— GESTAPÓ —
Þúsundasti þáttur spaugstofunnar
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 21/10/04 23:59

BÚMM!!!‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/04 00:07

Kristallur Von Strandir mælti:

BÚMM!‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Þetta eru meiru strákapörin, farðu og leiktu þér að hurðasprengjunum annars staðar...

Þið voruð að segja?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 22/10/04 08:28

Jú, við vorum að spjalla um kyn foreldra, á þessum síðustu og verstu er það á reiki eins og svo margt annað.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 22/10/04 09:04

Tilvitnun:

farðu og leiktu þér að hurðasprengjunum annars staðar...

En hann var með Kínverja.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nautnanaut 24/10/04 11:05

Ég hef sökum fjarveru frá íslandsströndum síðastliðna mánuði leyft ruv.is að malla á hinum skjánum í tölvunni hjá mér. Spaugstofan er fyrir sama fólk og missir sig yfir því að fara á menningarnótt, eins og það sé eitthvað meiriháttar mál, að fara í borg dauðans (hver man eftir 10. áratugnum?) Þetta sama fólk kaupir Toblerone í fríhöfninni og Rowntree Macintosh af því að það er svo ódýrt. Nú, svo skálar það líka í Bailey´s á fríhafnarbarnum, í staðinn fyrir að kaupa bara flösku í fríhöfninni og drekka af stút inni á einhverju af hinum fjölmörgu salernum flugstöðvarinnar, eins og veraldarvanir flugfarþegar gera öllu jöfnu. Og "þetta" fólk klappar líka þegar flugvél lendir. Ætli það klappi líka þegar Spaugstofan er búin? Klappar þetta fólk í bíó?

Sá yðar sem húmorslaus er, klappi fyrsta klappinu.

p.s. hvernig set ég inn "avatar" á notendann minn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 24/10/04 14:42

Nautnanaut mælti:

Ég hef sökum fjarveru frá íslandsströndum síðastliðna mánuði leyft ruv.is að malla á hinum skjánum í tölvunni hjá mér. Spaugstofan er fyrir sama fólk og missir sig yfir því að fara á menningarnótt, eins og það sé eitthvað meiriháttar mál, að fara í borg dauðans (hver man eftir 10. áratugnum?) Þetta sama fólk kaupir Toblerone í fríhöfninni og Rowntree Macintosh af því að það er svo ódýrt. Nú, svo skálar það líka í Bailey´s á fríhafnarbarnum, í staðinn fyrir að kaupa bara flösku í fríhöfninni og drekka af stút inni á einhverju af hinum fjölmörgu salernum flugstöðvarinnar, eins og veraldarvanir flugfarþegar gera öllu jöfnu. Og "þetta" fólk klappar líka þegar flugvél lendir. Ætli það klappi líka þegar Spaugstofan er búin? Klappar þetta fólk í bíó?

Sá yðar sem húmorslaus er, klappi fyrsta klappinu.

p.s. hvernig set ég inn "avatar" á notendann minn?

Svo sannarlega orð í tíma töluð og má kannski bæta því við að þetta sama fólk bíður alla vikuna eftir þvi að það geti klætt sig í uppáhaldsflíspeysuna sína og farið í henni í Bingó í Vinabæ. Á haustin eru sérstök hátíð hjá þessu fólki en þá tekur það slátur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 24/10/04 16:18

Svo er þessi lýður að halda uppá jólin, 17. júní, fimmtugsafmælin, fara á ættarmót, borga skatta, vinna myrkranna á milli og jafnvel legga fyrir til elliáranna. Svei! Þá er nú betra að vera heimsborgari í 101.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/10/04 17:58

Nú skyldi ég hlægja hefði ég hreifanlegt andlit.

Hinsvegar gerði ég það að skömm minni í gærkveldi að sleppa því að horfa á Gísla Martein og sá í staðinn á stöð 2 skemmtiþátt með Drew Carey. Þessi þáttur hét Whose Line is it Anyway og var kynning á hinum mörgu hliðum gamanleiks.

Hló mig máttláusan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 24/10/04 18:55

Annars, talandi um Spaugstofuna. Þátturinn í gær var bara fyndinn og fínn, en ég tók eftir því að hluti grínsins um brunaútkallið í Þjóðleikhúsinu fólst í einhverskonar tilvísun í þann atburð þegar Rómarborg brann og Neró keisari spilaði á hörpu. Því kom það manni svolítið spánskt fyrir sjónir að sjá SpaugstofuNeróinn spila á fiðlu. Slík hljóðfæri voru nefninlega fundin upp um 500 árum eftir að Róm brann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 24/10/04 19:48

Ég sá ekki þáttin. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 24/10/04 19:54

‹Huggar bauv og tekur hann í fangið og lætur hann ropa á öxlinni› Svona, svona þátturinn verður endurtekinn seint annað kvöld. Svona litlir apar eru nú varla komnir í háttinn þá. eða er það svo?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 24/10/04 19:55

‹Stekkur hæð sína og drepur sig›

Hvað, hver, hvur
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nautnanaut 25/10/04 11:14

<life>
Horfa á Gísla Martein og svo Spaugstofuna.
</life>

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 00:10

Vakin skal sérstök athygli á því að Spaugstofan verður endursýnd alveg rétt á eftir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:13

‹Einbeitir sér að missa af henni. ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 00:15

Nei, þetta var fyndinn þáttur, sérstaklega atriðið á geðdeildinni. Eiginlega eins og Baggalútsskets....svei mér þá!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:18

Í guðanna bænum ekki bera Baggalút saman við þá hörmung sem Spaugstofan er. Ritstjórn Baggalúts yrði svo sár að hún væri vís til að loka vefsvæðinu og hætta öllum opinberum afskiptum. Þetta er móðgun en ekki hól Tinni!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 00:22

Horfðu a.m.k. á geðdeildarsketsinn... Það er eins og það sé í tísku að níða niður Spaugstofuna.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: