— GESTAPÓ —
Fyrripartar skáldafífla
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 08:35

Já ég ætlaði ekki að stökkva upp á nef mitt, skelþunnur eins og Vímus sagði réttilega... en þú kannt víst að kveða við hlustum ekki á svona... endilega haltu áfram að æfa þig, þú ert betri en þegar ég var að byrja... þetta er þrælskemmtilegt og heldur heilanum gangandi í skammdeginu...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 10:37

Tannsi mælti:

Ég átti reyndar við það sem símamaðurinn ógurlegi sagði. En auðvitað er ég að fíflast í ykkur. Ég kann ekkert að kveða.

Nei greinilega Tannsi minn, en þú munt læra, ekki gefast upp.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 10:58

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin
engrar birtu verður vart
verða niðdimm skjólin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 8/11/04 11:36

Hér er annar vísupartur - er hann rétt kveðinn? (Takk, Skabbi, fyrir ábendinguna!)

Út'er þoka, þyngist geð,
þætti stórum betra

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/11/04 13:24

Út' er þoka, þyngist geð,
þætti stórum betra.
Oní poka er ég með
asna átján vetra.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 8/11/04 13:51

[Þoka' er úti], þyngist geð,
þætti stórum betri
vera bara pínu p
í páfa heilsusetri.

Mér finnst vera meiri sveifla í fyrstu línu svona en annars gengi hitt held ég. Barbapabbi (okkar) segir að ef stuðull sé með áherslu á 3. atkvæði í 1. og 3. línu. þá megi hinn vera hvar sem er. (Þetta er nú kanski ekki rétt orðað hjá mér. En skilst vonandi.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 8/11/04 15:03

Um raunir íþróttamannsins:

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 16:22

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.
Ráða vigt mín galla gen
gömul lífs óreiða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 17:11

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.
Brögðum með, Barbie, Ken,
í bólið tókst að seiða.

Þetta var eitthvað erfiðara en síðast og gæðin sjást líka á því. Svona meistarar, dragið fram rauða pennan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 17:35

Júlía mælti:

Um raunir íþróttamannsins:

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.

Borða lýsi, burt með slen
bakteríur deyða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 8/11/04 18:52

Tannsi mælti:

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.
Brögðum með, Barbie, Ken,
í bólið tókst að seiða.

Þetta var eitthvað erfiðara en síðast og gæðin sjást líka á því. Svona meistarar, dragið fram rauða pennan.

Þú ert afar nálægt þessu Tannski. Einu litlu atkvæði hefði ég viljað bæta í 3. línu til að elta hryndjandina í þeirri fyrstu.

T.d. Brögðum meður Barbie Ken...

Svo má náttúrlega spyrja sig hvort það sé nokkurn tímann gott að hafa sömu stuðla í fyrri og seinni parti, altsvo B. Mér finnst nú ástæðulaust að vera svo strangur á þessu stigi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 18:58

Kynjólfur úr Keri mælti:

Svo má náttúrlega spyrja sig hvort það sé nokkurn tímann gott að hafa sömu stuðla í fyrri og seinni parti, altsvo B. Mér finnst nú ástæðulaust að vera svo strangur á þessu stigi.

Rétt, ég féll í þá gryfju líka og hef þó verið lengur að en Tannsi... er það þó ekki rétt skilið hjá mér að það sé ekki vitlaust, frekar óæskilegt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 8/11/04 18:58

Skabbi skrumari mælti:

... er ekki um ofstuðlun að ræða með því að hafa tvö orð sem byrja á L? ...

Já er þetta tilfellið? Þessu hef ég aldrei verið almennilega klár á, þ.e.a.s. með endurtekningu á upphafsstöðum annarra orða en þeirra sem stjórnast af stuðlum og höfuðstöfum. Þarf það ekki bara að vera tilfinningarlegt matsatriði hverju sinni?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 18:59

Kynjólfur úr Keri mælti:

Skabbi skrumari mælti:

... er ekki um ofstuðlun að ræða með því að hafa tvö orð sem byrja á L? ...

Já er þetta tilfellið? Þessu hef ég aldrei verið almennilega klár á, þ.e.a.s. með endurtekningu á upphafsstöðum annarra orða en þeirra sem stjórnast af stuðlum og höfuðstöfum. Þarf það ekki bara að vera tilfinningarlegt matsatriði hverju sinni?

Ég hef reyndar ekki hugmynd um það, hef alltaf bara haft það á tilfinningunni, þetta er kannske eitthvað sem sérfræðingarnir geta svarað... Barbapabbi, hlewagastiR, Smali og fleiri góðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 8/11/04 19:03

Skabbi skrumari mælti:

Kynjólfur úr Keri mælti:

Svo má náttúrlega spyrja sig hvort það sé nokkurn tímann gott að hafa sömu stuðla í fyrri og seinni parti, altsvo B. Mér finnst nú ástæðulaust að vera svo strangur á þessu stigi.

Rétt, ég féll í þá gryfju líka og hef þó verið lengur að en Tannsi... er það þó ekki rétt skilið hjá mér að það sé ekki vitlaust, frekar óæskilegt?

Jú líklega. Ég myndi a.m.k. ekki telja það vitlaust. Er það ekki eins og svo margt annað, tilfinningalegt matsatriði?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 19:04

Mér datt bara ekkert skárra í hug til að ríma við þen. Og hvað passar betur við Ken en Barbie. Og þá var ég eitthvað orðinn fastur með þetta B.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 8/11/04 19:11

Vímus mælti:

Mér hefur reynst vel [...] varðandi hrynjandann [...] þá er hrynjandinn réttur.

Merkilegt orð "hrynjandi". Það er svo miklu lógískara að nota það eins og Vímus gerir, í karlkyni og beygja eins og "neitandann". Þess vegna skil ég ekki af hverju mér finnst það svo miklu fallegra í kvenkyni; hún hrynjandin... og nota það alltaf svoleiðis. Það mun víst hvort tveggja vera rétt.

Hryndjandi um hrynjandi frá hrynjandi til hrynjandi. Heillandi!!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 8/11/04 19:15

Tannsi mælti:

Mér datt bara ekkert skárra í hug til að ríma við þen. Og hvað passar betur við Ken en Barbie. Og þá var ég eitthvað orðinn fastur með þetta B.

Enda erum við Skabbi sammála um að það sé í góðu lagi. A.m.k. þangað til hingað mæta besservisserar og reka það öfugt ofan í okkur. Og Ken er líka miklu fyndnara rímorð heldur en slen, fen, Sen, den, gen, yen, men, pen og ven. Amen!

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: