— GESTAPÓ —
Bush eða Kerry?
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 3/11/04 16:54

KERRY! Pottþétt! Fínt að sjá Bush fjúka!'

Heirðu heirðu!! Ég er fastagestur! hundraðasta innleggið mitt! ég stofna til teitis! Fríar veitingar á alla bagglýtinga það sem eftir er af klukkutímanum! ‹glottir yfir snjallræði þessa tilboðs þar sem aðeins eru 5 mínútur til afnota›

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/11/04 16:59

Geymum veisluföngin aðeins. Þetta er ekki rétti tíminn til að fagna. Og mér finnst alltaf betra að vita það fyrirfram hvort ég drekk í fögnuði eða sorg. Áfram Kerry!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/11/04 17:10

Nú hefur Kerry viðurkennt ósigur. Svo ég vitni í íþróttafréttamanninn: Þetta er búið!

Svo tapaði leiðtogi þingmanna Demókrata sæti sínu. Aumingjar. Þeir þurfa virkilega að athuga sinn gang, eins og ég hef bent á allt of oft.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/11/04 17:17

Ekki átti ég nú von á því að Kerry mundi lúta í gras og bjóða Bush að taka sig í gör.... Ohio er ekki komið í hús og þar á eftir að telja á fjórða hundrað þúsund utankjörstaðar atkvæði. Hann er með 252 kjörmenn á móti 254 kjörmenn Bush. Farið í ra..... báðir tveir, AUMINGJAR!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 3/11/04 17:18

Jæja, þá mega Lichenstein, Belgía og Malaga fara að passa sig. Eru þau ekki skopparakringluveldi hins passíva?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/11/04 17:20

hundinginn mælti:

Ekki átti ég nú von á því að Kerry mundi lúta í gras og bjóða Bush að taka sig í gör.... Ohio er ekki komið í hús og þar á eftir að telja á fjórða hundrað þúsund utankjörstaðar atkvæði. Hann er með 252 kjörmenn á móti 254 kjörmenn Bush. Farið í ra..... báðir tveir, AUMINGJAR!

Það ku víst vera tölfræðilega mjög ólíklegt að hann merji sigur. Efast um að hann hafi gefið út tilkynningunna án þess að vera viss.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/11/04 17:20

Burt með þig "Gestur", ég er ekkert í skapi til að tala við þig.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/11/04 17:22

Kanski það, en þú hlýtur að vera mér sammála, að svona bara gera ekki foringjaefni. Hvernig ættli hans stuðningsmönnum líki þetta? Þar á meðal mér.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/11/04 17:26

Ja, ég veit ekki. Þú verður líka að taka tillit til þess að það kemur ekki heldur vel út ef hann myndi halda út mikið lengur. Þá lítur út fyrir að hann sé tapsár og sé að berja hausnum við vegginn. Fyrst þetta er tölfræðilega afar ólíklegt, og hann hlýtur að hafa enn frakari innherjaupplýsingar, þá er þetta svosum ekkert galið. Það hefði þó ekki skaðað hann að bíða eins og einn sólarhring í viðbót held ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/11/04 17:31

Nema þetta sé herkænska hjá honum. Til að stoppa svindlvélar Bush stjórnarinnar í startholunum, og taka svo embættið í Hæstarétti, rétt eins og Bush gerði jú sjálfur? ‹klórar sér í höfðinu›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/11/04 20:58

Syngist við alþekkt lag um Puerto Rico:

♪♪♪Æ, æ, æ, æ, æ, æ, Bush og Kerry.
Annar fékk sér romm og hinn sérrý.
Fullur er Bússi, finna vill hann Bin Laden.
Leyniþjónustan ónýt, hún er sko algert platen.
Cheney horfir á skýið, framtíðar, svarta.
Hann hefur peningapok´ í stað fyrir hjarta.

Æ,æ,æ,æ,æ,æ, Bush og Kerry.
Annar er líkur Mutu en hinn Terry.
Bússi sér klórar, lýgur svo út um annað.
Hver ætlar að svo sem að segja honum slíkt sé bannað?
Hermenn þeir falla, Bússi féll líka á nefið.
Innrásin er til friðarins fyrsta skrefið.

Æ,æ,æ,æ,æ,æ, Bush og Kerry.
Líkastir bollu sem einhver er búinn að hnerr´ í.
Bússinn hikstar; "Hvað á ég nú að segja.
Fyrir mér verða sko allir að bukta og beygja.
Gott er að vita á Íslandi af Dabba og Dóra.
Opnað ég get með þeim minn andans ljóra."

Æ,æ,æ,æ,æ,æ. Bush og Kerry.
Fötunum teinóttum líturðu þónokkuð verr í.
Bússi karlinn um skoðun aldrei skiptir.
Hlær bara að vanda heimsins og öxlunum ypptir.
Skammt frá London er hérað sem heitir Essex.
My name is John Kerry, and I approved this message.

Æ, æ, æ, æ, æ, æ. Bush og Kerry.
Æ, æ, æ, æ, æ, æ. Bush og Kerry.♪♪♪

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 3/11/04 23:25

Jæja nú þegar úrslitin eru ljós getum við farið að spá í hvaða land verður sprengt í vor.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 4/11/04 00:51

Íran kemur sterkt til greina, nú eða eitthvert einræðis-afríkuríki.

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 4/11/04 00:55

Kastró er nú búinn að fara illa með Bandaríkjamenn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þamban 4/11/04 10:01

Dr. Gottfriedsen mælti:

Jæja nú þegar úrslitin eru ljós getum við farið að spá í hvaða land verður sprengt í vor.

Færeyjar?

Geðveikt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/11/04 11:28

N-Kórea? nei það er of nálægt Kína.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/11/04 11:42

Hmm, landið verður að uppfylla tvö skilyrði:

1) Því verður að vera stjórnað af vondum köllum.
2) Þar verður að vera olía.

Eftir smá umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að rökréttast væri að Noregur yrði fyrir valinu. Norðmenn hafa verið frekar ósammvinnuþýðir í garð Kananna undanfarið; þeir vildu t.d. ekki vera staðfastir þegar á reyndi. Þeir eru líka í grundvallaratriðum kommaskrattar eins og allar skandinavískar þjóðir. Og auðvitað þarf ekki að taka fram að þeir eiga gnótt af olíu.

Jæja, þá er að bíða og sjá hvort strategistarnir í Fimmhyrningnum komist ekki að sömu niðurstöðu innan bráðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/11/04 11:44

Einmitt! Þar eru líka leyfðar fóstureyðingar og samkynhneigðir fá að haga sér eins og venjulegt fólk.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: