— GESTAPÓ —
Afghanistan
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 30/10/04 01:54

Ég þoli þetta ekki.
Á okkar vegum[Íslendinga] í Afghanistan eru ungir menn, friðargæsluliðar sem hafa gengið um með byssur [Til hvers?]. Af hverju erum við ekki að flytja út okkar hugvit? Virkjanir, tækniþekkingu, manngæsku, mennt?
Hversvegna eru menn frá ÍSLANDI að ögra fólki af öðrum menningarheimi?

P.S. Í þágu kapítalismans?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 30/10/04 01:58

Heir heir! Það er nóg að þessir bévítans bandaríkjamenn séu að dreyfa sora um heiminn.

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 30/10/04 02:04

Endilega takið þátt í þessari kostningu:
http://217.160.163.211/globalvote2004/

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 30/10/04 03:01

Hví eru við íslendingar að skaka skellum að þeim menningarheimi sem við þekkjum ekki?
Við getum vel komið að okkar sjónarmiðum, sem ég held að séu ekki slæm á alþjóðavettvangi án þess að vera að klekja kúlum með stríðsherrum eins og Halldóri og Davíð.

Aukum mannréttindi!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 30/10/04 05:02

Meiri pening handa mér.

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/10/04 16:21

Það er nú varla þess virði að vekja hjá sér ergelsi út af þremur bjánum sem fengu að halda á vélbyssu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/04 16:38

Þetta snýst ekki um fjölda heldur afstöðu. En væri þetta um fjölda erum við ábyggilega næstum með jafn marga hermenn og BNA (miðað við hausa, eins og allt annað).

Ég hafði stoltur ávalt montað mig við útlendinga um það að við værum svo friðelskandi að við ættum engan her og við þyrftum hann ekki. Hér væru bara nokkrir víkingasveitamenn sem eingöngu pössuðu upp á að íslendingar og gestir þeirra höguðu sér vel.
En nú er öldin önnur, nú erum við sokkin í sama sora og heigulshátt að þurfa að spássera um annara manna sveitir og lönd með drápstæki undir annari hönd og skipun frá Bush í hinni.

Ræfildómur og aumingjaskapur.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/10/04 16:48

Ég hef staðið í þeirri trú að þessir guttar væru friðargæslumenn. Það er nú stigsmunur á milli þeirra og alvöru hermanna.

Varðandi herinn íslenska, þá hef ég alltaf haft á tilfinningunni að eina ástæðan fyrir því að við eigum ekki her sé sú að við höfum ekki efni á því. Ég þori að veðja að ef Íslendingar væru þúsund sinnum fjölmennari þá væru þeir marsérandi með heri sína út um allt á geðsjúku valdatrippi. Það er líklega út af smákóngakomplexinu sem allt of margir þjást af hér á landi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/10/04 16:59

Virkilega ógeðfelld mynd af þeim í Fréttablaðinu í gær held ég. Þar stóðu þeir fjórir gleiðbrosandi með bjór í hendi og voru í bolum sem á stóð: Chicken street - shit happens.

Shit happens? Þarna dó barn og ung kona - er það bara „shit happens“ í augum þessara ekkidáta? Smekklaust og virkilega heimskulegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/04 16:59

Já, nokkuð til í þessu hjá þér Hakuchi. EN ... maður sem ferðast gagngert til annars land vegna stríðs í því landi og tekur byssu með sér sem sitt aðal verkfæri. Jah, það er hermaður. Svo má vel flokka hermenn niður í friðargæsluliða og árásar-sérfræðinga og guð einn má vita hvað.

Niðurstaðan er allavegana sú að mér (ásamt fleirum) fannst ráðamenn þjóðarinnar svíkja þögult samkomulag milli almúga og ríkisstjórnar, sem hefur ríkjað á Íslandi í óramörg ár.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/10/04 17:07

Æ, ég sé þetta ekki á svona háspekilegum nótum. Sýnist þetta aðallega vera hlægilegur hálfvitaskapur. Það má ganga að því sem vísu að þessir menn eru athlægi þjóðarinnar frekar en 'hetjur'.

Ef ríkistjórnin fer að láta undan kynferðislegum órum Bjössa Bjarna um íslenskan her, þá geri ég hins vegar uppreisn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 30/10/04 17:08

Hakuchi mælti:

Ef ríkistjórnin fer að láta undan kynferðislegum órum Bjössa Bjarna um íslenskan her, þá geri ég hins vegar uppreisn.

Passaðu þig bara að gera uppreisn áður en herinn verður að veruleika. Annars gætirðu komist að því að Björn á sér fleiri drauma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/10/04 17:11

Oss finnst afar óeðlilegt að Íslendingar geti látið aðra (Bandaríkin og/eða NATO) sjá um varnir hér án þess að neitt komi á móti. Hvað ætti að koma á móti er stóra spurningin - ef það er eitthvað í Afghanistan er illmögulegt að komast hjá að hafa einhverja þar vopnaða eins og ástandið er þar.

Hinsvegar fór eiginlega um oss við að heyra í einum þessara manna í útvarpinu í gær eða fyrradag er hann sagði að árásarmaðurinn er sprengdi sig í loft upp væri núna eflaust hetja í himnaríki eða eitthvað svoleiðis (vér munum eigi orðalagið). Fyrir oss hljómaði þetta sem þetta hlyti að vera gróf móðgun fyrir mjög marga múslima því þeir aðhyllast eigi allir þá hugmyndafræði er snýst um heilagt stríð með tilheyrandi sjálfsmorðsárásum o.s.frv.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/04 17:17

Ég er alveg sammála því að þetta eru engar hetjur. En ég held samt að fæstir séu að hlæja. Mönnum er ekki skemt þegar kona og barn láta lífið vegna þess að íslendingar með byssu í hönd voru á rölti þar sem þeir áttu alls ekki að vera.
Og ég sé nú ekki að ég sé á neitt sérstaklega háfleygum nótum. Ég veit ekki hvernig maður ætti að ræða eitthvað ómerkilegt ef þetta þykir of hástemmt fyrir jafn mikilvægt mál.

En annars er ég náttúrulega bara bauni núna og kem ólíklega nokkurn tíman til baka, svo ég ætti kannski bara að halda mér saman um þessi mál.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/10/04 17:23

Eitt sem ég vil vita. Var þessi yfirmaður íslenskur?

Já þessi húmor þeirra er einstaklega smekklaus. Þeir ættu að hafa vit á að skammast sín.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/10/04 17:45

Vladimir Fuckov mælti:

Oss finnst afar óeðlilegt að Íslendingar geti látið aðra (Bandaríkin og/eða NATO) sjá um varnir hér án þess að neitt komi á móti.
.

Nákvæmlega, á meðan við erum í Atlantshafsbandalaginu þá verðum við að bíta í það súra epli að í slendingar sinni herþjónustu á erlendri grundu, þegar svo ber undir. Erum við eitthvað fínni eða dýrmætari heldur en aðrar bandalagsþjóðir t.d. á meginlandi Evrópu? Þvílíkur tvískinnungsháttur, að veifa friðar eða hlutleysisflaggi með annari hendinni og NATOfána með hinni hendinni. Þessa væmna friðarímynd af Íslandi er gjörsamlega óþolandi...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 30/10/04 18:04

Það vill bara svo vel til að við leggjum fram aðstöðu fyrir flugvöll sem er hernaðarlega séð mjög mikilvægur. (Jæja, hann var það á sínum tíma.) Og BNA menn jafnt sem aðrir þurfa bara að launa okkur þann greiða.

Og hvað er óþolandi við að vilja ekki taka þátt í drápum ?

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: