— GESTAPÓ —
Tilbrigði við stef
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 21/8/03 13:13

Þá sjaldan ma´r lyftir sér upp.

Af sveitaballi í sumar frétti
og sýndist vera tíminn rétti
að standa upp frá Olivetti
og drífa sig svo út.

Ég kölnarvatni á kroppinn skvetti,
koppafeiti í hárið sletti,
borðtuskuna bar að smetti
og bólgnum augnaþrút.

Á kýli og rotin kaun ég spretti
og kreisti ýmsa ljóta bletti.
Með rembingsflogum úr mér rétti
og ræskti mig í klút.

Þvaglekann með bómul þétti,
þvölum höndum uppá bretti,
saurpokann til hliðar setti
og batt svo á´ann hnút.

Léttur á mér líktist ketti
sem lífið sjálft ég áfram hvetti.
Reygði mig og fingur fetti
fannst ég nokkuð kjút.

Átta bjóra á einu bretti
bergði ég og leið svo gletti-
lega vel að á mér létti
leynt í flöskustút.

Bauð að drekka Glúm og Gretti
sem glaðir þáðu en seinna frétti
að ælt þeir hefðu undir kletti
algerlega í kút.

Ég held í kvöld ég í það detti
inná Baggalút.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 21/8/03 13:43

‹vottar virðingu sína›
þetta er alveg svórkostlegt!

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 21/8/03 14:10

Hér er greininlega komið fram nýtt þjóðskáld

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 21/8/03 14:24

Bravó Sulllur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 21/8/03 14:39

Þrefalt, nei, fjórfalt húrra!

‹Húrrar fjórum sinnum og býður síðan öllum í nefið›

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Artie Fisher 21/8/03 14:58

Og fimmfalt jibbí!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Feiti Einbúinn 21/8/03 16:03

ætti ég að þora að segja sexfalt ? oh jæja, maður lifir bara einu sinni !

SEXFALT HÚRRA ! ‹girðir niðrum sig og hrópar gleðiöskrum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 21/8/03 20:01

Mikið gríðarlega er gleðilegt að sjá svo góða nýtingu rímorða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/8/03 20:10

Bravó...segi ég BRAVÓ... ‹klappar saman lófunum eins og frönsk gleðikona›

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 21/8/03 21:41

En stuðlasetningin víðasthvar kolröng, stundum er höfuðstöfum jafnvel sleppt, og lýtir það annars gott kvæði.
Ég segi aðeins einfalt "fínt".

Mærendur kvæðisins ættu að hafa augun betur hjá sér áður en þeir æla af fögnuði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/8/03 21:58

Anonymous mælti:

En stuðlasetningin víðasthvar kolröng, stundum er höfuðstöfum jafnvel sleppt, og lýtir það annars gott kvæði.
Ég segi aðeins einfalt "fínt".

Mærendur kvæðisins ættu að hafa augun betur hjá sér áður en þeir æla af fögnuði.

Jú, Gestur (ekki ertu Einarsson?) að sjálfsögðu tók maður eftir örlitlum misbresti í stuðlasetningu, stundum er of langt á milli stuðla auk þess sem þeir eru stundum full lágkveðnir, en kvæðið er gott eigi að síður og fyrir það fær hann BRAVÓ...auk þess sem stórskáld hafa ákveðið skáldaleyfi :)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 26/8/03 16:57

Skabbi skrumari mælti:

kvæðið er gott eigi að síður og fyrir það fær hann BRAVÓ...auk þess sem stórskáld hafa ákveðið skáldaleyfi :)

Einarsson hlustaðu bara á skrumarann Skabba skumara

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: