— GESTAPÓ —
Útursnúningar á auglýsingafrösum og slagorðum.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 18/6/04 18:42

Ég hef ekkert á móti þessum fyritækjum en sum slagorð eru bara svo vitlaus að það má alveg gera grín af þeim.

Brimborg - ömurlegur staður til að vera á.
‹Hver er annars tilgangurinn í að segja "Öruggur staður til að vera á"? Kannski maður ætti að fara þangað og neita að fara vegna þess að manni finnst maður svo öruggur þar?›

Eurocard - Useless

Íslandsbanki - Hvar ertu?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 18/6/04 20:28

Síminn; Við hjálpum þér að láta það gerast

Sniðugt í ljósi þess að póstþjónn þeirra lagðist á hliðina nýlega, með þeim afleiðingum að tölvupósturinn skilaði sér ekki tímum eða jafnvel dögum saman.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 18/6/04 20:30

Ég er einmit að díla við það núna. Gerast! Hah, það var þá aldeilis.

Síminn - við komum í veg fyrir að það gerist.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 01:48

Macdonalds...I´m hating it..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 19/6/04 12:57

Skabbi skrumari mælti:

Macdonalds...I´m hating it..

Eða jafnvel: I'm loathing it.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/6/04 19:52

Hagkaup-þar sem skemmtilegast er að versla

Hafið þið tekið eftir því? Mér finnst nú bara ósköp venjulegt að versla þar.

Hagkaup-(óska eftir ferskri hugmynd)

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/6/04 19:53

Og svo SSpylsu slagorðið, er ekki hægt að snúa út ú því?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 19/6/04 20:39

Bestir fyrir óbragðið?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/6/04 20:46

Kjötiðnaðardeild Sambandsins! Þar sem kjöt snýst í kringum fólk!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 20/6/04 23:04

Tökum það með krukki.
-LSH-

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/6/04 10:06

Ég sjálfur mælti:

Hagkaup-þar sem skemmtilegast er að versla

Hafið þið tekið eftir því? Mér finnst nú bara ósköp venjulegt að versla þar.

Hagkaup-(óska eftir ferskri hugmynd)

Hagkaup - þar sem Íslendingar neyðast til að versla (þegar Baugsveldið verður búið að ná undir sig allri matvöruverslun í landinu)

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 21/6/04 10:10

Eimskip ‹Þrándur í götu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/6/04 11:51

Slagorð Brimborgar "Öruggur staður til að vera á" er fábjánalegasta slagorð ársins. Í fyrsta lagi er staðurinn ekkert öruggari en aðrir. Þvert á móti er maður í sérstakri hættu á að ákafir sölumenn troði einhverjum bíl upp á mann sem maður vill ekkert kaupa. Og í öðru lagi þá er staðsetning bílasölunnar ekkert aðalatriði. (Finnst mönnum líklegt að bílasalar landsins fái mikið af svona skilaboðum: "Já mig langaði að kaupa af ykkur bíl, en ég get það ekki, þið eruð á svo óöruggum stað"). Strangt til tekið er slagorðið ekki sannleikanum samkvæmt því ekkert hættumat liggur fyrir. Brunavarnarúttekt, jarðskálfta- og eldgosaspá, vernd gegn vatnstjóni og vindskemmdum. Engin gögn þ.a.l. hafa verið lögð fram áf hálfu Brimborgar.

Legg ég því til að Brimborg leggi þessu slagorði og taki upp nýtt og betra:

"Fáðu útrás fyrir hatrið á forsætisráðherra. Fáðu þér druslu og hefndu þín strax. Brimborg."

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 21/6/04 22:19

Opnum bílasölu í þeim tilgangi!

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 11:32

Ég er ánægð með slagorð Samskipa; 'Yfir lönd - yfir höf'. Virkilega vel heppnað og skemmtileg auglýsing í alla staði. Það liggur við ég freistist til að senda nokkra gáma milli landa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/6/04 11:44

En getur einhver hér útskýrt hið óútskýranlega, þ.e. hverskonar auglýsingasálfræði það er eiginlega að ofnota þessi slagorð þannig að vér (og að því er virðist fleiri hér) fara að fá algjört ógeð á þeim. "Öruggur staður til að vera á" finnst oss t.d. nú orðið alveg óþolandi og sömuleiðis söngurinn er því fylgir. Eða er auglýsinga- og slagorðasmekkur Gestapógesta eitthvað frábrugðinn því er gengur og gerist ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 22/6/04 11:58

Nei, þetta er bara orðið svona andskoti slæmt.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/6/04 15:08

En þessi ömurlega auglýsing þar sem einhver er að keyra bíl og á meðan er eins og einhver blábjáni sé að lýsa einhverjum fótboltaleik...gæti ælt...

     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: