— GESTAPÓ —
Kalaallisut nuennaq!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 18:25

Við Ittu gamli erum að hugsa um að bjóða upp á kennslu í Grænlensku fyrir þá sem hafa áhuga. Bara grunn kennsla í svona almennu máli og munum við sletta smá málfræði þarna inn á milli. Skráið ykkur hjer!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 18:59

Hvernig segir maður Skál fyrir hráa selnum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 16/11/04 20:46

‹Skráir sig›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 20:58

‹fattar að hann gleymdi að skrá sig› úps ‹skráir sig›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 21:17

‹Kemur sjer fyrir við kennaraborðið og horfir íbygginn á svip á Skabba og Jóakim› Velkomnir fjelagar.

Fyrst skulum við fara örlítið yfir grunn reglurnar. Tökum eina setningu sem dæmi:

Jeg ætti ekki að reykja.
En hún er sögð öfugt í Grænlensku. Grænlendingar setja það fremst í setningar, hvað verið er að tala um, reykja. Pujor.
Pujorta-bellaa-punga
Reykja-ekki ætti-jeg. En setningin er einungis í einu orði:
Pujortapellaapunga.

Eruð þið að fylgjast með? ‹Horfi ströngum augum yfir bekkinn›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 21:20

‹Endurtekur›

Pujortapellaapunga

‹Færir kennaranum epli›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 21:32

Skabbi skrumari mælti:

‹Endurtekur›

Pujortapellaapunga

‹Færir kennaranum epli›

Gott hjá þjer Skabbi minn.

Eepiili nerivunga.

Algengt er að sjerhljóðar sjeu 2 saman; ii-aa o.s.frv. Rjett eins og Epli; Eepiili.

Borða jeg. aftur öfug sögnin "Jeg jet"
Neri-borða, vunga-jeg; Nerivunga. Eepiili nerivunga.

En sögnin "jeg" er mismunandi eftir því hvað verið er að segja eða tala um.

Hjer eru nokkur dæmi um sögnina "jeg", sem alltaf kemur í enda orðs eða setningar:

Qassiivunga, jeg er sifjaður.
Sussappunga, mjer er sama
Ajungilanga, jeg er í lagi.

Komum betur að því seinna. En vekur þetta áhuga?

‹Ljómar upp yfir brennandi áhuga námfúsra nemenda sinna›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 16/11/04 21:44

Torreq Nuka, torreq!

Kalaallit nunanut tikilluaritsi!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 21:44

‹Starir agndofa á kennarann og glósar á fullu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 21:50

Skabbi skrumari mælti:

‹Starir agndofa á kennarann og glósar á fullu›

Afi gamli sagði Flottur Stóri bróðir, flottur.

En Nuka er algengt nafn á Grænlandi og þýðir "stóri bróðir" í merkingunni stóri bróðir bróður, ekki systur.

En litli bróðir systur, fær iðulega nafnið Aqqaluq.

En förum ekki of geyst, þá bara dvínar áhuginn og nemendur fara að sofna.

‹Gjóir augum yfir bekkinn og sjer að Jóakim er stein sofandi fram á borðið›

Jóakim sefur núna.
Joakiimi suriivoq.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 16/11/04 21:55

Sussappunga.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 22:16

bauv mælti:

Sussappunga.

Duglegur Bauv minn. ‹Klappar Bauv á kollinn›

Bauvii illit nammineq!
Sjálfstæður ertu Bauv!

Sögnin "þú", illi, er skemmtileg og einnig misjöfn eftir því hvað talað er um.

Illi-mi, þitt.
Illilu, þú líka.
Illumaaputiit, Einmitt það þú.
Illit nammineq, þú ert sjálfstæður.

Nammineq, stendur fyrir sjálfstæði.
Sjálfstjórn Grænlands, Namminersornerullutik.

‹Ræskir sig›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 16/11/04 23:08

‹Hrekkur við og byrjar að glósa með áfergju›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 16/11/04 23:22

Jóakim Aðalönd mælti:

‹Hrekkur við og byrjar að glósa með áfergju›

Skólinn er búinn í dag!
Jóakim, þú verður að geta sagt Immiaaqami á morgun skammlaust. Það þýðir Gefðu mjer bjór!

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 23:28

‹Lánar Jóakimi glósurnar, hvíslar að Kimma› eigum við að sitja aftast í næsta tíma og bridsa?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 17/11/04 02:51

‹Hvíslar: Jú, gerum það. Flissar›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 17/11/04 09:44

Kennsla hefst aftur kl. 20:00!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/04 18:13

hóst hóst... ég held ég sé hóst að verða veikur... hóst... verð líklega að skró.. uhhh að tilkynna mig veikann...

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: