— GESTAPÓ —
Fimmtíu bestu skáldsögurnar - íslenskar / erlendar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/11/04 11:31

Ja, satt best að segja þá byggist þessi listi hjá mér einfaldlega á "Bókum" með stóru Béi og gildir einu hvort um er að ræða skáldsögu eða fræðirit. Málið er bara að bók Doktorsins er í svo skemmtilegum stíl að stundum er hún lyginni líkust...

Annars les maður alltof lítið nú um stundir, maður bíður bara eftir myndunum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/11/04 12:05

Tinni mælti:

Ja, satt best að segja þá byggist þessi listi hjá mér einfaldlega á "Bókum" með stóru Béi og gildir einu hvort um er að ræða skáldsögu eða fræðirit. Málið er bara að bók Doktorsins er í svo skemmtilegum stíl að stundum er hún lyginni líkust...

Annars les maður alltof lítið nú um stundir, maður bíður bara eftir myndunum...

Ég bíð hvað spenntastur eftir myndinni sem verið er að gera við Orðabók Blöndals.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/11/04 12:07

Mér skilst að Jerry Bruckheimer framleiði myndina.

Ég vil tilnefna Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðarsson. Það þótti mér einstaklega falleg saga. Að auki er titill bókarinnar afar fallegur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/11/04 17:09

Júlía mælti:

Þú minnir mig á homman, vin minn, sem tók aldrei eftir konum. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú ert að missa af öllu því sem hinn helmingur mannkynsins hefur skrifað? Þetta er eins og að lesa bara bækur eftir dökkhærða rithöfunda, eða rithöfunda með gleraugu.

Bið að heilsa vini þínum, hann hefur sjálfsagt reynt eins og ég að vera "eðlilegur" en án árangurs.

Ég hef gert alvarlegar og að því er ég tel fordómalausar tilraunir til að lesa rit eftir Amy Tan, Isabellu Allende, Susako Endo (biðst forláts ef ég stafset rangt nöfn þeirra), Vigdísi Gríms, Fríðu Á, Steinunni Sig ofl ofl, án þess að ná að ánetjast eða ná sambandi. Einu konurnar (fyrir utan barnabókahöfunda ss Enid Blyton?, Astrid Lindgren og Guðrúnu Helgadóttur) sem ég man eftir að hafa lesið af áfergju eru A. Christie og bandarískur spennusagnahöfundur hverrar nafn mér er ómögulegt að muna. En sem barn las ég semsagt bækur eftir konur jöfnum höndum og líkaði vel, en sennilega eftir að kynþroska var náð þá rofnaði sambandið. Er til skynsamleg skýring á þessu fröken Júlía?

Sem barn hlustaði ég á kvöldsögurnar á gömlu gufunni, ma rómana eftir Guðrúnu frá Lundi og hafði gaman af.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 3/11/04 17:38

Golíat mælti:

Bið að heilsa vini þínum, hann hefur sjálfsagt reynt eins og ég að vera "eðlilegur" en án árangurs.

Ég hef gert alvarlegar og að því er ég tel fordómalausar tilraunir til að lesa rit eftir Amy Tan, Isabellu Allende, Susako Endo (biðst forláts ef ég stafset rangt nöfn þeirra), Vigdísi Gríms, Fríðu Á, Steinunni Sig ofl ofl, án þess að ná að ánetjast eða ná sambandi. Einu konurnar (fyrir utan barnabókahöfunda ss Enid Blyton?, Astrid Lindgren og Guðrúnu Helgadóttur) sem ég man eftir að hafa lesið af áfergju eru A. Christie og bandarískur spennusagnahöfundur hverrar nafn mér er ómögulegt að muna. En sem barn las ég semsagt bækur eftir konur jöfnum höndum og líkaði vel, en sennilega eftir að kynþroska var náð þá rofnaði sambandið. Er til skynsamleg skýring á þessu fröken Júlía?

Sem barn hlustaði ég á kvöldsögurnar á gömlu gufunni, ma rómana eftir Guðrúnu frá Lundi og hafði gaman af.

Það var ekki ætlunin að dylgja um kynhneigð þína, Golíat, enda kemur mér hún ekkert við. Ég bið þig að fyrirgefa mér, ef þú móðgaðist; ég tók dæmið af því að mér finnst þetta dálítið sambærilegt.

Mér finnst í fullri alvöru stórmerkilegt og eiginlega sorglegt að lesa að sæmilega víðlesnir, skynsamir og að því er virðist víðsýnir karlmenn á besta aldri lesi ekki bækur eftir konur. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Af hverju telja karlar bækur kvenna ekki eiga neitt erindi við sig? Ég hef sjálf ekki hugsað út í það fyrr, en ég held að ég sé ekki sérstaklega meðvituð um það sem almennur lesandi hvort ég er að lesa bækur eftir konur eða karla. Ég vel ekki bækur 'af því að' kona skrifar þær - ekkert frekar en ég vel bækur 'þó að' karl hafi skrifað þær. Er einhver munur á því hvernig bækur konur og karlar skrifa? Þá er ég ekki að tala um rómana (sem fulltrúa dæmigerðra kellingabóka) eða spennusögur (í anda Sven Hassel, sem fulltrúa dæmigerðra karlabóka), heldur venjulegar skáldsögur. Skáldsagan 'Skipafréttir' eftir Annie Proulx finnst mér vera dálítið heppilegur 'prófsteinn'. Aðalsöguhetjan er karl og sagan gerist í 'karllegum' heimi í litlu sjávarþorpi á Nýfundnalandi. Þetta finnst mér vera skáldsaga sem ætti að geta höfðað til allra sem hafa gaman af vel sögðum sögum. Sú mynd sem dregin er upp af karlkyns persónum í sögunni finnst mér trúverðug - en er það kannski bara mitt 'kvenlega' sjónarhorn að villa um fyrir mér?

Mér finnst þetta sannarlega verðugt og skemmtilegt umhugsunarefni, hafandi lengstum haldið því fram að kynin séu í sjálfu sér fjarska svipuð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 3/11/04 20:35

Hér má ekki gleyma bókunum um múmínálfana eftir Tove Jansson. Í sérstöku uppáhaldi mínu eru
Halastjarnan - um hugsanlegan heimsendi
Eyjan hans Múmínpabba - finnskt thunglyndi af bestu sort
Vetraraevintýri í Múmíndal - kulda, einmanaleika og samviskukvölum lýst á ógleymanlegan hátt. Thó endar bókin vel og gefur von um betri tíd.

Thad maetti endurútgefa thessar baekur komandi kynslódum til gagns og gamans.

Hvad vardar baekur Jane Austen verd ég ad lýsa addáun minni á skemmtilegri og oftar en ekki hádslegri thjódfélagsrýni í bókum hennar. Sá hluti Austen virdist oft fara fyrir ofan gard og nedan hjá lesendum sem stimpla baekur hennar sem endurnotanleg handrit fyrir misleidinlegar búningamyndir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/11/04 21:29

'Skipafréttir' eftir Annie Proulx er góð. Góð bók er góð bók hvort sem hún er skrifuð af karli eða konu. Held bara að stórskáld séu fleiri meðal karlmanna, ennþá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 4/11/04 13:01

Bernskan, ritsafn Sigurbjörns Sveinssonar, er vanmetið snilldarverk. Sjaldan hefur einn skósmiður gert jafn góðar barnasögur.

(1x9 er 9, 2 x 9 er 18 og 3 x 9 er 27. En ég segi ykkur ekki hvað 4 x 9 er nema ég fái dóttir konungs fyrir konu ... og hálft kóngsríkið með)

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 4/11/04 13:31

Júlía, ég tók það alls ekki þannig að þú værir að dylgja um kynheigð mína og þó svo hefði verið þá væri það í góðu lagi. Mér finnst bara hið besta mál ef menn tjá sig hressilega og segji öðrum til syndanna ef svo ber undir.
En þetta með kvennabækurnar er bara eitthvað sem ég uppgötvaði fyrir nokkrum árum. Við hjónakornin fáum gjarnan tvær- þrjár bækur í jólagjöf hvort (eftir ábendingum um hvað sé á óskalistanum) og ár eftir ár hefur það verið þannig að hún hámar í sig sínar, og mínar og ég les mínar en gefst upp á hennar skammti.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 4/11/04 13:35

Það má ekki gleyma snilldarverkunum hans Stefáns Jónssonar. Mínir menn, ætti að vera skyldulesning hverju íslensku ungmenni.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 4/11/04 14:16

Golíat mælti:

Það má ekki gleyma snilldarverkunum hans Stefáns Jónssonar. Mínir menn, ætti að vera skyldulesning hverju íslensku ungmenni.

Stefán Jónsson er sannarlega góður höfundur. Má ég benda þér á að glugga í minningabók Jakobínu Sigurðardóttur, Í barndómi? Þú gætir haft gaman af henni. Eins var gaman að lesa minningabók Astrid Lindgren (man ekki hvað hún heitir).

Hvað með höfunda eins og Mariönnu Fredrikson, hins sænsku? Mér finnst Hanna, Anna og Jóhanna ein besta bók sem ég hef lesið, en kannski fellur hún í flokk 'kvenlegra' bóka. Hefur einhver ykkar heiðursmanna lesið bækur Fredrikson?

‹Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt - takk fyrir greinargóð svör, Golíat!›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 5/11/04 10:53

Já, ég verð að fara að gera eitthvað í þessu með "kvennabækurnar". Líst vel á Hönnu, Önnu og Jóhönnu, heyrði lesið úr henni á Gufunni einhvern tímann. Þakka góð ráð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 10/11/04 21:50

Bestu bækurnar að mínu mati:

Blóð Annálarnir (Vampire Chronicles whatever) eftir Anne Rice
Harry Potter bækurnar 5 (enn sem komið er því miður) eftir J.K. Rowling
The Lord of the Rings tríólógían eftir J.R.R. Tolkien
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness
Börn Jarðar eftir Jean Auel

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlátraBjargur 8/12/04 14:55

Er mikill lestrarhestur og vonlaust að koma með tæmandi lista. Vil ég þó nefna nokkrar sem höfðu mikil áhrif á vesælt sálartetrið.

- Sjálfstætt Fólk - Laxness
- Bréf til Láru - Þórbergur
- Emma - Austen
- Wuthering Heights (Fýkur yfir Hæðir á því ylhýra) - Bronte
- Amazing adventures of Cavalier & Klay - Chabon
- Bleak House - Dickens
- Heart of Darkness - Conrad
- Picture of Dorian Gray - Wilde
- The Last Temptation - Kazantzakis

Og u.þ.b. milljón aðrar. Er núna að lesa eina alveg þrælgóða. "Jonathan Strange & Mr. Norrell" eftir Susanna Clarke. Skrifar í sama stíl og Jane Austen, en með fantasíukeim. Frekar magnað verk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 8/12/04 18:32

SlátraBjargur mælti:

Er núna að lesa eina alveg þrælgóða. "Jonathan Strange & Mr. Norrell" eftir Susanna Clarke. Skrifar í sama stíl og Jane Austen, en með fantasíukeim. Frekar magnað verk.

Er það bókin sem hefur verið kölluð Harry Potter fyrir fullorðna? Þessi um galdramennina? Ég hef verið að svipast um eftir henni, en enn ekki fundið hana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 13/8/05 11:26

Aldrei þessu vant er ég sammála Voff - Á ritsafnið Bernskuna og las í tætlur á yngri árum...

Annars eru bækurnar mínar þessar

Birtingur eftir Voltaire

Réttarhöldin eftir Kafka

Búlgakov - Meistarinn og Margaríta og kannski ekki síður Örlagaeggin

Glæpur og refsing eftir Dostojevski

Hroki og hleypidómar eftir Austin - á frummálinu, þýðingin er bara prump

Skytturnar eftir Dumas - í óstyttri útgáfu (var reyndar 9 ára þegar ég las hana síðast en hún er góð í minningunni).

Lífsþorsti eftir Irving Stone

Mannorðsmissir Katrínar Blum eftir Heinrich Böll

Kátir voru karlar eftir John Steinbeck - sorglega lítið þekkt og vanmetin bók

Íslenskar bækur (með kannski Gunnar Gunnarsson sem undantekningu) mætti svo mín vegna brenna á báli eins og þær leggja sig og eiga ekki heima á þessum lista...

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Montessori 13/8/05 11:42

Sjálfstætt fólk
Djöflaeyjan
101 Reykjavík
Englar alheimsins
Paula
Brennunjálssaga
Laxdæla
Pilots wife
Airframe
Höll minninganna
Saltkráka
Jón Oddur og Jón Bjarni
Nancy Drew bækurnar

Þetta er bara smá brot af því sem mér datt svona í hug í fljótu bragði listinn gæti verið mun lengri.

María mey. Eigandi eftirfarandi fyrirtækja og fjelaga: BF Group® Ltd., Baggaflug hf.® og Loftfari®.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 17/8/05 15:25

krumpa mælti:

Aldrei þessu vant er ég sammála Voff - Á ritsafnið Bernskuna og las í tætlur á yngri árum...

Annars eru bækurnar mínar þessar

Birtingur eftir Voltaire

Réttarhöldin eftir Kafka

Búlgakov - Meistarinn og Margaríta og kannski ekki síður Örlagaeggin

Glæpur og refsing eftir Dostojevski

Hroki og hleypidómar eftir Austin - á frummálinu, þýðingin er bara prump

Skytturnar eftir Dumas - í óstyttri útgáfu (var reyndar 9 ára þegar ég las hana síðast en hún er góð í minningunni).

Lífsþorsti eftir Irving Stone

Mannorðsmissir Katrínar Blum eftir Heinrich Böll

Kátir voru karlar eftir John Steinbeck - sorglega lítið þekkt og vanmetin bók

Íslenskar bækur (með kannski Gunnar Gunnarsson sem undantekningu) mætti svo mín vegna brenna á báli eins og þær leggja sig og eiga ekki heima á þessum lista...

Úpps sé að ég hef alveg gleymt konunum - ja, ég er þá líklegast ekki hommi...

En hér koma þær:

Ævi og ástir kvendjöfuls eftir Fay Weldon - ætti að vera skyldulesning.

Kvennaklósettið eftir Marilyn French - ástarsögurnar hennar eru bara bull en þessi er klassík!

Auður Haralds (þrátt fyrir þjóðerni) - eiginlega bara allar bækurnar; Baneitrað samband á Njálsgötunni og Læknamafían samt fremstar í flokki.

Svo er auðvitað Vonnegut (þrátt fyrir að vera ekki kona) : Guðlaun Herra Rosewater og Timequake.

Má svo ekki gleyma aðalbókinni...J.D. Salinger - reyndar er allt þetta litla sem hann hefur skrifað allt saman brill en Catcher in the rye ber af.

Meira síðar...

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: