— GESTAPÓ —
"Röng" nöfn og orð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/7/04 10:45

Það sem hér fer á eftir fellur eigi undir orðsnilld nema síður sé en oss fannst það helst eiga heima hér.

Hafa fleiri en vér hugleitt því sum orð og nöfn virðast vera með ranga endingu miðað við önnur hliðstæð orð eða að þau virðast jafnvel af röngu kyni ?

Nokkur dæmi:

Jón: Hverskonar orðskrípi er þetta eiginlega ? Þetta lítur út eins og kvenkyns- eða jafnvel hvorugkyns orð og vissulega er orðið "jón" til sem þýðing á "ion" og er það svo sannarlega eigi karlkyns orð. Leggjum vér hér með til að nafni þessu verði þegar í stað breytt í "Jónn". Til vara leggjum vér til að Jón verði hér eftir kvenmannsnafn (allir landsins Jónar myndu þá verða að skipta um nafn).

Emil: Líka fáránlegt orð og kynið óljóst. Vér krefjumst þess hér með opinberlega að nafni þessu verði breytt í "Emill", sbr. "skemill", "Egill" o.fl.

biskup: Hér vantar hina einkennandi íslensku endingu "ur", þ.e. vér viljum breyta þessu í "biskupur".

Konráð: Á þetta eitthvað skylt við hvorugkynsorðið "ráð" ? Eigi svo oss sé kunnugt og því síður hefur nafn þetta með köld kvennaráð að gera. "Konráður" væri því mun eðlilegra, sbr. "Vandráður" í Tinnabókunum.

Baldvin: Augljóslega kvenkyns og þarfnast því þeirrar breytingar er allir lesendur hljóta að vera sammála um að er augljós.

Og hversvegna í nafnlausum neföpum er "Auðunn" eigi kvenkyns ? Vér minnumst þess enn er vér í barnæsku gerðum þá óvæntu uppgötvun að svo væri eigi og uppgötvuðum þá um leið það sem oss þá fannst vera hallærislegasta nafn í heimi.

Eflaust má bæta mikið við lista þennan en eigi er útilokað að vér höfum nú þegar gert einhverja Jóna óánægða og látum vér því staðar numið að sinni.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 12/7/04 10:50

Vladimir Fuckov mælti:

... Til vara leggjum vér til að Jón verði hér eftir kvenmannsnafn (allir landsins Jónar myndu þá verða að skipta um nafn).
...

En hví ekki að láta þá skipta um kin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/7/04 10:53

Dr Zoidberg mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

... Til vara leggjum vér til að Jón verði hér eftir kvenmannsnafn (allir landsins Jónar myndu þá verða að skipta um nafn).
...

En hví ekki að láta þá skipta um kin?

Vér hugleiddum þann möguleika líka en komumst að þeirri niðurstöðu að sú lausn myndi endanlega sliga heilbrigðiskerfið.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 10:53

Sturla: Kvenmansnafn og ekkert annað!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 12/7/04 11:02

Friðrik, eins og allir vita er rik hvorukinsorð, hví ætti þá friðsamt rik að vera geta verið karlmansnafn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 12/7/04 11:04

Hvað ættum við að gera við nafnið Cesil? Eftir því sem ég best veit er það notað sem kvennmanns og karlmannsnafn.

Heiðar er ekkert nema stæling á Heiðu og eðlilegt að leggja það niður. Hildur getur ekki talist mjög kvennlegt nafn og færi vel á því að hætta með það ellegar taka upp nafnið Hildar þess í stað. Nú síðan er það spurning með öll hvk-nöfnin. Ber það ekki vott um frjálsræði að leyfa þau?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/7/04 11:08

Og hvaða máltilfinningarsneydda jólasveini datt eiginlega í hug að taka nafnið "Albert" óbreytt inn í málið ? Það hljómar nánast eins og "allsbert" og það er eigi karlkynsorð. Þá væri Alber betra... nei, "ber" er hvorugkyns. Vér leggjum til að nafn þetta verði bannað.

Og Alfreð ætti líklega að vera "Alfreðinn".

‹Þetta á eftir að verða langur listi›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/7/04 13:57

Nafnið Valdimar er einnig undarlegt mjög. Líklega hefur þetta verið gælunafn á einhverjum með sjálfspínslarlosta, Hörður valdi mar, sem er vissulega mun styttra en Hörður barði sjálfan sig eða Hörður sjálfspínsl. En sem eiginnafn gengur það ekki upp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 13:59

Ófeigur: Ósvífið nafn, sem storkar örlögunum. Hverjum dettur í hug að skíra veikburða smádrengi slíkum nöfnum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/7/04 14:03

Voff er flott nafn og barasta ekkert við það að athuga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 14:03

Haraldur Austmann mælti:

Voff er flott nafn og barasta ekkert við það að athuga.

...sé maður hundur - en hvenær er hundur maður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/7/04 14:07

Hundar eru besta fólk, menn eða ei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 14:09

Menn eru hins vegar sjaldnast góðir hundar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/7/04 14:12

En ef þeir setja upp á sig hundshaus ? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/7/04 14:13

Öll nöfn verða skrítin ef maður fer að hugsa um þau og hafa þau hægt yfir. Sum að vísu skrítnari en önnur, sbr. Óðinn - hann óð inn á skítugum skónum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/7/04 19:42

Ef bætt er við einni kommu verður Haraldur Hár aldur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/7/04 19:43

Það er rétt. Fæddist gamall.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 13/7/04 19:52

Davíð. Sennilega hebreskt. Þýð. Ástvinur, sá sem er elskaður (je ræt).

Hefði þá ekki verið réttara að breyta Davíðs nafninu í Ástþór?

Ísland úr NATO og herinn burt!
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: