— GESTAPÓ —
Áhugverðir tenglar.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/7/04 23:08

Já, einmitt! Mig langar a.m.k. að skora á Leibba að prófa að gera endaskipti á sínum stíl og teikna eitthvað ofurvæmið og kitschy. Óneitanlega verður fróðlegt að sjá útkomuna út úr því...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/7/04 09:51

Leibbi á það til að hitta naglann ótrúlega vel á höfuðið eins og t.d. myndin af Stebba.Fr. (akureyrískur sjálfstæðismaður sem tjáir sig mikið á málefnin.com) og myndin af Bjartmar Guðlaugssyni o.fl. Ég held að hinn harði stíll hans eigi eftir að komast í tísku og eftir ca. 2-4 ár mun enginn kippa sér upp við það þótt hann noti orð eins og tík og mella. Hvað eru þessir rapparar sem eru að koma til landsins að segja? Það eru ekki orðin sem Amma Hlaun er alltaf að nota!

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 11:13

voff mælti:

.fl. ÉLeibbi á það til að hitta naglann ótrúlega vel á höfuðið eins og t.d. myndin af Stebba.Fr. (akureyrískur sjálfstæðismaður sem tjáir sig mikið á málefnin.com) og myndin af Bjartmar Guðlaugssyni og held að hinn harði stíll hans eigi eftir að komast í tísku og eftir ca. 2-4 ár mun enginn kippa sér upp við það þótt hann noti orð eins og tík og mella. Hvað eru þessir rapparar sem eru að koma til landsins að segja? Það eru ekki orðin sem Amma Hlaun er alltaf að nota!

Ég mun seint læra að sætta mig við að vera kölluð slíkum nöfnum og ég er viss um að flestar kynsystur mínar eru á sama máli.
Leibbi vesalingurinn er kannski að reyna að vera frumlegur, fyndinn og sniðugur, en það mistekst hraplega. Orðbragðið hjá honum hér á Baggalút undanfarið er óafsakanlegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 12/7/04 11:38

Ég er sammála Júlíu þarna, enda hefur það sannast hér á Baggalúti að þeir sniðugustu nota blótsyrðin í hófi. Að formæla og blóta er ákveðin kúnst þar má ekki ganga of langt. Ein af reglunum er að blóta frekar hegðun manna en þeim sjálfum. Leibbi er samkvæmt því ekki algjör asni en hann lætur asnalega, því verður ekki neitað. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/7/04 15:36

En hvað segið þið þá um vefinn www.tikin.is. Hann hlýtur að standa fyrir kvenfyrirlitningu og kynrembu á hæsta stigi.

Skringilegt reyndar að tík (s.s. kvenhundur) sé niðurlægjandi, en kisa eða kisulóra (s.s. kvenköttur) er talið ásættanlegt og jafnvel eftirsóknarvert. "Sæktu handa mér bjór kisulóra" hefur allt aðra þýðingu en "Sæktu handa mér bjór tík".

Getur einhver útskýrt þetta fyrir oss hundinum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 12/7/04 15:41

voff mælti:

En hvað segið þið þá um vefinn www.tikin.is. Hann hlýtur að standa fyrir kvenfyrirlitningu og kynrembu á hæsta stigi.

Skringilegt reyndar að tík (s.s. kvenhundur) sé niðurlægjandi, en kisa eða kisulóra (s.s. kvenköttur) er talið ásættanlegt og jafnvel eftirsóknarvert. "Sæktu handa mér bjór kisulóra" hefur allt aðra þýðingu en "Sæktu handa mér bjór tík".

Getur einhver útskýrt þetta fyrir oss hundinum?

'Sæktu handa mér bjór kisulóra/tík' hljómar nú ekki sérlega eftirsóknarvert í mínum eyrum. 'Á ég að hlaupa út í búð fyrir þig kisulóra/tík?' hljómar mun betur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 12/7/04 16:26

Sannarlega góður punktur hjá Júlíu.

Ég þekki ekki Tík-vefinn sérlega vel en nenni ekki að móðgast yfir tilraun til að gera orðið meinlaust (eða meinminna).

Hinsvegar get ég bent ykkur á Bitch www.bitchmagazine.com. Eins og ritstjórin nefnir hefur enska orðið þann kost að vera bæði nafnorð og sagnorð (sbr. kvarta), þannig að það er vel við hæfi hér.

En talandi um hunda, ketti og önnur dýr .... hvað með refi? Mikill er munur á gömlum ref og gamalli tæfu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/7/04 09:44

En gömlum hesti og gamalli meri?
Nauti og belju...
Frelsishetju og Hakuchi...

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/7/04 11:41

Frelsishetjan mælti:

En gömlum hesti og gamalli meri?
Nauti og belju...
Frelsishetju og Hakuchi...

Segir maður ekki frekar 'gamall jálkur'? Það er ekki mjög jákvætt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 13/7/04 11:52

Ef ég man rétt þá fékk tikin.is þetta nafn einmitt til að snúa merkingu orðsins við. Ég er nú ekki alveg sannfærð um að það virki því enn finnst mér þetta með ljótari uppnefnum. Mér finnst einnig mjög niðrandi að kalla karlmann hund.

Í flestum tilfellum er merkingin neikvæð en í fljótu bragði dettur mér í hug meri og foli, því viðurnefni myndi konan líklega móðgast en karlinn gæti orðið nokkur upp með sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/7/04 12:00

Tuddi og naut eru hins vegar neikvæð, jafnvel enn neikvæðari en belja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/7/04 12:07

Stendur ekki tík(in) bara fyrir (póli)tík ?

Man annars einhver eftir dæmi um að heiti kvendýrs hafi áberandi jákvæðari merkingu en samsvarandi heiti karldýrs sömu tegundar ? (með "samsvarandi" eigum vér við að t.d. "foli" og "trunta" eru eigi samsvarandi nöfn en t.d. högni og læða eru það).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/7/04 13:31

Ég er mjög áhugaverður tengill.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/7/04 13:33

'Kindin mín' er jákvætt, en 'Sauðurinn þinn' er neikvætt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/7/04 13:34

Kindin mín í merkingunni kind er jákvætt en það er neikvætt ef ég kalla kvensu kindina mína. Alveg eins og kvensa kallar karl sinn sauð.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 13/7/04 13:37

En ef t.d. Amma Hlaun segir 'Kindin mín' þá er það jákvætt...það er alltaf jákvætt, nema þegar þú hreytir því í kvensu(na).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 13/7/04 13:46

Æ, rýjan mín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 13/7/04 14:11

Mér finnst læða vera gott orð yfir góðar kvensur. Hinsvega er högni og fress ekkert slæmt orð yfir karlmenn.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: