— GESTAPÓ —
Fimmtíu bestu skáldsögurnar - íslenskar / erlendar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/11/04 18:10

Þér væri hollast að lesa Jane Austin komplett; þá fyrst værirðu í húsum hæfur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/11/04 18:11

Nei það gæti ég ekki. Ég er gagnkynhneigður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/11/04 18:13

Sá sem vill skilja konur ætti að lesa bækur eftir konur. Eðli málsins samkvæmt ættu þær að hafa heldur meiri innsýn í hugarheim kvenna en gagnkynhneigðir karlmenn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/11/04 18:14

Er ekki nóg að sjá bíómyndina?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 1/11/04 19:37

Það er jafnvel of mikið.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/11/04 20:44

Til þess að vera góður kvennamaður þá verður maður að vera hálfur kvenmaður. Ekki í þeim skilingi að hafa endilega óeðlilegan áhuga á sápuóperum, né heldur að vera undirgefinn (já, því miður er það víst staðreynd að enn í dag er það talið félagslegt norm að konur séu undirgefnari en karlar, a.m.k. þegar að tilhugalífi kemur).

Þetta þýðir frekar að nauðsynlegt er bæði að skilja og virða konur eftir fremsta megni. Þetta er ekki nema rökrétt: Sá sem ræktar kvenhlið sína á agaðan hátt veit hvernig konur hugsa og getur því komið sér inn á hjá þeim, svo lengi sem hann kann að nýta sér þessa þekkingu í praxís. Það er reyndar oft flóknara en fræðilega hliðin.

En nú er þetta röfl mitt komið langt út fyrir umræðuefni þráðsins. Nefni ég því bókina Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera til sögunnar sem dæmi um gott bókmenntaverk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/11/04 05:36

Hakuchi mælti:

Ég las næstum því Ursulu Le Guin einu sinni.

Og hvað kom fyrir? Ursula K. Le Guin er nú meiri snillingur. Left Hand of Darkness get ég mælt með, einnig Birthday of the World. Enda fjölluðu Earthsea-bœkurnar um ungan dreng og galdraskóla löngu áður en Harry Potter sá dagsins ljós.

En fáir slá Baronessen. Syv fantastiske Fortællinger er á listanum hjá mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 2/11/04 09:56

Íslandsklukkan. Laxness gerir Jón Hreggvidsson ad skemmtilegustu andhetju sem uppi hefur verid.
Fóstbraedrasaga. Fyndnari bók hefur ekki verid skrifud.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 2/11/04 11:07

Þessar koma strax upp í hugann....
Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur
Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Arto Paasilinna
Svo fögur bein eftir Alice Sebold
...nú og síðan allar þær góðu bækur sem ég las fyrir löngu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/11/04 11:17

Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur er afbragðs lesning, frábærlega skrifuð og varpar nýju ljósi á goðsöguna af Óðni og Skáldamiðinum í Snorra-Eddu. Úrvinnsla á menningararfinum eins og hún gerist best.

Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttir er grípandi saga.

Í barndómi eftir systur hennar, Jakobínu Sigurðardóttir, er sannkölluð perla, ótrúlega falleg lítil bók.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 2/11/04 11:20

Er ekki stemming fyrir Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck eða Útlendingnum eftir Camus (hét hann það ekki alveg örugglega). Þetta eru bækur sem höfðu mikil áhrif á mig á sínum tíma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 2/11/04 18:10

Júlía mælti:

Hafið þið aldrei lesið bækur eftir konur? Hilmar er sá fyrsti sem nefnir bók sem kona hefur skrifað.

Hér kemur uppljóstrun: Það er allt í lagi að karlar lesi bækur eftir konur - þær eru ekki allar 'kerlingabækur'!

Ég hef reynt, og reynt aftur, en Agatha Christie er sú eina sem ég næ sambandi við, en bækurnar hennar eru skelfilega misjafnar og ef manni tekst ekki tímanlega að henda gagnrýnisgleraugunum, þá ríður þetta yfirstéttarþjóðfélag eða öllu heldur yfirstéttartómarúm sem sögurnar gerst í manni gjörsamlega á slig.
En Allende, Endo, Vigdís Gríms og hvað þær heita allar, ná ekki til mín eða ég til þeirra.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/11/04 18:12

Þú minnir mig á homman, vin minn, sem tók aldrei eftir konum. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þú ert að missa af öllu því sem hinn helmingur mannkynsins hefur skrifað? Þetta er eins og að lesa bara bækur eftir dökkhærða rithöfunda, eða rithöfunda með gleraugu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/11/04 18:20

Ég verð að viðurkennna að ég hef ekki meðvitað hunsað kvenrithöfunda. Nema kannski Barböru Cartland og þess háttar en ég forðast hana eins og ég forðast marga skelfilega færibandakarlhöfunda á borð við John Grisham.

Það veldur mér nokkurri undrun að þegar ég hugsa málið þá get ég ómögulega munað eftir sögu, skrifuð af kvenmanni, sem ég hef lesið. Ég er þó handviss um að ég hafi keypt einhvern reyfara eftir konu fyrir þó nokkrum árum en ég bara man ekki nafn hennar. Það var fínn, léttleikandi reyfari.

Aha! Rumiko Takahashi! Hún er kómískur snillingur. Að vísu er hún bara manga höfundur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/11/04 18:27

Ég legg til að þeir karlmenn hér sem sjaldan eða aldrei hafa lesið bækur eftir konur geri tilraun til þess. Blessunin hún Barbara er ekki dæmigerður kvenrithöfundur, frekar en höfundur Morgan Kane seríunnar (hvurs nafn ég man ekki í svipin - Stevenson?) er dæmigerður fulltrúi karlhöfunda.

Ami Tan hefur skrifað margar bækur sem gerast að einhverju leyti í Kína. Gluggaðu í Leik hlæjandi láns, Hakuchi minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/11/04 18:29

Já. Ég var næstum því búinn að lesa Amy Tan einu sinni. Það fór forgörðum eins og margt annað. Reyndar las ég í Fréttablaðinu um kínverskan kvenrithöfund sem skrifaði bók um konu í Tíbet sem leitaði í 30 ár að manninum sínum. Líst vel á þá bók. Hún má víst ekki koma til landsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 2/11/04 22:19

Ég er nú kannski ekki mjög víðlesinn og kannski bara meira svona kjölfróður, en kjölfræði er mjög vandmeðfarin fræðigrein.

Góðar íslenskar bækur eru t.d. þessar:

1. "Punktur, punktur, komma, strik"- Pétur Gunnarsson
2. "Sjálfstætt Fólk" - Halldór Laxness
3. "Of Sögum Sagt" - Þórarinn Eldjárn
4. "Hjartað býr enn í helli sínum" - Guðbergur Bergsson
5. "Englar Alheimsins" - Einar Már Guðmundsson
6. "Jón Oddur & Jón Bjarni" - Guðrún Helgadóttir
7. "Búrið" - Olga Guðrún Árnadóttir
8. "Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns" - Ásta Sigurðardóttir
9. "Þar sem Djöflaeyjan rís" - Einar Kárason
10. "Eru ekki allir í stuði?" - Gunnar Lárus Hjálmarsson
11. "Vögguvísa" - Elías Mar
12. "Riddarar hringstigans" - Einar Már Guðmundsson

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 3/11/04 11:12

Er ekki bók Dr. Gunna fræðirit fremur en skáldsaga? Kannski þyrfti að hafa sér flokk fyrir íslensk fræðirit.
Þar væri Fyrsti málfræðingurinn með 'Fyrstu málfræðiritgerðina' ofarlega á blaði, Snorri Sturluson með 'Snorra-Eddu', Jón Helgason með 'Handritaspjall', Einar Ólafur Sveinsson með 'Á Njálsbúð - bók um mikið listaverk' (bók Einars er sérlega skemmtileg, frekar en beinlínis fræðileg skv. nútímalegum kröfum), Sigfús Blöndal 'Dönsk-íslensk orðabók' (eða var það öfugt?) og tvímælalaust 'Íslenskir þjóðhættir' eftir Jónas Jónasson - stórfróðleg og bráðskemmtileg lesning.

        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: