— GESTAPÓ —
Borgarstjórinn
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/04 23:29

Jæja, nú er eitt mál í umræðunni sem á svo sannarlega heima hér efst á baugi, það er mál Þórólfs borgarstjóra... ætti hann að segja af sér eður ei...
Eftir að hafa horft á fréttatímann á RÚV fyrr í kvöld og séð þessa tölvupósta sem hann sendi, þá er ég búinn að dæma hann fúlsekan, hann ætti að segja af sér sem fyrst... og þá er ég ekki að dæma hina, sem voru jafnvel verri en hann...þá á að senda á Litla-Hraun sem fyrst...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/11/04 00:20

Margt finnst oss benda til að hann hrökklist brátt úr embætti, það er a.m.k. útilokað að hann verði borgarstjóraefni í næstu kosningum. Vér skildum sjónvarpsfréttirnar í kvöld þannig að hann hafi vitað allt um hvað var að gerast.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/11/04 00:29

Íslenskt viðskiptalíf er allt löðrandi í siðblindu. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Sagan á bak við verðsamráð olífélagana hefði, held ég, sómt sér vel í kvikmyndinni ástsælu "The Corporation".

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 4/11/04 00:39

Ef hann hefði verið að vinna hjá mafíunni(þ.e. undirheimafyrirtæki) er augljóst að hann ætti að segja af sér.
En það sem flækir málið finnst mér er að olíufélögin eru lögleg fyrirtæki.
Ég hef grun um að hver og einn sem er á launaskrá hjá einhverju góðu og gildu fyrirtæki og er beðinn um af yfirmanni sínum að gera allt til að efla fyrirtækið. Ja. Þá held ég að sá hinn sami geti leiðst út í margt sem er hvorki löglegt né siðlegt.

Það réttlætir það ekki að brjóta á öðrum.

Ég óttast það að Þórólfur þurfi að segja af sér.

En þá kemur spurningin:
Hvaða refsing er þá réttlát fyrir stjórnendur olíufélagana?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 4/11/04 03:04

Hildisþorsti mælti:

En þá kemur spurningin:
Hvaða refsing er þá réttlát fyrir stjórnendur olíufélagana?

Ég myndi leggja fram þá skýlausu kröfu að forstjórarnir, framkvæmdastjórarnir, stjórnarmeðliminir og allir þessir toppar verði settir í samfélagsþjónustu nú þegar í 10 ár.

Þeir skuli manna dælurnar á völdum bensínstöðvum og selja dropann á kostnaðarverði til allra sem vilja. Það skal auglýst í blöðum og útvarpi svipað og næturopnanir apótekasamráðsins var fyrir margt löngu.
„Nætur- og helgarvarsla þessa viku er í Garðsapóteki. Apótekin“ verður þá,
„Bensín á réttu verði í Skógarhlíð, á Glerárbraut Akureyri og á Reykjanesbraut þessa viku. Full þjónusta frá fyrrum forstjórum eins og venjulega. Olíufélögin“.

p.s. minni á straffið um að kaupa EKKERT nema bensín hjá olíufélögunum. BANNAÐ að kaupa nammi, pulsur, gos, samlokur mjólk eða nokkuð annað en BARA bensín eða dísel!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þamban 4/11/04 10:00

Handrukkara á manninn!

Geðveikt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 4/11/04 11:03

Hildisþorsti mælti:

En þá kemur spurningin:
Hvaða refsing er þá réttlát fyrir stjórnendur olíufélagana?

Það ætti að hafa samkomur á föstudagseftirmiðdögum í vetur þar sem að fólki gefst kostur á að fíflast í forstjórunum. Hægt væri að setja þá í hundaól og hlaupa um torgið, henda í þá snjóboltum og ýmislegt fleira. ‹Svipast um eftir kistunni með hrekkjadótinu.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/11/04 11:26

Þetta mál á sér langan aðdraganda og greinilegt að sumir vissu meira en aðrir, fyrr en aðrir. Samanber kantsetningu Sólveigar á sínum tíma og úrdrátt Kristins frá Skeljungi. Þórólfur á að segja af sér þ.e. ef hann vissi af og tók þátt í svindlinu, þó það hafi verið að undirlagi yfirmanna. En áður en hann hættir á hann að sjá til þess að borgin höfði mál gegn forstjórum fyrirtækjanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 4/11/04 12:46

Hættið þessu væli og lesið forystugrein Núma.
Forystan hefur ætíð rétt fyrir sér.
Þegiði svo.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 4/11/04 14:10

Það er áhyggjuefni hvernig athyglin beinist öll að Þórólfi, en ekki að hinum raunverulegu skúrkum í málinu: forstjóraþrenningunni. Þórólfur ræfillinn hjálpaði þeim að fremja glæpinn, en þeir ákváðu að stela af þjóðinni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 4/11/04 14:11

Ég er á því að Borgarstjórinn eigi að skammast sín og segja af sér. Þó að hann sé að mörgu leyti mjög frambærilegur maður og líti út fyrir að vera vandaður þá er ekki hægt að horfa fram hjá þessu ólöglega og algjörlega siðlausa brölti hans.

Ég er líka undrandi á því að olíufurstarnir hafa fengið að vera í friði fyrir fjölmiðlum. Það er nú ekki eins og þessir menn séu atvinnulausir eða í valdalausum stöðum í dag, eða hvað?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 4/11/04 14:15

Oh... "herra" Kristinn Björnson er búinn að koma sér í burtu, enda vissi þessi fyrrverandi forstjóri undirritaðs upp á sig sökina. Bölvaður óþokkinn. Ég veit ekki einu sinni hver er forstjórinn þar í dag, né hvar aðalskrifstofurnar eru. Best að kíkja á netið...

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 4/11/04 14:26

Var að grúska í þessu. Einhver Gunnar Karl Guðmundsson er forstjóri Skeljungs í dag. Eða heitir það enþá Skeljungur? En allavega, á Baugur Group, Fengur og Stoðir eiga þetta trums í dag... ‹klórar sér í höfðinu›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 4/11/04 14:35

Voðalega eruð þið vond við greyið. Hvernig myndu ykkur líka þetta ef þið væruð í hans sporum...

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 4/11/04 14:45

En Frelli minn. Við erum ekki í hans sporum!
‹Fyrir utan það að við erum að tala um opinbera persónu›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 4/11/04 15:40

feministi mælti:

Ég er á því að Borgarstjórinn eigi að skammast sín og segja af sér. Þó að hann sé að mörgu leyti mjög frambærilegur maður og líti út fyrir að vera vandaður þá er ekki hægt að horfa fram hjá þessu ólöglega og algjörlega siðlausa brölti hans.

Ég er líka undrandi á því að olíufurstarnir hafa fengið að vera í friði fyrir fjölmiðlum. Það er nú ekki eins og þessir menn séu atvinnulausir eða í valdalausum stöðum í dag, eða hvað?

Ég er á því að ef einhver ætlar sér að komast áfram í lífinu þá verði sá hinn sami að hafa takmarkaða samvisku og þeim mun stærri skammt af óheiðarleika. [En ég er nú líka í Ljótukallafélaginu en ekki þú. Haha

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/11/04 15:44

Að taka ábyrgð er eitthvað sem pólitíkusar, forkólfar viðskiptalífs eða aðrir hátt settir starfsmenn í opinberu lífi hafa þurft að gera hér á landi. Að Þórólfur yrði að sæta ábyrgð yrði því talsvert nýmæli.

Þórólfur hefur að mörgu leyti staðið sig vel og verið skeleggur borgarstjóri. Hann framdi hins vegar þennan glæp. Mikið væri nú ánægjulegt að honum yrði refsað fyrir það. Hann yrði látinn gera það í siðmenntuðum löndum. Það er hins vegar aukaatriði. Aðalatriðið er að uppsögn hans yrði vísirinn að frekari ábyrgðarvæðingu hjá toppum landsins. Ef þeir bera alvöru ábyrgð þá eru þeir kannski verðugir til að fá þessi himinháu laun sín. Annars ekki.

Þórólfur er hins vegar peð. Aðalatriðið að krimmaforstjórunum verði refsað. Ég hef ekkert séð talað við þessa skúrka í fjölmiðlum. Ekki einu sinni minniháttar fréttir þar sem sagt er frá því að reynt hafi verið að ná í forstjórana en þeir ekki svarað. Ég treysti því að þeir verði dregnir til saka fyrir dómi og verði dæmdir í tukthús eins og Árni Johnsen. Það gæti líka verið gott skref í ábyrgðarvæðingu toppanna. Ef þeir sleppa auðveldlega þá gef ég skít í stjórnkerfi þessa lands.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 4/11/04 16:57

Vímus mælti:

feministi mælti:

Ég er á því að Borgarstjórinn eigi að skammast sín og segja af sér. Þó að hann sé að mörgu leyti mjög frambærilegur maður og líti út fyrir að vera vandaður þá er ekki hægt að horfa fram hjá þessu ólöglega og algjörlega siðlausa brölti hans.

Ég er líka undrandi á því að olíufurstarnir hafa fengið að vera í friði fyrir fjölmiðlum. Það er nú ekki eins og þessir menn séu atvinnulausir eða í valdalausum stöðum í dag, eða hvað?

Ég er á því að ef einhver ætlar sér að komast áfram í lífinu þá verði sá hinn sami að hafa takmarkaða samvisku og þeim mun stærri skammt af óheiðarleika. [En ég er nú líka í Ljótukallafélaginu en ekki þú. Haha

Hvað veist þú um mín ljotukallafélög?‹Felur svörtu bókina›

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: