— GESTAPÓ —
"Röng" nöfn og orð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 14/7/04 17:53

Leibbi, afurð af nafninu Leifur sem í fyrndinni útlagðist LaibaR. Þýðir nafnið erfingi. Mætti þá með sanni segja að Leibbi þýði arfingi eða tætingi.

Leibbi tight og Rippa Tæt.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 9/8/04 11:05

Mér hefur ávalt þótt nafnið "Lótur Erlendur Karl E-hson" fallegt.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 11/9/04 13:29

Augljóst er að það þarf að fækka 'n'-unum í nöfnum eins og Jórunn og Þórunn. Tvö 'n' í enda kvk nafns er bara ekki viðeigandi. Og hvað er með nafnið 'Júlíus' ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 11/9/04 15:33

‹klórar sér í höfðinu› Leggur þú til að við fækkum n-um í Júlíus?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 11/9/04 18:54

Kapítal hugmynd!

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/9/04 22:40

‹Veltir fyrir sér hvernig 'negatíft n' (-n) sé borið fram og hvar eigi að bæta því inn í nafnið Júlíus›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 12/9/04 17:51

Negatíft enn...?

Gæti það litið einhvern veginn svona (u) út?‹Íhugar hvar eitt u enn ætti að vera í nafninu Júlíus ›

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 12/9/04 18:17

Juúlíus
Júlíuus
uuuuuuuuJúlíus

Allt misgóðir kostir held mér líki best við þann fyrsta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/9/04 18:44

feministi mælti:

‹klórar sér í höfðinu› Leggur þú til að við fækkum n-um í Júlíus?

Nei alls ekki. Ég held að við ættum að halda öllum n-um sem við finnum, en ég vil bara ekki hafa þetta sem karlkynsnafn.

Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er möguleiki að fjalla um tvö vandamál í einu innleggi. Þú virðist hafa á einhvern furðulegan hátt ályktað að ég væri að fjalla um n vandamál í nafninu Júlíus. Erranum est human (eða eitthvað svoleiðis).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 12/9/04 19:09

Þetta var þá eftir allt rangur misskilningur ‹Hugleiðir að segja af sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/9/04 09:59

Fjandinn. Oss sem fannst hugmyndin um 'negatíft n' svo skemmtileg en svo reyndist þetta allt vera misskilningur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 13/9/04 10:32

Dr Zoidberg mælti:

Friðrik, eins og allir vita er rik hvorukinsorð, hví ætti þá friðsamt rik að vera geta verið karlmansnafn.

Ahh, minn uppáhalds yfsilonlausi hryggleysingi. Þú ert sjáanlega gæddur þeirri náttúru að finnast Friðrik og Friðryk vera eitt og sama orðið. Til aðgreiningar var Friðryk torkennilegt duft sem var sérlega vinsælt meðal hippa ef ég man rétt á meðan Friðrik er vitanlega orðleysa og hvorugkyns eins og þú bendir réttilega á. Friðrikur væri snöggtum skárra en best væri að hafa það Friðrekur.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 13/9/04 13:04

Glúmur mælti:

en best væri að hafa það Friðrekur.

Einstaklega vel valið.

Ég fór að hugsa um nafnið "Þormóður" ... er þetta ekki svolítið kvenlegt nafn. Samt er þetta með "ur" endingu. Afar skrítið.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/9/04 14:06

Yður finnst þá væntanlega að nafn þetta ætti að vera Þormóðir (kvenkynsorð).

En Friðrekur er einkennilega öfugsnúið miðað við önnur tungumál. Væri eigi eðlilegra að víxla i og e þannig að það verði Freðrikur ? Freðríkur er jafnvel enn betra og er þetta nafn þá farið að minna oss á nöfnin í Ástríksbókunum. Endar auk þess eins og nafnið Eiríkur.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/9/04 16:28

En Mjögríkur er það nafn?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 14/9/04 18:38

Féríkur það er gott nafn. Nema maður sé betlari.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 14/9/04 20:06

"Buxur" er náttúrulega bara fáránlegt. Frekar ætti að velja eitthvað af eftirfarandi.

Buxi
Buxn
Bux

Eða bara lappaklæði, vera svolítið fæeyskur í fáránleikanum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 14/9/04 20:10

Og við ættum að skipta um orð á "vettling" og "handklæði". (Eins og ég hef reyndar bent á áður). Ég veit reyndar ekki hvort "vettlingur" myndi haldast lengi á fyrrum "handklæðinu" en við getum unnið úr því seinna.

-

Þorpsbúi -
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: