— GESTAPÓ —
Ljóðið heitir Draumsýn
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sókrates 28/8/03 23:41

Dreymandi stóð á dásemdar stað
dolfallinn efst upp til fjalla.
Og sá fyrir neðan hamrana hlað
hallandi grösuga stalla.
Festa vil skínandi fegurð á blað
frábæra náttúru í skínandi hjalla.

Grösugar hlíðar við glitrandi seið
gefandi lífskraft hvern einasta reit.
Draumgjafa augun um landið leið
líktist það engri kunnugri sveit.
Gleðina færði í góðleikans meið
guðdóminn finna í sannleikans leit.

Hver einasta hrísla orkunni laut
ómaði af glitrandi guðlegum mátt.
Ég náttúrufegurðar ei meiri naut
neinstaðar fundið þá guðlegu sátt.
Eignast á stundinni byrjunar braut
í bjarma guðdómsins göfugu gátt.

Ég augunum lokaði og andliti laut
unaður mig gagntók sæla og friður.
Til hliðar lagði þá hatrömmu þraut
sem helstefnu mannkyni er siður.
Halda guð vera hefnigjarnt naut
heimsku blessa ef sakleysi biður.

Hreinasta lífafl sem heimurinn á
helveginn sigrar í ró og kyrrð.
Heimskingjum illska og hatrið frá
hangir á bláþræði í kærleikans firrð.
Sannleikans leita af þekkingar þrá
þroskandi lífheild og lífstefnu hirð.

Um æðar og taugar hríslaðist hrifning
hugurinn þandist um veröld og geim.
Í leiftursýn auðnast lögmálsins birting.
lifandi veröld hvern skapaðann heim.
Frumrætur manna í himinsins hafning
höndlandi kærleikur ætlaður þeim.

Hugurinn skynjaði hraðfara geim
heimshveli ótal og sólhverfa fjöld
Úr fjarlægð í húmið til jarðar heim
með hugsun að færa á minnis spjöld.
Alla þroskandi unun er lífið gaf þeim
af þrautseigu ástúð og kærleiksgjöld.

Höfundur Sókrates

Sókrates
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Númi 1/9/03 12:06

Bravó Sókrates - Bravó!

GESTUR
 • LOKAР• 
Zaiwar 3/9/03 14:09

„Þeir sögðu það um Sókrates
hann svæfi jafnan einn
því sumir hafa sexappíl
og sumir ekki neinn.“

En hver þarf líka að kúra hjá
sem kann svo vel það fag
að veita fólki fullnægju
með faguryrtum brag?

GESTUR
 • LOKAР• 
Sókratesi 4/9/03 23:30

Kæri Númi ég þakka þér fallega umsögn um ljóðið mitt sem getur valdið því að ég birti fleiri, en ég þarf sennilega að vita meira um virkni hluta hjá baggalút. til dæmis hversvegna hverfa greinar sem maður er að enda við að gera. Hvað um það ég met við þig þessa hvatningu kærar þakkir.

Sókrates.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: