— GESTAPÓ —
Sungið í bílnum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 14/10/04 12:40

Þegar maður er einn í bíl fer maður oft að syngja hin sérkennilegustu og skemmtilegustu lög og yfirleitt háum rómi og því hærri eftir því sem ólíklegra er að maður myndi syngja viðkomandi lag ef einhver annar væri í bílnum.

Eitt besta dæmið um þetta er að á leið minni vestan úr bæ og upp í Mjódd fyrir skömmu,söng ég hástöfum aftur og aftur og aftur hálf-þýska útgáfu af laginu "Krummi krunkar úti" og var hún eitthvað á þessa leið:

"Kommen sie jetzt und mit mich ge-kchroppen meine genabaner Khrumme".

Hvers vegna? Ja...það er nú það.

Því miður verð ég að tilkynna þér lesandi góður að eftir að þú hefur einu sinni raulað þennan litla lagstúf héðan að ofan,þá verður ekki aftur snúið...NEMA þú getir sagt þína eigin reynslusögu hér neðar í þræðinum.

Góðar stundir.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 14/10/04 13:50

Maður hljómar mun betur í bíl heldur en karókí ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/10/04 14:36

Já, einmitt alltaf gaman að syngja þýðversk lög og ímynda sér að maður sé með týrólahatt og í hnébuxum raulandi "Las die sonne in dein Herz!".

Vefkominn aftur Semming, þín hefur kannski verið sárt saknað á þessum síðustu og bestu tímum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/10/04 14:40

Ja hér. Semning Semningssen. Ég var farinn að halda að þú værir dauður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/10/04 14:43

Um leið og vér bjóðum Semmning velkominn til baka tilkynnist hér með að vér neyðumst til að grípa til róttækra ráðstafana til að tæma "Lass die Sonne in dein Herz!" út úr höfði voru. Grrr...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 14/10/04 15:31

Þoli ekki að fá auglýsingalög á heilann!

‹Svali, Svali. Mmmmm...endurnærandi. Svali, Svali...›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 14/10/04 21:02

Þakka móttökurnar. Á dauða mínum átti ég von frekar en að þið hefðuð saknað mín. Helvítis kurteisin hefur náð tökum á ykkur.

Annars var ég á heimleið í dag og fór þá að öskra pönk útáfu af Muppet Show laginu. Nema þegar ég mætti bíl náttúrulega. Þá setti ég upp svipinn sem þið sjáið hér á myndinni (eins og allir aðrir)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 15/10/04 07:55

Hvað er að gerast hér? Ætlið þið að reyna að telja mér trú um að þið séuð yfir þennan sammannlega galla hafin?

Ætlið þið að reyna að segja mér að EKKERT ykkar hafi lent í því, undanfarinn sólarhring, að syngja á Hringbrautinni og rykkja sér til og frá í léttri sveiflu við stýrið um leið og hástöfunum hljómar á þýsk-íslensk-dönsku hið fagra jólalag (um mitt sumar, (AÐ SJÁLFSÖGÐU)):

Nach tzummer das-bist-slecht. Dann barum gerischt ich zu nicht.... Ich bin die eiiiiinzich LACHEN..... Ja FIEGLERNE UND SONNEN........

ICH...Lache zu tzsiel!!!.......Ich Lache altid-zu-tzieeeeel!!!

Líklegt.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 15/10/04 09:01

Hjá mér eru kannski meiri líkur á að maður taki luftgítarsóló heldur en að syngja með. Maður syngur aðallega bara á ættarmótum og á fylleríum og svona....

En, annars, maður á það stundum til að syngja upp úr þurru með útvarpinu. Manni finnst stundum svolítið magnað þegar maður kann heilu textana án þess að hafa nokkurn tíma lagt sig eftir því að læra þá. Dæmi um slíkt lag er t.d. Braggablús með Mannakornum, enda er það algjör klassík.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/10/04 12:34

♪♪♪ "Ég á allan heiminn, ég á allan heiminn. Og þú mátt fá hann fyrir brúsa af bensíni." ♪♪♪ Alger þögn ER best!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/10/04 17:35

Jú ég fæ þessa andskotans auglýsinga lagstubba á heilann. Nema hvað ég man ekki endilega textann nákvæmlega. Hér eru tveir sem koma alltaf saman upp í hugann.
Hé it góes:
"S S Strumpar, gott að prumpa gott að prumpa
SS strumpar, gott að prumpa Ójáá
Ég elska Tíju Ellevu, tíju ellevuuuuuuuuuuuuuuu. “

Þetta endurtekur sig í síbylju þar til ég þoli ekki við öllu lengur og tapa glórunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/10/04 19:37

Ég veit ekki af hverju en ég byrja alltaf að syngja lag Sólstrandagæjanna þegar ég er staddur í hægfara umferð ég er rangur maður, á röngum tíma... svo ef ég er á leiðinni á einhvern leiðinlegan stað þá raula ég This is the road to hell... svo ef ég er að ferðast einn í rigningu og roki þá syng ég You'll never walk (drive) alone...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 15/10/04 20:35

Og ég sem hélt ég væri ein um þetta !
Syng alltaf í bíl - en aldrei þó á þýsku (prófa á eftir).
Af hverju hljómar maður svona vel í bíl annars ? Það er ekki einu sinni útvarp í mínum svo að ekki er það undirspilið og ég veit að ég held engan veginn lagi. Skrýtið... ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 16/10/04 00:33

Í mínum bíl er bara fáránlegt að syngja upphátt. Enda er það strætó. En á hjólinu er hægt að syngja, en samt frekar kjánalegt ef það er fólk í kring. Þannig að ég syng ekkert voða mikið. Nema í sturtu. En þetta er víst ekki þráður um sturtusöng.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 16/10/04 09:36

Nema þú búir í hjólhýsi, þá á sturtusöngur vel við hér.

Ég syng eins og berserkur í bílnum, s.s. ekkert sérstaklega vel, en þeim mun hærra. Gallinn er að á stundum gleymir maður sér í rásaflakki og áður en ég veit af er ég farinn að gaula með Britney Spears eða Pavarotti.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 16/10/04 16:34

Eitt sinn keyrði ég þvert yfir Norður-Ameríku syngjandi með plötu með Ym Stammen:

Jeg er din korrrrrespondent, vi er fra faaaablenes kyster ...vi har sett et og annet, så følg meg og lær å tro på det du ser; for vi har frittet ut de forne nornene ... vi fritter ut de forne nornene ...

Hinn ökumaður, sem var og er ótalandi á norsku, kann þetta lag utanbókar ennþá, og jeg hef aldrei getið gert upp hugann um hvort ég ætti að skammast mig.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 16/10/04 19:55

Ef þið eruð að trompast yfir að losna ekki við þessi lög af heilanum,þá mæli ég EINDREGIÐ með að svissa þeim yfir á þýsku,eða að minnsta kosti að syngja á íslensku með þýskum hreim. Það breytir leiðindunum. Og léttir lundu.....Já þá kemur eitt upp í hugann sem ég syng OOOOFFFT í bílnum á milli þess sem ég set að sjálfsögðu upp svipinn á myndinni þegar ég mæti bíl:

"Li-echtur zu lunten, Ich lach zu SCHTAAAAA-AAAAA-AAAAD
auf die-sseee GE-SCHTUUU-NNDen, dich shcaus NAAAAA-AAAA-AAACH

Ich bied sich nach ball zu SCHTAPEN
Auf dies war nichst zu TAPEN...o.s.frv.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/10/04 13:24

Semmning Semmningsen mælti:

"Li-echtur zu lunten, Ich lach zu SCHTAAAAA-AAAAA-AAAAD
auf die-sseee GE-SCHTUUU-NNDen, dich shcaus NAAAAA-AAAA-AAACH

Ich bied sich nach ball zu SCHTAPEN
Auf dies war nichst zu TAPEN...o.s.frv.

Er þetta sumsé þýska útgáfan af "Léttur í lundu"?

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: