— GESTAPÓ —
Tinnaleikurinn
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3, ... 81, 82, 83  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/7/04 13:36

Mig minnir að hann hafi byrjað með því að selja fólki skóhlífar sem matvæli. Er þetta e.t.v. bara misminni mitt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/7/04 13:41

Mig minnir að endlausn níska Lazlos hafi byggt upp veldi hans.

Í hvaða bók birtist Prófessor Alsoddi og hver var hans helsta tómstundaiðja?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/7/04 13:45

Var það ekki í Leyndardómur Einhyrningsins og vasaþjófnaður var hans tómstundaiðja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/7/04 13:55

Vér gefum Tinna rétt fyrir upphaflega svarið svo þetta haldi áfram. Hinsvegar kom í ljós hvernig Carreidas varð ríkur er honum var gefið lyf til að fá hann til að gefa upp númer á bankareikningi. Það gerðist eigi en í staðinn kom fram að hann varð ríkur með hnupli og svindli, hann byrjaði barnungur að stela frá fjöldkyldu sinni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/7/04 14:07

Rangt, Voffi. Viðkomandi saga gerist í Evrópu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 21/7/04 15:32

Ohh, Goggurinn vissi þetta.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/7/04 16:04

Já, Hlégestur hefur rétt fyrir sér, í þetta skiptið. Hann er skjótari en skugginn að skjóta...

‹Helsvítis vesin hvað Tinnabækurnar hafa týnt tölunni hjá manni. Maður verður að kíkja í Kolaportið um næstu helgi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/7/04 16:22

Tinni lesandi tinnabækur ... er það ekki álíka eins og fyrir venjuegt fólk að glugga í gamlar dagbækur og minnispunkta frá sjálfum sér

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/7/04 17:00

Jú, reyndar, Voffalingur, en þær vilja þó týna tölunni með tímanum. Rétt upp hönd þeir sem eiga allar skólamyndirnar sínar frá því í núllbekk!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/7/04 17:07

‹Réttir upp hendi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 21/7/04 17:08

‹Réttir ekki uppp hönd›

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/7/04 17:11

‹Réttir eigi upp hönd; veit eigi hvort allar myndirnar eru til og mun aldrei vita sökum minnis er eigi er óskeikult›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/7/04 23:01

Iss, það er greinilegt að Hlégestur á við sama vandamál að stríða að Tinnabækurnar hans hafa týnt tölunni, þannig að allur fróðleikurinn er geymdur í langtímaminninu.

En þessi spurning finnst mér nú frekar klén, (en, taktu það samt ekki óstinnt upp, kæri vinur) en George Remi var óneitanlega ektanafn Hérgés sjálfs.

Ókei, nefnið eina bók sem Ólívera Dos Fígúras kom fram í og frá hvaða landi kemur hann?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/7/04 00:59

Hann leit aðeins við í bókunum "Kolafarmurinn" og "Vindlar farós". Gogginn minnir að hann hafi verið spænskur.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 22/7/04 09:37

Var hann ekki portúgali?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/7/04 13:12

Má vera.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/7/04 13:15

Í þetta skiptið hjálpuðust Goggur og Voffi um að koma með rétt svar og því fær sá sem er fyrstur til réttinn á því að bera upp Tinnaspurningu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/7/04 17:44

Jei, fyrsta spurning Goggsins. Hvaða þrír laumugestir voru um borð í mánaflauginni í tunglfararbókunum? ("eldflaugastöðin" og "í myrkum mánafjöllum")

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
        1, 2, 3, ... 81, 82, 83  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: