— GESTAPÓ —
Verið velkomin á Gestapó/Blessbless-þráðurinn
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 12/10/04 13:44

Mér datt í hug að stofna þráð þar sem Bagglýtingar gætu heilsast og kveðið, þ.e. þegar Bagglýtingur mætir á gestapó gæti hann heilsa öðrum Bagglýtingum hér með því að senda t.d. inn "Mættur!", "Sælt veri fólkið" eða með einföldu "Halló"-i. Þá gætu aðrir Bagglýtingar svarað með því að bjóða hann velkominn.

Eins með kveðjur, er Bagglýtingur er að yfirgefa samkvæmið gæti hann kastað kveðju hér og fengið svör á borð við "Vertu blessaður" eða "Sé þig seinna".

Ég býst við að Bagglýtingar nái þessu alveg, en ef ekki gæti ég útskýrt betur.

Þar sem þetta er fyrsta innleggið mitt á Gestapó í þetta skiptið þá ætla ég að heilsa, með einföldu:

Mættur á svæðið! es.Ég var ekki alveg viss hvar svona þráður ætti heima, svo ég lét hann bara hér, er það ekki alveg í lagi?

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 12/10/04 13:55

Og nú þarf ég að koma mér svo:

Blesbless í bili!

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 12/10/04 14:10

Far vel. Far vel, ágæti Sprelli. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 12/10/04 14:37

Sprellikarlinn mælti:

Mér datt í hug að stofna þráð þar sem Bagglýtingar gætu heilsast og kveðið, þ.e. þegar Bagglýtingur mætir á gestapó gæti hann heilsa öðrum Bagglýtingum hér með því að senda t.d. inn "Mættur!", "Sælt veri fólkið" eða með einföldu "Halló"-i. Þá gætu aðrir Bagglýtingar svarað með því að bjóða hann velkominn.

Eins með kveðjur, er Bagglýtingur er að yfirgefa samkvæmið gæti hann kastað kveðju hér og fengið svör á borð við "Vertu blessaður" eða "Sé þig seinna".

Ég býst við að Bagglýtingar nái þessu alveg, en ef ekki gæti ég útskýrt betur.

Þar sem þetta er fyrsta innleggið mitt á Gestapó í þetta skiptið þá ætla ég að heilsa, með einföldu:

Mættur á svæðið! es.Ég var ekki alveg viss hvar svona þráður ætti heima, svo ég lét hann bara hér, er það ekki alveg í lagi?

Þetta finnst mér nú algjör óþarfi. Í fyrsta lagi geta ekki allir kveðið eins og þú segir þó ég búist við að þú hafir meint kvatt. Síðan finnst mér alveg nóg að líta á listann yfir innipúka til að sjá hverjir eru mættir hverju sinni.
En kannski er þetta bara gamalmennanöldur í mér.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 12/10/04 16:15

Kæri sprellikarl.

Það skín hreint í gegn hversu mikill kjáni þú ert, því að sprellikarl ert þú svo sannarlega ekki. Það góða við sprellikarla er að þeir hafa spotta niður úr sér miðjum og láta vel að stjórn þegar tosað er. Þá vilja oft útlimirnir dansa magnað hring eftir hring og viðkomandi sem að stendur sjálfan sig að þeirri iðju fá oft tár í vanga vegna kætistilfinningu sem hleypur úr maganum og hríslast um líkamann eins og wasabi. Öðru máli gegnir hér. Við að bera þennan þráð augum að þá hríslast ekki um mig nein góð tilfinning, ó nei, mig hryllir í hástert svo á hálsinn á mér þykknar upp og augun liggja við að poppa út af vanlíðan. Hverjum ertu svo sem að heilsa uppá svona rafrænt? Og já, ertu viss um að Heiðursgestir vilji almennt láta heilsa sér af einhverjum svona hviss bang. Ég mæli eindregið um að þú látir breyta notendanafninu þínu í "Óþarfa Sprell" í staðinn fyrir sprellikarlinn svo þú sért ekki að dreifa athygli og eyða tíma virtra Heiðursgesta.

Góðar stundir.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 12/10/04 17:00

Það eitt er víst að ég ætla ekki að fara að heilsa Leibba!
Neinei, Leibbi er fínn og þægilega hreinskilinn karl.

Þetta var nú bara hugmynd sem flaug í kollinn á mér rétt áður en ég leið inn í angurværan svefn í fyrrinótt og æakvað að ‹prufa› að framkvæma hér.

Og miðað við móttökur þá hefur þetta ekki verið ein af ‹góðu› hugmyndunum mínum.

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Konstantín 12/10/04 17:43

Hverjir eru inni þráðurinn getur vel þjónað sama hlutverki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 13/10/04 12:14

Þetta er ekki svo galin hugmynd hjá þér Sprellikarl. En hvað með að heilsa og kveðja í víðara samhengi. T.a.m. :

Sæl kæra Ritstjórn verið þið hjartanlega velkomnir aftur úr sumarfríinu, megi veturinn framundan vera ánægjulegur og fræðandi hér á Baggalút undir ykkar öruggu stjórn.

....og kveðja

Bless Kristinn H.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 13/10/04 12:26

Jájá, það gæti vel gengið, en við sjáum nú bara til hve mikið þessi þráður er notaður....

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 13/10/04 13:31

Og með þessum orðum kveður Hilmar.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 13/10/04 13:35

Í þeim töluðum orðunum kveð ég Hilmar.

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 13/10/04 13:37

Halló halló ég er kominn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 13/10/04 13:38

Bless farinn aftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 13/10/04 17:21

Þakka fyrir mig í bili.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/10/04 17:23

Blessi ykkur öll í bak og fyrir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 13/10/04 17:36

Hvaða blessunar vitleysa er þetta? Allir að blessa alla í bak og fyrir. Ég kæri mig nú bara ekkert um það að vera blessaður!
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/10/04 17:38

Blessiðig!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 13/10/04 17:58

Dont go there!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: