— GESTAPÓ —
Versta mynd sem þið hafið séð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Vestfirðingur 14/10/04 14:42

Wild Orchid og KarateKid 3 eru í sérklassa. Af innlendum auðvitað Opinberun Hannesar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 14/10/04 14:46

Opinberun Hannesar er vissulega freistandi sem versta myndin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 14/10/04 14:47

Lélegasta mynd sögunnar, ég tel myndina „Militia“ verðskulda þann sess, Ed Wood er snillingur miðað við leikstjóra myndarinnar

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Vestfirðingur 14/10/04 14:48

Önnur gleymd perla er "Veiðiferðin" eftir Andrés Indriðason.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/10/04 14:50

Versta íslenska myndin er efalaust "Hvíti víkingurinn", en hún er svo bjánaleg að kannski er hún verðandi költ í framtíðinni. Eina skiptið sem ég hef skammast mín fyrir að vera íslendingur, var þegar ég sat yfir þessari mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 14/10/04 14:51

Já, Opinberunin var vond. Annars legg ég til eftirfarandi top fimm af myndum sem ég hef því miður séð:

1. Battlefield Earth
2. Opinberun Hannesar.
3. Speed 2: Cruise Control
4. Solaris
5. Ballistic: Ecks vs. Sever

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/10/04 14:54

Vér vitum eigi hvort vér eigum að nefna hér Plan 9 From Outer Space því hún er svo ólýsanlega léleg að hún var hin besta skemmtun.

Svo munum vér eftir hræðilegri byrjun á mynd í RÚV (ef vér munum rétt) á (líklega) síðasta áratug um afleiðingar jarðskjálfta í USA, vér slökktum á sjónvarpinu eftir um 10 mínútur. Eigi munum vér hvað þessi hörmung hét en miðað við hvernig hún byrjaði var hún versta mynd er vér höfum séð, reyndar að líkindum sú lang versta.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 14/10/04 15:01

Plan 9 from Outer Space er svo klaufalega klippt að það er ekki annað hægt en að brosa. Sviðsmyndin er líka sér á báti, sérstaklega er mér minnistæður flugstjórnarklefi í einu atriðinu. Leikarnir eins og þeir séu að leika í allt öðrum myndum og hljóðhönnunin ein kakófónía. "Opinberun Hannesar" var hreinasta Golgata.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 14/10/04 15:48

Þessi mynd er án efa sú lélegasta sem ég hef séð.


En það er Jerry Mcgueira, eða hvað þetta nú heitir alltsaman á útlensku.

Góðar stundir.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 14/10/04 15:55

Úff, þær eru allnokkrar slæmar myndir sem maður hefur séð gegnum tíðina.
Hérna koma nokkrar verulega slæmar:

Highlander 3
Police Academy 7
Wrongfully Accused(sá bara 10 mín en það var meira en nóg)
Speed 2: Cruise Control
Son Of The Pink Panther
Black Sheep(Fyrir utan "kill whitie" atriðið)
National Lampoon´s Loaded Weapon(Mér fannst þessi mynd æði á sínum tíma og keypti mér hana fyrir spottprís í Englandi í fyrra svona til að rifja upp gamlar minningar.... það voru mikil mistök. Hef sjaldan upplifað annan eins óþverra og slökkti á henni eftir korter)
Sister Act
Chocolat
Fair Game

margar fleiri...

Svo er annað mál með myndir sem eru svo lélegar að hægt er hafa gaman af þeim. Meðal mynda sem fara í þennan flokk eru Commando, Double Team og Showdown In Little Tokyo í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Það er endalaust hægt að hlæja að þeim

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 14/10/04 15:57

Hey, ekki bögga Jerry Maguire. Þar er á ferðinni mikið snilldarverk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 16:05

Æ, hvað hét hún þarna myndin frá 1995 - eitthvað um dansstelpu, showgirls ? eða eitthvað svoleiðis, hún hafði allt til að bera ; engan söguþráð, vonlausan leik, enga leikstjórn og sást ekki einu sinni glitta í bera bossa svona til að gera þetta bærilegt fyrir einhverja.

Svo segi ég Titanic (tæknilega góð en annars prump)
og Shakespeare in love (geisp, geisp)
Stórlega ofmetnar myndir báðar tvær.

Að auki allar myndir sem Renee Russo leikur í - hvaða stórkostlegi húmoristi sagði henni að prófa kvikmyndaleik ?

Og þá er ég búin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 14/10/04 16:11

Hvað hét aftur myndin með fyrirsætunni með mólið í andlitinu (Claudia schiffer) og baldvin gerpinu (og ég vil enska heitið að sjálfsögðu - íslenska heitið er ábyggilega hættuleg kynni eða hættulegur leikur eins og 2 af 3 íslenkum heitum á spennumyndum)

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 14/10/04 16:14

Showgirls heitir dansmyndin. Myndin með fyrirsætunni(sem heitir Cindy Crawford) heitir Fair Game. Báðar tvær eru vitaskuld alveg agalegar en þó má að minnsta kosti hlæja að Showgirls. Sú mynd er alveg einstök.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 14/10/04 16:15

Myndin sem Britney leikur í.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/10/04 16:18

Til viðbótar því sem vér áður nefndum getum vér bætt við Teenage Mutant Ninja Turtles er kunningja vorum tókst á sínum tíma með óskiljanlegum hætti að draga oss með sér á, oss til afar takmarkaðrar gleði.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 14/10/04 17:01

Ég sá einu sinni mynd sem heitir Dirty Dancing. Og þvílíkt hvað mér leiddist mikið. Alveg skelfilegt dæmi þar í gangi.
Mér fannst líka Lost In Translation alveg óhemju leiðinleg.
Annars er ég duglegur að velja mér myndir og sé ekkert sérstaklega margar myndir.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 17:05

Mikið er ég nú sammála með Lost in Translation - hvað var það sem allir sáu svona mikið við það drasl ?

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: