— GESTAPÓ —
Hvað ertu að lesa?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 55, 56, 57 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/12/09 19:48

Núna er ég að lesa Meeting the Shadow, samansafn ritgerða og pistla eftir ýmsa höfunda (sem ég hef verið alltof lengi að klára), sem og Modern Man In Search of a Soul, sem er samansafn ritgerða og pistla eftir Carl Gustav Jung.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
3,14 21/12/09 20:02

Huxi mælti:

Ég er líka að lesa Hr. Pratchett ...
...Equal Rites nánar tiltekið. ‹Ljómar upp›

Spaðafimma!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 23/12/09 21:26

Huxi mælti:

Ég er líka að lesa Hr. Pratchett ...
...Equal Rites nánar tiltekið. ‹Ljómar upp›

Hún er uppáhalds enn sem komið er!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég erað lesa bók um nýa lödöse

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mig langar að lesa bók um vyrkjanaframkvæmdir og göfuga frumkvöðla sem án nokkurra hugsunnar um eiginn vinning gefa kost á sér sem hetjuhetjur í grímubúning og lækki skattana og reddi jómfrúm úr klóm vondu mannanna

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/12/09 00:21

Vjer erum að lesa Flickan som lekte med elden (oss finnst í mörgum tilvikum skemmtilegast að lesa bækur á frummálinu).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/12/09 12:57

Warhammer. Core Rulebook.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/12/09 00:19

Nú er ég að lesa The Death of Bunny Munro eftir Nick Cave. Ein besta jólagjöfin í ár, af öllum hinum algjörlega ólöstuðum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 25/12/09 00:25

Matseðilinn minn fyrir heila viku, 21 diskur.. sem ég kann utanað og þarf að fara að versla í á morgun.‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/12/09 01:17

Nú fer ég að lesa „Óþekktur hermaður“ eftir Vainö Linna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 6/1/10 16:06

ÞÞ Í forheimskunarlandi, eftir Petur nokkurn Gunnarsson sem hefur einhverra hluta vegna horn í síðu Þórbergs og véfengir fullmikið af eigin tilvísunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 6/1/10 17:55

Grámosinn glóir, eftir Thor Vilhjálmsson. Ekki leiðinleg bók það. Það hryggir mig hinsvegar að kunna ekki sænsku nógu vel til að geta lesið hinar ýtarlegu náttúrulýsingar á því máli; þannig myndu þær ábyggilega renna hraðar í gegn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 7/1/10 05:04

Reyna að lesa danska þýðingu á Því eftir Stephen King. Milli þess glugga ég í Svejk. Verst að ég endist aldrei lengi við lestur þessa dagana.

og Grámosinn fokking Glóir er víst leiðinleg.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
woody 7/1/10 16:35

Cats owners manual, rit sem að margir kattaeigendur ættu að hafa í hillunni hjá sér.

ég er ekkert geðveikur, tvær af þremur röddunum eru alveg sammála því!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 7/1/10 23:24

The Portable Atheist ritstýrt af Christopher Hitchens og ÞÞ í fátæktarlandi e. Pétur Gunnarsson. Fyrir skemmstu kláraði ég svo aftur að renna í gegnum Death trilogíuna, þ.e. innan sömu spjalda gefnar út Mort, Reaper Man og Soul Music e. Pratchett.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 8/1/10 08:31

Blöndungur mælti:

Grámosinn glóir, eftir Thor Vilhjálmsson. Ekki leiðinleg bók það. Það hryggir mig hinsvegar að kunna ekki sænsku nógu vel til að geta lesið hinar ýtarlegu náttúrulýsingar á því máli; þannig myndu þær ábyggilega renna hraðar í gegn.

Verð að viðurkenna að Grámosann tel ég leiðinlegustu bók í minni eigu og þó víðar væri leitað. Annars er ég svo andlega hrumur að ég man ekki nafnið á bókinn sem ég er að staulast í gegn um, hvað þá nafn höfundarins. Kem þessum upplýsingum á framfæri við fyrsta tækifæri, enda veit ég að póar bíða í ofvæni....

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/4/10 09:09

Ég er enn að stauta mig í gegnum Snorra eftir Óskar Guðmundsson. Virkilega áhugaverð bók. Þeim sem finnast ráðamenn nútímans vera of tengdir innbyrðis ættu að lesa þessa bók.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/4/10 20:34

Ég er lagstur í kellíngabókmenntir, nú les ég Hroka og hleypidóma e. Austen, á frummálinu þó.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
        1, 2, 3 ... 55, 56, 57 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: