— GESTAPÓ —
"Röng" nöfn og orð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/9/04 21:59

Og eigi má gleyma ruglingnum með rúm, dýnu og sæng. Vér verðum að játa að vér munum eigi alveg hvernig þetta er í t.d. hinum norrænu málunum. Fróðlegt væri að vita hvernig á því stendur að öllum þjóðum er nota þessi orð (eða hliðstæð) hefur tekist að ruglast svo gjörsamlega í merkingu þeirra, að einni þjóð undanskilinni. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/10/04 17:40

Hér finn ég þennan ágæta vettfang fyrir umkvörtun sem hefur leitað mikið á mig nýlega.
Ofbeldi. Hverskonar orð er það eiginlega? Forskeytið of- gefur til kynna að eitthvað sé í miklu magni, svo er hér verið að tala um of mikið af beldi? Er þá til vanbeldi líka? Getur verið að þegar hringt er á lögregluna vegna óspekta í miðbænum um helgar þurfi hún fyrst að meta hvort nógu mikið beldi hafi verið framið áður en hún getur handtekið nokkurn mann? Er mögulegt að beldi í réttu magni sé eðlilegt á heimilum? Er vanbeldi ólöglegt?

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/10/04 22:39

Og óbeldi er þá líklega algjör skortur á beldi. Hvort er beldi ástand eða aðgerð ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 5/11/04 16:55

Skyldi það eigi vera aðgerð.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 5/11/04 18:46

Gæti verið að orðið baldinn komi hér eitthvað við sögu? Að óbeldaður maður sé baldinn?

        1, 2, 3
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: