— GESTAPÓ —
Orðaþröngvun
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 23, 24, 25  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 14:31

Datt í hug að búa til þráð þar sem menn neyðast til að nota ákveðin orð í næstu vísu þráðsins (helst eitthvert ferstikluform, þ.e. fjórar línur á hefðbundinn hátt), án þess að hún verði alltof merkingarlaus. Beygja má orðin eftir eigin hentisemi og nota hvar sem er í vísunni og í hvaða röð sem er. Ekki er mælt með að menn noti óendanlega erfið orð eða merkingarlítil orð.
Síðan setja menn fram næstu fjögur orð.

Til að byrja leikinn, þá ætla ég að nota orðin: Grautur, Svipa, Hlátur og Sjór

Enginn hlátur heyrist nú
hýðir svipan þjóinn
Grautinn fæ þó, góð er trú
gefur brátt á sjóinn

næstu orð eru:

Þruma, Steik, Vegur og Vísa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/9/04 15:28

Þrumur veginn vísa
vilijirðu breytast í steik
Eldingarnar öllum lýsa
ekki er birta þeirra veik

Næstu orð: Úthaf, bangsi, fjarlægð og sjónvarp

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 2/9/04 18:12

Úthaf bíður er í lansi
imbakassi og Blútagnægð
konan æpir kanntu bangsi
að káfa á mér úr góðri fjarlægð

‹Vonandi verður mér fyrirgefið að nota orðið imbakassi fyrir sjónvarð›

Ef svo er, þá eru næstu orð:
Hátalari, buxur, skíði og flugvél...

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/9/04 23:32

Frækinn nefni hófa-hund
hann er klár á nótum
penis jórsins prófa sprund
pína fák í gjótum

Næstu orð:
Drottinn, skrattinn, piskup, kýr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 3/9/04 02:21

Degi hallar, drottinn minn,
drukknar kellur skratti hressar.
Svefnlaus svallar biskupinn
svín og allar kýr hann blessar.

Næstu orð: glaður, bíða, bláar, þindarlaust

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/9/04 11:00

Þindarlaust á baki bíð
á bláar horfi graður
Konan fríð er voða víð
verð ég þá mjög glaður

næstu orð eru: bók, vindill, skokka og lamb

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 3/9/04 11:40

Skokka á eftir lömbum létt
leitamenn með vindil
Bók sagð'að bændur hefðu sett
böllinn undir dindil

Rigning, vekjaraklukka, þynnka, kaffi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/9/04 11:43

Vindla teljum vér óþverra
viljum heldur úti skokka
Bók vors mikla helga Herra
heldur upp á lambsins þokka

Næstu orð: Rigning, fellibylur, fjall og krókódíll

‹Fjandinn, of seinn›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/9/04 11:54

Og hér notum vér orð Fíbblagangs:

Vekjaraklukka hringir, vakna
vil það eigi, þynnka
illa komið, kaffis sakna
komin rigning, álegg skinka

Næstu orð: Haglél, fellibylur, fjall og krókódíll

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 3/9/04 13:17

Á fjalli lent'í fellbyl
í fimbulkulda og hagléli
krókódíll mér kom á yl
kynóður með keli

Næstu orð: aflraunir, sperðill, togkraftur og blámi

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Crick 3/9/04 13:49

Trilltur Vamban treður sér
með togkraft´og bláma, að hlaunum.
Stingst nu sperðill, þröngt er hér,
því stjarnan er beitt aflraunum.

Næstu orð: Ömbrugt, stóma, kok og bumba

Bíð spenntur eftir titli.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/9/04 14:15

Ömbrugt stóma stúss
stundi Stína bumba
Koks er Raggi rúss
reið´ann sínum þumba

Grautur, heimska, bolti, flær.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/9/04 14:45

Í bolta þína bítur fló
borðar grautar punginn
Eftir þessu heimskur hjó
heilapartur sprunginn

límband, dúkka, aumur, gólf

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/9/04 20:48

Með límbandi dúkku má líma
liggur brotin, datt í gólfið
Aumur er sá sem ekki á síma
ekkert þá er talhólfið

Mús, ljón, flugeðla, blika

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/9/04 20:53

Músin tók ljónið og meiddi
malaði það oní svaðið.
Flugeðla kampavín freyddi
fór uppá blika við hlaðið.

Bifreið, fjall, kafbátur, flensa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/9/04 21:07

Jóðsótt fjallið fagra tók
og flensu útlandinu frá
Í bláan sjóinn bifreið ók
Baddi og kafbát

jólatré, páskar, áróður, snúruflækja

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 4/9/04 01:14

Ég puntaði með penslum jólatré
um páskana og gerði úr því hækju.
Svo aðrir skilji að áróður það sé,
að innra þjáist ég af snúruflækju.

Næstu orð: gaddavír, geðlæknir, þungarokk, raflost

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 4/9/04 09:41

Gaddavír er gómsætt nokk
Geðlæknir mælir með þessu:
Þynku, harðlíf'og þungarokk'
Þrumandi raflosti og lessu.

Næstu orð eru: slím, kleina, garður, agúrka

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 23, 24, 25  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: