— GESTAPÓ —
Peel no more.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/10/04 14:45

Þá er hinn goðsagnakenndi útvarpsmaður John Peel látinn. Hver kannast ekki við að eiga "Peel Sessions" með uppáhaldsgrúbbunni sinni einhverstaðar?
Þessi maður kynnti umheiminn fyrir heilu kynslóðunum af músikkönntum. Nú er bara spurning hvort Óli Palli taki ekki við kyndlinum?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/10/04 14:55

Ég átti Peel Session disk með The Smiths, frábært stöff.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 14:56

Þessi Peel hefur farið fram hjá mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 15:37

Vá! Þú segir aldeilis fréttir! Hvernig lést hann? Var hann ekki á besta aldri?

Já, einmitt Smithsplatan var frábær og líka einhverjar upptökur sem ég hef heyrt með Joy Division.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/10/04 15:58

Hann fékk hjartaáfall karlgreyjið.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/10/04 15:58

Smiths kommon, hlustuðu þið virkilega á þann fjanda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 15:59

Smiths var úrvals hljómsveit. Eitt af því fáa góða sem 9. áratugurinn hefur upp á að bjóða.

Var Smithsplatan Hatful of Hollow þá á vegum Peels? Sá að eitthvað var tekið upp hjá BBC þar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 26/10/04 16:02

Hakuchi mælti:

Smiths var úrvals hljómsveit. Eitt af því fáa góða sem 9. áratugurinn hefur upp á að bjóða.

Var Smithsplatan Hatful of Hollow þá á vegum Peels? Sá að eitthvað var tekið upp hjá BBC þar.

Hvað með Duran Duran? Hvað með Spandau Ballet? Hvað með Söndru? ‹Hlær hæðnislega› Þú ert bara svo ungur, góði, að þú mannst ekki eftir þessum blómaárum tónlistarinnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/10/04 16:02

Jamm, og geri enn, "but I'm still fond of you, ahaha"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/10/04 16:07
Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 16:09

Hvernig kynntist þú honum Vamban? Voru hans þættir í gangi hér á landi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/10/04 16:17

Nei, ég kynntist þessu manni fyrst í gegnum Peel Sessions. Þar vissi maður að væru mögulega á ferð bönd sem ættu eftir að láta af sér kveða enda uppgötvaði hann þau allmörg. Ég gerði mikið af því hérna í gamla daga (áður en Netið kom) að panta umrædd session af breskum póstlista. Þá var ég mikið í dauðarokkinu og yfirleitt fyrstur með nýjasta efnið. Var alltaf löngu búinn að heyra í vissum böndum áður en nokkur maður heyrði í þeim hér.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/10/04 16:17

Kæri Vamban í ljósi þess að þessi mikli maður er fallinn frá legg ég til að lagið "What difference does it make" verði sett á góðulagalistann frábæra sem þú ert með í smíðum í stað "Some girls are bigger than others"

Þetta lag er á Peel Sessions disk The Smiths í frábæru rokki, miklu hrárra og lifandi heldur en orginallinn.

Þetta væri þá til heiðurs þessum brautryðjanda margra hljómsveita, þær voru ekki ófáar sem fengu sitt fyrsta breik hjá honum.

Minnir endilega að það sé til Peel Sessions diskur með Sykurmolunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/10/04 16:20

Þetta má vissulega athuga.

Sykurmolarnir komu alveg örugglega við hjá Peel. Get ekki trúað öðru.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/10/04 16:32

Tilvitnun:

Nafni missti þennan óskapnað út úr sér: Smiths kommon, hlustuðu þið virkilega á þann fjanda

.

Nei heyrðu mig nú Nafni minn, snjalli vinur kæri. Smiths voru án efa eitthvert albesta band Bretlands á sinni tíð. Þunglyndislegir textar og sérkennilegar en jafnframt melódískar lagasmíðar gerðu bandið að uppáhaldi hjá mörgum unglingnum. Nú er Morrisey orðinn vinsæll aftur og fagna ég því mjög.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 16:34

Tek undir með voffa. Morrissey er skemmtilegur í sinni angurværð og með sinn skemmtilega húmor.

‹Hang the D.J.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/10/04 17:15

Jú ég skal viðurkenna að hafa kannske misst mig út í eitt eða tvö dill við undirleik Smiðanna hér í gamla daga. Annars var tónlistarsenan eitthvað svo andskoti hýr á þessum tíma s.b. innlegg Júlíu hér að ofan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/10/04 18:24

Nina Hagen var það besta við níunda áratuginn... að sjálfsögðu, rétt upp hendi þeir sem muna eftir henni?

Segi svona... allt í lagi, ég var Duran Duran grúppía

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: