— GESTAPÓ —
Hvað ertu að lesa?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 53, 54, 55 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 22/9/09 15:37

Ég er loksins að lesa Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Algjör skandall að vera ekki búinn að því fyrr. Ekki síst vegna þess að ég tel Fjalla-Bensa ekki minni hetju en Njál og Skarhéðinn.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/9/09 16:12

Sökum tímaskorts erum vjer ekki að lesa neitt um þessar mundir og er listinn ógurlegi yfir það sem oss langar að lesa stöðugt að lengjast, sbr. t.d. þetta:

Tumi Tígur mælti:

Er að lesa Good Omens, sem myndi útleggjast sem Góðir Fyrirboðar á góðri íslensku, eftir þá snillinga Neil Gaiman og Terry Pratchett.

Vegna þess hve margir hjer virðast lesa bækur eftir annan þessara höfunda eða þá báða höfum vjer velt fyrir oss að gera formlega könnun á hvernig oss lítist á skrif þeirra ‹Starir þegjandi út í loftið›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 22/9/09 19:48

Ég þekki ekki þennan njál, en Terry þekki ég mjög vel og það ekki að ástæðulausu. Er einmitt með eina á náttborðinu núna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
núrgis 22/9/09 19:49

Njál! Sjitt, þarna munaði mjóu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 22/9/09 20:20

Ég les líka reglulega í bókunum eftir þá Njál og Skarphéðin. Skemmtilegust finnst mér alltaf sagan um Gauk á Stöng.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég var að l að lesa rafmagnsreikninginn minn og fanst endirinn sorglegur

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tumi Tígur 23/9/09 11:11

Rattati mælti:

Tumi Tígur mælti:

Er að lesa Good Omens, sem myndi útleggjast sem Góðir Fyrirboðar á góðri íslensku, eftir þá snillinga Neil Gaiman og Terry Pratchett.

Snilldarbók sem hægt er að lesa aftur og aftur.

Enda er þetta þriðja yfirferðin yfir þessa bók á þessu ári.

Ég þarf kannski að fara að kaupa mér nýjar bækur til að hafa eitthvað annað skemmtilegt að lesa? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sonur andskotans · Skógardrísill · Prins Frumskógarins · Tígull
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 23/9/09 13:16

Good Omens er argandi snilld og ég hugsa að ég lesi hana aftur, þegar ég er búinn með þessar skólabækur.
Þessa stundina er ég með nefið ofaní Félagsfræði 2 - Kenningar og samefélag. Hún er frekar þurr, þreytandi, og erfið yfirferðar.
En ég er jú að læra lærdómsinns vegna svo ég hef hálf gaman af þessu, svona fullorðinn maðurinn í fjarnáminu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 23/9/09 17:30

Ég nýlega búinn að klára Brekkukotsannál eftir Laxnes. Er núna með bókina Á síðustu stundu eftir Agötu Christie

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/9/09 09:15

Ég leit aðeins í Byggðir Borgarfjarðar áðan.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

<Ekkert. Ég þarf ek að les aneitt.

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 27/9/09 05:06

Var að lesa innihaldslýsingu á appesínuþykkninu sem ég keypti í gær. Steinhætti við að hella þessum óþverra út í vodkann og drekk hann nú óblandaðan-smá vatn þó. xT

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 27/9/09 22:58

Göngur og réttir IV

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 4/10/09 14:09

Ég var að glugga í hugtakaskrá í kennslubók í Hættulausum starfsaðferðum. Þar stóð þetta: Noxológía - fræðigrein um hættur Alheimsins. Mér rann kalt vatn bakvið eyrun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/10/09 18:53

Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson. Ágætisyfirlitsrit.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/10/09 21:51

Ég var að hefja aftur lestur á síðustu bókinni í Magician seríunni eftir Reimond Feist, eftir að hafa klárað Stúlkuna sem sparkaði í vespuhreiðrið um helgina.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 6/10/09 06:58

Nú er verið að glugga í "Golf Monster", þar sem popparinn Alice Cooper rekur feril sinn í örfáum orðum. Einnig hefur hann uppi gamanmál og lætur fylgja með leiðbeiningar um hvernig hægt er að bæta leik sinn í þeirri íþrótt.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 6/10/09 08:48

Fundargerðir. Eða ég er að reyna það.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
        1, 2, 3 ... 53, 54, 55 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: