— GESTAPÓ —
Hvað kom fyrir ?! - tilraun til Umvöndunar
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/9/04 12:04

Jæja, hér er fyrsti nöldurskammtur dagsins:
-
(1) Þín skrif síðan virðist virka að mestu en er alveg skelfilega uppsett núna eins og Mosa benti á. Oss grunar reyndar að þetta útlitsvandamál komi e.t.v. einungis fram hjá þeim gestum er sent hafa frá sér einhvern fjölda Nýrra félagsrita. Einnig sjáum vér í fljótu bragði enga leið til að eyða því nýjasta í Nýjum félagsritum en eldri skrifum virðist vera hægt að eyða.
-
(2) Á sumum skjám er bakgrunnuninn alltof bjartur og veldur nánast ofbirtu í augun. Það þyrfti því að dekkja hann eitthvað. En vér vekjum sérstaka athygli á að á sumum skjám er þetta eigi of bjart. Því er óvíst að ritstjórnin sé búin að sjá þetta vandamál.
-
(3) Oss finnast lokaðir þræðir auðkenndir á alltof áberandi hátt, bakgrunnurinn þar er of dökkur og sker í augu. Frekar ætti að nota einhvern fölan lit líkt og nú er gert í þráðum er innihalda ný innlegg (sú breyting er mjög til bóta - eldra nöldur frá oss hefur verið tekið til greina).
-
Vladimir yfirnöldrari
-
PS Vér sjáum að ýmislegt hefur verið lagað frá því í gærkvöldi (nótt).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/04 08:53

Tók eftir því að þræðir með ólesnum innleggjum eru orðnir litaðir við komu inn á svæðin. Hvernig væri að ólesin innlegg innan þráða yrðu lituð á sama hátt þegar maður kemur inn á þráð? Yrði það of áberandi, eða allavega einhver leið set til að sjá á hvaða blaðsíðu maður á að fara til að sjá þau innlegg sem maður er ekki búinn að sjá (án þess að þurfa að muna hvenær og á hvaða tíma dags maður var síðast inn á Baggalút)?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/04 09:34

Er mögulegt að setja Félagsritin þannig fram að einungis eitt félagsrit hvers einstaklings birtist á forsíðunni í einu. Svona upp á lúkkið þá er ljótt þegar einn einstaklingur er með mörg skrif í röð...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/10/04 18:12

Flestir virðast hafa verið sáttari við grænan sviðslit. Sjálfur hefði ég viljað sjá í það minnsta einhverjar tilraunir með eilítið mýkri eða mattari (ef það er orðið) í bakgrunni. Kannski ljósfölgult eins og var á veggjunum heima hjá ömmu gömlu í denn? Annars hef ég ekkert vit á litum sökum litblindu, hins vegar er þessi hvíti litur aðeins of skerandi og dregur úm leið úr tónum á lit stafanna.

‹Forðar sér áður en hann fer að hljóma eins og metrósexúalhomminn í innliti/útliti›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 4/10/04 18:14

Það væri nú gaman ef hægt væri að hafa litina ekki einungis í lit, heldur líka köflótt, doppótt - nú, eða dökkdrappað?

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/10/04 18:28

Já það væri gaman að prófa eitthvað snið, svona upp á grínið. Hvað með börberrís sniðið það er alveg gasalega vinsælt og aaaalltaf í tííísku hahaha.

‹Grípur um munninn og kastar sér út um gluggann. Pantar tíma í afhommun hjá Snorra í betel›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 4/10/04 19:15

Vladimir Fuckov mælti:

Vér reiknum með að margir viti þetta en nefnum það samt: Það er hægt að sleppa við að nota copy-paste til að setja inn þessa stafi með því að halda niðri Alt og slá inn ASCII-númer viðkomandi stafs (sem er að vísu hundleiðinleg aðferð en hún virkar).

Á mínum kjöltutopp er það meira en að segja það. Maður þarf nefnilega að nota FN (bláa-shift-dæmið) og nota tölurnar sem liggja undir þar. Það dugar ekki að nota tölurnar sem eru efstar á lyklaborðinu.

Annars hef ég oftast bara fundið mér texta með öllum íslensku stöfunum og afritað jafn óðum þá stafi sem ég þarf að nota. En það er líka óhemju leiðinlegt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 5/10/04 15:48

Glúmur mælti:

Frelsishetjan mælti:

Glúmur mælti:

Mikill Hákon mælti:

Það væri nú gaman ef hægt væri að hafa litina ekki einungis í lit, heldur líka köflótt, doppótt - nú, eða dökkdrappað?

Brómkresólgræni liturinn sem nú er notaður í "svið" er nú ekki svo galinn, en einnig fannst mér brómtýmólblái liturinn sérlega laglegur, ef menn fara hinsvegar að nota antósýanínrauðan er mér að mæta!

Já er það og hvað ætlar þú að gera... kannski þetta vanalega, þín þöglu mótmæli...

Rauður er inn blár er úti.

‹Yrðir ekki á Frella sem veit ekki einu sinni muninn á antósýanínrauðum og sóvétrauðum›

Og heldur þú að það hjálpi þér eitthvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/10/04 20:41

Haraldur Austmann mælti:

Gæti ekki verið sniðugt að hafa þetta

Hvað kom fyrir ?!
» Umræðutorg » Umvandanir, ábendingar, tilmæli

neðst á síðunni líka. Það fer nefnilega alveg með puttann að skrolla alltaf upp aftur.

Allavegana „ Efst “ valmöguleika. Ég er alveg sammála þessu með puttamorðið, ég er oftast að nota kjöltutopp og þið vitið hvernig það er að rúlla upp skjámyndum með svoleiðis ára.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/10/04 20:46

Enter mælti:

Limbri mælti:

Einkar thægilegt væri ef thad væru hnappar sem bjóda upp á ad fá íslensku stafina setta inn í texta.

Þeir koma. Ásamt íslenskum gæsalöppum, ß,œ,¿,ſ,ø og - ef guð lofar - o með lykkju,

Ég tek eftir að gæsalappir og 'æ' hafa birst, ásamt einhverjum skrítnum stöfum sem ég nenni ekki að grafa upp fyrir hvað standa.

En það sem ég er að hugsa um er hvort það sé ekki von á 'ð' og 'þ' líka.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/10/04 00:17

Hér er nöldurskammtur dagsins (næturinnar) frá oss:

Það bætast stundum inn bandstrik í URL í Nýjum félagsritum. Dæmi má sjá ofarlega í þessu félagsriti frá oss:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=791

Dularfullt... Eitthvað fleira virðist að því vér getum eigi gefið URL beint í umrætt félagsrit, það virðist hafa sama URL og félagsrit frá 30. september sl. ?! Það er hinsvegar upphaflega frá 23. júlí, nú dagsett 6. október vegna breytinga og fjallar um kveðskap (nafn þess er 'Byrjandabragur').

(sjá aftarlega í fyrsta URLinu sem vér nefnum þar).

Annað skylt vandamál er að stundum virðist orðum vera sjálfkrafa skipt milli lína með bandstriki og þá á rangan hátt. Neðarlega má t.d. sjá skiptinguna "skáldska-­parkvöld" og er þessi skipting eigi frá oss komin.

Í þriðja lagi breytist dagsetning félagsritanna er þeim er breytt. Vér vorum að breyta áðurnefndu félagsriti, aðallega vegna nýrra möguleika á að vera með URL inni í textanum. Við það breyttist dagsetning þess úr 23. júlí í 6. október. Þetta finnst oss óeðlilegt þó eigi sé hér um mjög mikilvægt atriði að ræða.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 6/10/04 02:09

Já, talandi um nöldur og félagsrit ... ég hef tekið eftir því, að línuskipting og skáletur í eldra félagsritum (sumum) hafa farið úr lagi, og þrátt fyrir að hafa baksað dálitla stund við það, hefur mér ekki tekist að laga það í t.d. 'Vesturferðarvísum' og 'Púkalegt'.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 6/10/04 18:13

Limbri mælti:

Allavegana „ Efst “ valmöguleika. Ég er alveg sammála þessu með puttamorðið, ég er oftast að nota kjöltutopp og þið vitið hvernig það er að rúlla upp skjámyndum með svoleiðis ára.

Íhugaðu að læra þá fornu list að nota örvalykla. Það er víst erfitt að kenna gömlum hund að sitja, en þar sem þú ert ekki úr ferfætlingaætt þá treysti ég þér fullkomlega til að komast í gegnum þetta erfiða aðlögunar tímabil.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/10/04 10:31

Svo bjóða Page Up/Down og Home/End lyklarnir upp á afar fljótlegar aðferðir til að komast efst/neðst á síður.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/10/04 15:24

Oss þótti þetta eðlilegt framhald af innleggi Órækju. Auk þess er aldrei að vita hvernig lyklaborðskunnátta einstaka gesta er. Í lyklaborðsnotkun geta nefnilega gerst skrítnir hlutir, sbr. eftirfarandi (raunverulega) brot úr símtali:

"Sláðu inn tvípunkt"

"Allt í lagi... heyrðu ! Það kom bara einn punktur !?"

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 9/10/04 08:08

Ég verð að biðja um að fá „ innleggi þessu var síðast breytt “ aftur.

Það hefur of oft verið breytt innleggjum sem leiða af sér að næstu innlegg á eftir verði óskýr eða hreinlega röng í samhengi við hin breyttu innlegg.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 11/10/04 09:09

ég er sammála ritstjórn að það er óþrifnaður af breytingaskilaboðunum. Málið mætti þó leysa með nettri mynd til að auðkenna breytt innlegg, hún mætti þá vera á þeim stað sem "breyta" myndin kemur í manns eigin innlegg. Síðan mætti birta texta með upplýsingum um hversu oft hefur verið breytt og hvenær þegar músinni væri haldið yfir myndinni.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/10/04 19:40

Eins ánægður og ég nú er með að vera kominn með hnappana fyrir íslensku stafina þá vil ég biðja um smá breytingu.
Það er nefnilega þannig að það eru bil fyrir framan og aftan stafina þegar þeir eru framkallaðir. Og þetta gerir það að verkum að maður er óskaplega lengi að stroka út öll þessi bil. Ef ekki er strokað lítur þetta svona út.

Eins ánæg ð ur og ég nú er me ð a ð vera kominn með hnappa...
Þ a ð er nefnilega þ annig a ð þ a ð eru bil fyrir...

Ef hægt væri að breyta þessu yrði ég afar ánægður.

-

Þorpsbúi -
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: