— GESTAPÓ —
Líf á öðrum hnöttum
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/10/04 23:56

Ég hef það á tilfinningunni að það sé líf á öðrum hnöttum og að þeir hafi tækni yfir að ráða til að kíkja í heimsókn til okkar... samt held ég að þeim langi nú ekkert mikið að hitta okkur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 18/10/04 00:33

Já, af hverju ættu háþróaðar geimverur, sem lifa í friði á sínum heimaslóðum að koma til jarðar þar sem eina sem við gerum er að drepa hvort annað?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 18/10/04 01:49

Spurðu ei um líf á öðrum hnöttum, fyrr en þú hefur fullvissað þig um að einnig sé líf á þessum hnetti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 18/10/04 09:46

Skabbi skrumari mælti:

Ég hef það á tilfinningunni að það sé líf á öðrum hnöttum og að þeir hafi tækni yfir að ráða til að kíkja í heimsókn til okkar... samt held ég að þeim langi nú ekkert mikið að hitta okkur...

Ég hef spjallað aðeins við þær og þær segjast alveg vera til í að hitta svona háþróaðar verur eins og Bagglýtingar eru, hinsvegar er restin af mannkyninu sem fælir frá.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 10:37

Má þá búast við að verurnar komi á næstu árshátíð, þegar og ef hún verður haldin?

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/10/04 10:42

Getur einhver frætt oss um hve margar geimverur voru á síðustu árshátíð ? ‹Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare Earth við fyrsta tækifæri›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 18/10/04 10:43

Vladimir Fuckov mælti:

Getur einhver frætt oss um hve margar geimverur voru á síðustu árshátíð ? ‹Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare Earth við fyrsta tækifæri›

Já en geri það ekki. Bundinn þagnareið.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 18/10/04 12:32

Goggurinn mælti:

Já, af hverju ættu háþróaðar geimverur, sem lifa í friði á sínum heimaslóðum að koma til jarðar þar sem eina sem við gerum er að drepa hvort annað?

af sömu ástæðu og við förum í bíó ‹Stekkur hæð sína›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 18/10/04 12:36

Tilvitnun:

Tinni tautaði: Spurðu ei um líf á öðrum hnöttum, fyrr en þú hefur fullvissað þig um að einnig sé líf á þessum hnetti.

Já það ætti kannski eftir að koma upp úr dúrnum að kannski er ekkert líf á jörðinni. Kannski erum við jafn "lifandi" og steinar, vatn eða lofttegundir. Er lífið kannski bara ímyndun ein, eitthvað sem við höldum að sé til. Hvernig skilgreinum við líf? Með spurningunni um vitsmuni? Geta tölvur talist lifandi ef þær eru meðvitaðar um eigin tilvist? Eða skilgreinum við líf með dauðanum? Er allt það lifandi sem getur dáið? Og hvað er dauðinn svo sem? Frumuendurnýjun hættir. Bruni hættir. Ljóstillífun hættir. Er það eitthvað öðruvísi en það þegar vatn frýs eða steinar brotna niður og verða að sandi?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/10/04 15:28

Já nú er sko líf í tuskunum! Haleluja.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 18/10/04 16:37

Vladimir Fuckov mælti:

Getur einhver frætt oss um hve margar geimverur voru á síðustu árshátíð ? ‹Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare Earth við fyrsta tækifæri›

Ég veit að það var ein sem sat við borðið úti í horni og sagði mig hafa ráð undir rifi hverju.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/04 22:58

Þetta er náttúrulega allt spurning um skilgreiningar, við skilgreinum okkur sem lifandi, en hver segir að aðrar „líf“-verur skilgreini ekki líf öðruvísi...

Eru ekki lífverur skilgreindar á þessari plánetu sem þær verur sem hafa skipulögð og flókin efnaskipti, æxlast og þróast?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 20/10/04 23:48

Skabbi skrumari mælti:

Þetta er náttúrulega allt spurning um skilgreiningar, við skilgreinum okkur sem lifandi, en hver segir að aðrar „líf“-verur skilgreini ekki líf öðruvísi...

Eru ekki lífverur skilgreindar á þessari plánetu sem þær verur sem hafa skipulögð og flókin efnaskipti, æxlast og þróast?

Mér sýnist nú á öllu að ekki þurfi að uppfylla öll þessi skilyrði til þess að teljast lífvera. Herbert Guðmundsson uppfyllir til dæmis mér vitanlega ekkert af þessum skilyrðum, en hann hefur jú löngum verið talinn íslenskur (öðrum íslendingum til mikillar skammar), og til þess hefði ég haldið að hann þyrfti að vera lífvera. Eftilvill er eitthvað sem mér hefur yfirsést, ef svo er má einhver endilega benda mér á villu mína.
‹hellir viskíi í glas og sýpur á› Skál!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 22/10/04 10:23

Mikill Hákon mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Getur einhver frætt oss um hve margar geimverur voru á síðustu árshátíð ? ‹Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare Earth við fyrsta tækifæri›

Ég veit að það var ein sem sat við borðið úti í horni og sagði mig hafa ráð undir rifi hverju.

Ég man bara að þú varst orðinn ansi „speisaður“ þarna í teitinu þannig að ekki er ólíklegt að þú hafir rekist á geimveru.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 22/10/04 11:16

Skabbi skrumari mælti:

Ég hef það á tilfinningunni að það sé líf á öðrum hnöttum og að þeir hafi tækni yfir að ráða til að kíkja í heimsókn til okkar... samt held ég að þeim langi nú ekkert mikið að hitta okkur...

Nei, af hverju ætti svo sem einhver að vilja hitta ikkur ‹Hlær í laumi›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 23/10/04 00:10

Háþróaðar geimverur líta á okkur sem "heimskar kindur", við verðum að fara í stríð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 23/10/04 17:37

Nafni mælti:

Mikill Hákon mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Getur einhver frætt oss um hve margar geimverur voru á síðustu árshátíð ? ‹Sér samsæri í hverju horni en ákveður svo að lesa Rare Earth við fyrsta tækifæri›

Ég veit að það var ein sem sat við borðið úti í horni og sagði mig hafa ráð undir rifi hverju.

Ég man bara að þú varst orðinn ansi „speisaður“ þarna í teitinu þannig að ekki er ólíklegt að þú hafir rekist á geimveru.

Hvað ertu að tala um!? ‹roðnar og byrjar að bakka í átt að dyrunum›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/10/04 15:29

Svona í alvöru þá trúi ég því að það er stærðfræðilega ómögulegt að ekki leynist líf annars staðar.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: