"? Sú ræma hefur nú ekki verið viðurkennd sem hluti hinnar opinberu seríu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/04 22:46

Tinni mælti:

Sveindómur Bonds? Getur ekki hugsast að þú hafir verið að glápa á myndina "James In Bondage"? Sú ræma hefur nú ekki verið viðurkennd sem hluti hinnar opinberu seríu.

Heheh, ég hef ekki séð hana... en ekki er þetta svarið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 7/11/04 22:59

Verður maður ekki að skjóta á að hann hafi verið 14 ára og þessi gagnmerka staðreynd hafi komið fram í The World is not Enough.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 23:46

Ég vil líka giska á 14 en ég held það hafi verið í On her majesty's secret service. Lasenby er eitthvað svo efnilegur í þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 00:06

Hvorugt er rétt... hvorki aldurinn né myndirnar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 8/11/04 00:19

Var hann ekki 16 ára, man ekki í hvaða mynd það kom fram.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 00:21

Jú hann var sextán ára... ég ætla bara að vera gjafmildur og segja svarið og svo tekur Goggurinn við, myndin var víst A view to a kill... þess má til gamans geta að eitthvað voru útvarpsmenn rásar tvö að klikka á að bera þetta fram til að byrja með, sögðu alltaf „A væf tú a kill“
Goggurinn þú átt leikinn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 8/11/04 00:29

Hmm, jeg er nú ekki vel að mjer í Bond-fræðum en hjer kemur spurning:

Í hvaða Bondara lætur M Bond fá Walter PPK?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/11/04 00:30

Hmm, var það ekki Goldfinger?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 8/11/04 00:34

Nei, ekki var það Goldfinger.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/11/04 00:50

Jæja, þá var það From Russia With Love er það ekki?

Ef það er rangt þá má einhver annar gjarnan giska næst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 8/11/04 00:53

Nei, en leikarinn er rjettur.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 8/11/04 05:23

Thunderball ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Dr. No! Nema hvað! Hann fékk aldrei að nota Berettuna í myndunum, það var bara sögusögnin um hana sem gekk þarna (s.s. ævintýri sem áttu sér stað í bókunum), en svo var hún gerð upptæk strax í byrjun myndarinnar. Ég lenti sko í heiftarlegu rifrildi út af þessu, þannig að ég get ekki haft rangt fyrir mér!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 8/11/04 16:10

Satt og rjett hjá Rýtingu, hann notaði aldrei berrettuna í myndunum svo þetta var dulítil brelluspurning. En Rýtinga skal spurja.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Jæja þá. Híh.

Spurningin er; Í hvaða mynd giftir hann sig, og hvert er nafn stúlkunnar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 8/11/04 17:24

Hét hún ekki Tracy Draco og það var í On Her Majesty's Secret Service.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: