— GESTAPÓ —
Versta mynd sem þið hafið séð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 20:19

Hakuchi mælti:

Ég verð að fyrirgefa þér þessa yfirsjón Krumpa mín. Svo virðist sem talsverður fjöldi af jafnvel skynsömu fólki hafi ekki náð myndinni. Ég er ekki í þeim hópi, hún fangaði andrúmsloft einmanaleika lífs tveggja heillandi persóna sem voru í vissu öngstræti í lífi sínu á áhrifaríkan og gefandi hátt.

Já, vel mælt - og ég get alveg sagt þetta um slatta af sætum litlum myndum sem ná að grípa mann. Myndir þurfa ekkert að vera fullar af action til að vera góðar. Hins vegar...fannst mér þessar persónur bara alls ekkert heillandi þannig að til að grípa mig hefði eitthvað þurft að vera að ske í myndinni. Ef persónurnar hefðu náð að grípa mig á einhvern hátt væri ég örugglega sammála þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rindill 14/10/04 20:34

Vamban mælti:

Ertu ekki til í að standa aðeins upp svo við sjáum þig Rindill minn?

Nei

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 14/10/04 20:50

Versta mynd sem ég hef séð er Girl sex eða Stelpa númer sex var hún sýnd á Rúv og var hún hundleðileg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 20:52

Nei - þar er ég ósammála - það var góð mynd, eins og flestar Spike Lee myndir, þar voru karakterar sem gripu mann (annað en translationklúðrið).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 14/10/04 20:53

Er bara meira fyrir myndir eins og Taxi 3.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 20:54

Sem betur fer hefur hver sinn smekk - annars væri bara gerð ein bíómynd.. ‹Starir þegjandi og heimspekilega út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/10/04 20:55

A Bande Aparte eftir fíflið Jean Luc Goddard er með leiðinlegri myndum. Tilgerðarlegt rusl um ekki neitt. Listapakk hefur víst gaman af þessu, ég hlusta ekki á það oftar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 21:01

Mín kenning : Myndir og bækur (raunar öll list) eru bara eins góðar og þér finnst þær vera, maður á að fara varlega í að hlusta á listasnobbpakkið og gagnrýnendur, ekki satt ? Fullt af höfundum sem þetta lið (eins og sænska akademían) stendur á öndinni yfir bara af því að það skilur ekki orð. Bók eða mynd sem þú skilur ekkert í er ekkert góð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/10/04 21:10

Það er vissulega rétt, varast ber snobbfrat tilgerðarlegra listaspíra. Nær væri að halda sig við meðmæli þeirra sem maður þekkir til. Hins vegar trúi ég á að gefa hlutum séns af og til. Það gerði ég í þessu tilfelli, leigði þessa frægu listamynd, með hræðilegum afleiðingum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/10/04 22:33

Já, Krumpa, ég skil það vel að þér hafi fundist snilldarverkið Lost In Translation léleg. Málið er að uppbygging myndarinnar er ekki samkvæmt hinum hefðbundnu lögmálum Hollywood-sögufléttunnar. Helsti styrkur myndarinnar liggur í mjög djúpu melódrama eða óáþreifanlegri innri spennu og tilfinningaflæði sem myndast á milli persóna. Málið er að slíkir tilburðir í kvikmyndagerð hafa verið á miklu undanhaldi í draumaborginni í seinni tíð. Kannski kann fólk bara ekki að hrífast lengur.

Sumir vilja kannski bara eingöngu glápa á niðursoðnar kvikmyndir sér til afþreyingar með kliskukenndri sögufléttu sem ávallt þarf að vera fyrirsjáanleg og helst bara einhverskonar ný útgáfa af einhverju sem maður hefur séð grilljón sinnum áður.

Síðan er blessunarlega til aðrir sem þyrstir í eitthvað nýtt þegar þeir fara í bíó. Þyrstir kannski í gott melódrama. Sá hópur fékk eitthvað fyrir sinn snúð á Lost In Translation.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 22:36

Neinei neinei. Þið haldið að ég sé einhver niðursoðin Hollívúdd-heilaleysingi. Myndin var einfaldlega léleg ! Ég er mjög hrifin af öðru vísi myndum þar sem Hollívúdd ruglið er ekki til staðar (aðallega evrópskum myndum). En þarna voru persónurnar einfaldlega grunnar og lélegar - og sambandið milli þeirra ótrúverðugt (að mínu mati). Það kemur því ekkert við að myndin var öðru vísi. Til að vera góður er ekki nóg að vera öðru vísi. Ekkert snilldarlegt við þetta rusl - enda hæpið , hefði þetta verið snilld, að óskarsliðið hefði verið svona hrifið. Melódrama ? Þetta var nú bara melló og ekkert drama. THE END

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/10/04 22:39

Nei, nei, síst var ég að atyrðast út í þig Krumpa, en það sem ég var að reyna að segja var að gott melódrama er bara vandfundið í kvikmyndum í dag. Ertu ekki sammála því?

Þú ættir að prófa að athuga hvort þú helst yfir myndum eftir Andrei Tarkovskí.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 22:41

Jú og það var svo sannarlega ekki að finna í þessari mynd ! En ef til vill man bara enginn lengur hvernig það er. (melódramað var reyndar útkeyrt í vandamálamyndaflóði níunda áratugarins - endalausar konur með krabba og ,,falleg" ástarsambönd)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 14/10/04 22:41

Tinni mælti:

Síðan er blessunarlega til aðrir sem þyrstir í eitthvað nýtt þegar þeir fara í bíó. Þyrstir kannski í gott melódrama. Sá hópur fékk eitthvað fyrir sinn snúð á Lost In Translation.

Telur þú semsagt að allir þeir sem þyrstir í eitthvað annað en Hollywood klisjuna hafi verið ánægðir með Lost In Translation? Og þá að þeir sem ekki voru ánægðir með myndina séu menn sem annaðhvort vilja ekki melódrama eða bara hreinlega skilja það ekki ? Ég til dæmis hef mjög gaman af myndum sem falla ekki í umbúðir hins hefðbundna. Mætti þar nefna myndir eins og Welcome To The Dollhouse, Gummo, Svartur Köttur Hvítur Köttur og margar fleiri. En Lost In Translation var bara ekki með neitt sem náði að grípa í mig. Hvorki freistandi aðstæður sem persónurnar lentu í, né voru persónurnar öfundsverðar af nokkru því sem þær tóku upp á að gera. Meðaumkun fyrir þeim kviknaði aldrei hjá mér, né nokkur samsvörun milli mín og þeirra. Ég t.d. gat ekki séð fyrir mér að ég hefði gert nokkurn skapaðan hlut af því sem þau gerðu. Mér fannst þau vera voða „ skrifuð “ og mér fannst vanta trúverðugleika á bak við þau... en það er náttúrulega bara mín skoðun.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 14/10/04 22:43

Leibbi Djazz mælti:

Þessi mynd er án efa sú lélegasta sem ég hef séð.

Er þetta bara ímyndun í mér eða líkar Leibba ekki við mig?

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 22:43

Þakka þér fyrir Limbri - þetta er einmitt það sem ég er búin að vera að reyna að segja í fjölmörgum póstum...var þetta ekki bara enn ein Hollívúddklisjan að þykjast vera öðru vísi ? ‹Starir þegjandi út í loftið - er reyndar búin að hugsa meira en hún kærir sig um um þessa ákaflega lítið eftirminnilegu mynd›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/10/04 22:47

Limbri mælti:

Tinni mælti:

Síðan er blessunarlega til aðrir sem þyrstir í eitthvað nýtt þegar þeir fara í bíó. Þyrstir kannski í gott melódrama. Sá hópur fékk eitthvað fyrir sinn snúð á Lost In Translation.

Telur þú semsagt að allir þeir sem þyrstir í eitthvað annað en Hollywood klisjuna hafi verið ánægðir með Lost In Translation? Og þá að þeir sem ekki voru ánægðir með myndina séu menn sem annaðhvort vilja ekki melódrama eða bara hreinlega skilja það ekki ? Ég til dæmis hef mjög gaman af myndum sem falla ekki í umbúðir hins hefðbundna. Mætti þar nefna myndir eins og Welcome To The Dollhouse, Gummo, Svartur Köttur Hvítur Köttur og margar fleiri. En Lost In Translation var bara ekki með neitt sem náði að grípa í mig. Hvorki freistandi aðstæður sem persónurnar lentu í, né voru persónurnar öfundsverðar af nokkru því sem þær tóku upp á að gera. Meðaumkun fyrir þeim kviknaði aldrei hjá mér, né nokkur samsvörun milli mín og þeirra. Ég t.d. gat ekki séð fyrir mér að ég hefði gert nokkurn skapaðan hlut af því sem þau gerðu. Mér fannst þau vera voða „ skrifuð “ og mér fannst vanta trúverðugleika á bak við þau... en það er náttúrulega bara mín skoðun.

-

Já, já ég skil þig og ykkur fullkomlega, en þú nefndir nokkrar snilldarmyndir eins og t.d. Gummo og Black Cat, White Cat. En eru þið ekki sammála því að vel gert melódrama sé á undanhaldi?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/10/04 22:52

jújú - alveg sammála því ( eins og ég sagði í pósti áðan) en það var ekki að finna þarna, því miður...

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: