— GESTAPÓ —
Hvað kom fyrir ?! - tilraun til Umvöndunar
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/9/04 19:12

Rétt í þessu sendum vér inn innlegg annarsstaðar um sérkennilegan draum er oss dreymdi. Er svo eigi að orðlengja það að strax og vér höfðum sent inn það innlegg gjörbreyttist útlitið á Gestapó.

Og nýja útlitið líst oss eigi á. Einstakir umræðuflokkar, þræðir o.þ.h. eru eigi afmarkaðir með 'kössum' utan um þá og finnst oss því erfiðara að sjá mjög fljótt hvað hér er að gerast með því að renna augunum yfir einstakar síður. Fróðlegt verður að sjá hvað öðrum gestum finnst.

Eða er þetta martröð hjá oss eða vorum vér kannski að vakna af draumi ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/9/04 20:01

Sverfill Bergmann mælti:

Kannski er þetta prótótýpa nýs útlits, en ekki endanleg breyting.

Eigum við ekki bara að ganga út frá að svo sé ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 29/9/04 20:20

Merkilega undarlegt.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/9/04 20:41

Skabbi skrumari mælti:

Eitt er skrítið, þegar maður kemur inn í þráð þar sem er nýtt innlegg, þá sér maður ekki hvaða innlegg eru ný, eða er ég að rugla?

Já, ég tók eftir þessu líka. En ég held að þetta hljóti að lagast mjög fljótt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/9/04 20:41

Sko. Það er margt hér í þessum breytingum sem gott er eða a.m.k. skemmtilegt. En ég bið ritstjórnina um að hugsa sig um hvað varðar letur sem notað er í innleggjunum. Þetta letur er fallegt, en frekar þungt að lesa. Í stórum stöfum er það óskiljanlegt -- benda má á yfirskriftin 'MENJASAFN' o. fl. fyrir ofan. Sjáiði bara hversu ruglandi stóra M-ið og stóra E-ið verða svona hlið við hlið: Minjasafn? Menjasafn? Mienjasafn?

Sans serif letur passa ef til vill betur til notkunar í innleggjum. Eða letur með minna áberandi serifa, eins og Bell, Bembo, Elzevir eða einhver gerð af Garamond.

Annars vil ég hrósa ritsjórnina fyrir lofandi hönnun almennt.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 29/9/04 20:42

Gamla Gestapó birtist einnig snögglega fyrir er nýtt innlegg er sent

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/9/04 20:43

Ahhhh, nostalgía... (þetta tók ekki langan tíma)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 20:56

Á Kveðist á strokast út bil á milli lína, ekki gott í kveðskap að geta ekki sett bil á milli kvæða...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/9/04 21:02

Bilið milli lína hverfur eigi alveg. Vér ætlum að lengja þennan texta svo sjáist örugglega hvað gerist. Nú ætti þessi texti að vera orðinn minnst tvær línur og nú búum vér til greinaskil, þ.e. auða línu svo þetta sjáist:

Þetta er neðan við greinaskilin. Auða línan er til staðar en hún tekur alltof lítið pláss, þ.e. bara örlítið meira en bilið milli 'venjulegra' lína.

Svo erum vér sammála því er fram kemur að ofan hjá Mosu að það er frekar leiðinlegt að lesa þetta letur. Nánar tiltekið þá finnst oss letrið heldur stórt miðað við hve bil milli lína er lítið. Og líklega er það rétt að það væri betra að nota annan font.

En í fljótu bragði virðast miklar endurbætur vera í dagbóka- og pistlingaskrifum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/9/04 21:10

Og nú sjáum vér að það kemur aldrei nema eitt bil milli lína þannig að Skabbi hafði rétt fyrir sér í þeim tilvikum þar sem auðar línur eru tvær eða fleiri í röð. Hér á eftir koma t.d. 5 auðar línur í röð:

Samt kemur bara mjótt bil á milli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 21:28

Svo ég haldi áfram að minnast á eitthvað, þá virðist ekki vera lengur hægt að eyða innleggi sem maður hendir óvart inn, þó vissulega sé hægt að breyta því...svo sér maður ekki hversu oft eða hvort innleggi hefur verið breytt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 29/9/04 23:35

Nú! Enter sjálfur.

Ekki er eins slæmt og Haraldur gaf í skyn fyrir ofan. Mér finnst margt fallegt við þessa nýju hönnun.

En eitt (enn) má nefna í þessu sambandi, fyrst við erum hvött til að halda áfram að nöldra: skrifandi frá framandi slóðum, sem ein í útlegð, sakna ég sérstaklega myndanna af fossum og jöklum Fróns (ekki að nefna ritstjórnina myndarlegu) sem áður prýddu vefinn hér. Orð eru kraftmikil, en getur íslandsvinur í skóggangi haldið áfram að semja góða íslensku án þess að geta endurnært sig með því að sjá Ísafold, þó eingöngu í myndum? ‹Starir þegjandi út í útlenska loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 23:41

Já, þetta á allt eftir að smyrjast saman, svo venjast allir hlutir fyrir rest...fyrst þegar ég kom hérna inn eftir breytingarnar ýtti ég ósjálfrátt á fyrirsögn þráðanna og lenti þá á fyrstu síðu þess þráðar.
Svo eitt í viðbót fyrst maður er byrjaður, mér tókst ekki að loka einum þræði áðan á Efst á baugi, en það getur verið vegna þess að ég hafði flutt hann yfir á annað svæði, en þar sem hann var hvort eð er kominn á annað svæði þá eyddi ég honum bara af Efst á baugi, það virkaði...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/9/04 23:49

Meira nöldur frá yfirnöldraranum:
-
Vér kunnum yfirleitt illa við að nota skáletraða texta í fyrirsagnir (líkt og t.d. á forsíðu Gestapó og í nöfnum þráða), finnst skáletrun frekar eiga heima inni í miðjum textum til áherslu.
-
Og úr því að minnst er á skáletrun - gamalkunnugt vandamál er enn til staðar: Sé texti skáletraður í innleggjum virðist sem alltaf komi sjálfkrafa 'line break' í kjölfar skáletrunarinnar.
-
Þá finnst oss Courier yfirleitt leiðinlegur fontur og fara sérlega illa í nöfnum ritverka gesta í Nýjum félagsritum á forsíðu. Og oss finnst forsíðan dálítið flatneskjuleg (meira og minna hvít) og söknum mynda af ritstjórn þar.
-
En líklega er eitthvað af þessu bara smámunasemi hjá oss.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 23:53

hehe, við erum yfirnöldrarar hér, ég tók eftir því áðan að ef einhverra hluta vegna þá kemur línubil þegar maður er að lita texta þá birtist það ekki

hér er prufa

ekki að það skipti máli

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 29/9/04 23:59

Vladimir Fuckov mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Stundum er eins og rangir stafir birtist á skjánum. Hérna stendur t.d. eitthvað allt annað en ég skrifaði.

Þá hljótið þér upphaflega að hafa skrifað "Stundum er eins og réttir stafir birtist á skjánum. Hérna stendur t.d. ekki eitthvað allt annað en ég skrifaði."

Nei, nei. Það er alveg rétt. Þetta átti ekki að vera svona.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/04 00:18

Eitt enn áður en maður fer í háttinn, myndafunksjónin í Félagsritum virkar ekki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 30/9/04 10:27

Limbri mælti:

Einkar thægilegt væri ef thad væru hnappar sem bjóda upp á ad fá íslensku stafina setta inn í texta.

Þeir koma. Ásamt íslenskum gæsalöppum, ß,œ,¿,ſ,ø og - ef guð lofar - o með lykkju,

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: